Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2006, Side 14

Neytendablaðið - 01.11.2006, Side 14
f \ a. 0 vAAAA & Þjöppuð stafræn tónlist nýtur vinsælda Gœðakönnun á MP3-spUurum Hljómflutningstæki fyrir segulbands- spólur, vínylplötur eöa geisladiska nota hreyfanlega hluti til aö lesa kóðuö gögn en þaö gera MP3-spilarar ekki. Þeir nota fast minni og eru ekkert annaö en gagna- geymslur meö innbyggðum hugbúnaði sem gera notandanum kleift að færa MP3-skrár til spilaranna. MP3-spilarar hafa einnig hugbúnaö til aö afrita tónlist af geisladiskum eöa vefnum og bjóöa upp á möguleika á að skipuleggja tónlistina eöa búa til lista af lögum í þeirri röð sem hentar hverjum notanda fyrir sig. Þannig sérhannaðir listar kallast playlist. Fjölbreytt tækni MP3-spilarar byggjast á mörgum ólíkum tækniþáttum. Þessir þættir eru ekki nýir af nálinni en saman skapa þeir neytendavöru sem á enga sína líka. Auk þess að geyma tónlist geta MP3- spilarar leikið tónlist og gert notendum kleift að heyra þá tónlist sem spiluð er. Mismunandi tegundir MP3-spilara MP3-spilarar eru mjög fjölbreytilegir. Þegar velja á spilara þarf að huga að þáttum eins og hversu mikiö á að nota spilarann, hvað á hann að geta geymt mikið magn tónlistar og hvað hann má kosta. Minnið í MP3-spil- urum er þrenns konar: • Flash-minnisspilari er minnsti og létt- asti spilarinn. Eðli málsins samkvæmt getur hann geymt færri lög en aðrir spilarar. Flash-minnisspilari hefur enga hreyfanlega hluti og er því afskaplega hentugur fyrir hinn venjulega tónlist- arunnanda sem vill hafa aðgang að nokkrum lögum eða að þeim fjölda laga sem dugar fyrir morgunskokkiö. Annar kostur spilarans er að vegna stærðar hans endist rafhlaðan lengur. • Harðdisksspilarar eru stærri og þyngri en flash-minnisspilarar og bjóða upp á umtalsvert meira geymslurými. Fyrir þá sem vilja geyma heilu tónlistarsöfnin í spilurum sinum er harðdisksspilari kjörinn. Þarsem harðdisksspilarinn hefur nokkra hreyfanlega hluti innanborðs má búast við einhverju hökti þegar hann er hreyfður til. Vegna stærðar sinnar hafa harðdisksspilarar oft fleiri innbyggða eiginleika og eyða meiri orku en aðrir spilarar. Undir venjulegum kringumstæðum má búast við 8-20 tíma endingu á rafhlöðunum. • MP3-geislaspilarar. Fyrir þá sem eru veikir fyrir gömlu góðu geislaspilurunum er til ný tegund slíkra spilara sem getur spilað MP3-skrár og önnur stafræn skráarsnið. Þessir MP3-geislaspilarar spila MP3-skrár sem brenndar hafa verið á geisladiska. Einn slíkur diskur getur geymt um 10 klukkustundir af tónlist. Nauðsynlegt er að hafa aðgang að diska- brennara ef keyptur er MP3-geislaspilari. Þessi spilari er ódýrari en flash-minnis- spilarinn og harðdisksspilarinn. Ef MP3- geislaspilarar eru hreyfðir í spilun hökta þeir aðeins, rétt eins og flestir geislaspil- arar. Einnig eru þeir umtalsvert stærri um sig en stafrænir bræður þeirra. Blendingsspilarar. Nú er hægt að fá MP3- eiginleika í öðrum neysluvarningi, eins og GSM-símum, skipuleggjurum (PDA), DVD- spilurum og jafnvel í sólgleraugum. 14NEYTENDABLA8I6 4.TBL.2DD6

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.