Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2006, Page 24

Neytendablaðið - 01.11.2006, Page 24
Umsýsluþóknun fasteignasala óheimil án samnings Kaupendur geta þinglýst gögnum sjálfir Neytendastofa hefur ákvarðað í máli er varðar umsýslugjöld fasteignasala og komist að þeirri niðurstöðu að fasteignasölunni Fasteign.is hafi ekki verið heimilt að rukka kaupendur um umsýslugjald þar sem ekki lá fyrir neinn samningur um slíkt. Neytendasamtökin fagna þessari ákvörðun því hún er í samræmi við skoðun samtakanna sem hafa gagnrýnt umsýslugjöldin sem fasteignasölur hafa í auknum mæli lagt á kaupendur. Fasteigna- sölum er ekki heimilt að innheimta umsýsluþóknun nema að fyrir liggi samningur undirritaður af kaupanda, þ.e.a.s. að kaupandi óski sérstaklega eftir því að kaupa þessa þjónustu. Þá berfasteigna- sölum skylda til að upplýsa kaupendur um rétt þeirra til aö þinglýsa sjálfir skjölum í tengslum við fasteignakaup. Neytendasamtökin gagnrýna hversu langur tími leið frá því að erindið barst Neytendastofu og þar til ákvörðun lá fyrir - eða rúm tvö ár. Á þessum tíma hafa fjölmargir samningar vegna fasteigna- kaupa verið gerðir og því var áríðandi að fá úr því skorið sem fyrst hvort viðskiptahættir sem þessir teldust réttmætir. Á heimasíðunni www.ns.is er ítarlegri umfjöllun um málið og þar má einnig sjá ráðleggingar telji fólk á sér brotið. Þá er að sjálfsögðu hægt að hringja í Neytendasamtökin og fá upplýsingar.

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.