Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 8

Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 8
frh... kallað KRISTAL 79. Mótinu er ætlað að koma að hluta til í staðinn fyrir Jamboree, sem átti að vera í íran, en var frstað vegna aðstæðnanna þar í landi. Mótið verður haldið í afar fögru umhverfi í svissnesku ölpunum á landi sem Evrópu- skátar eiga og er kallað Kandersteg. Eru þar skálar og ýmis aðstaða og geta skátar eða skátahópar að jafnaði dvalist þar í tjöldum eða skála og sótt ýmis námskeið á vetri eða sumri. Áætlað er að mótið sæki um 4000 skátar víða að og starfsliðið verði sömuleiðis af mörgu þjóðerni. Hefur B.I.S. borist beiðni um að mynda 10 manna hóp er tæki að sér á- kveðinn hluta úr dagskránni á Kristal. Er það verkefni mjög áhugavert. Er hér rétt að minna á að Alþjóðaráð B.Í.S., undir stjórn fyrirliða alþjóðastarfs, hefur með að gera þátttöku íslenskra skáta í al- þjóðasamstarfi skáta. Eru allir áhuga- samir hvattir til að setja sig í samband við ráðið. Það kom fram í viðræðunum við Pat að skátar í Evrópu eru um 3 milljónir og skiptist fjöldinn nokkuð jafnt milli stúlkna og drengja. Síðustu árin hefur fjöldinn heldu aukist þegar á heildina er litið. En helsta vandamálið í skátaheiminum í dag kvað Pat vera óeininguna innan hreyfingarinnar sjálfrar. Alls konar metn- aður, persónulegur, trúarlegur, þjóðern- islegur, stendur hreyfingunni mjög fyrir þrifum, að maður tali nú ekki um alls konar deilur líðandi stundar um menn og málefni. Nægir í þessu sambandi að nefna vandamál skátanna í Færeyjum og K.F.U.M. skátanna í Noregi. Er illt til þess að vita að mál sem með góðum vilja ættu að vera vel leysanleg innan hreyfingar- innar sjálfrar, skuli vera það sem helst stendur skátastafi fyrir þrifum. Er þetta v ert gaumgæfilegrar íhugunar. Dagana 15.— 23. maí '78 sótti ég seminar- ráðstefnu í æskulýðsmiðstöö EvTÓpuráðsins i Strassbourg. Þar voru saman komin 30 ung- menni víða að úr Evrópu til að ræða saman og læra um efnið Creativity sem í lélegri þýð- ingu má nefna skapandi starf eða sköpunar- gáfu. Dagskráin var aðallega byggð á því að þáttakendur upplifðu og reyndu sjálfir ýmsa þætti skapandi starfs en minna var um fræði- lega kennslu og umræður. Þess vegna er eriitt að setjast niður og skrifa skýrslu um efni sem- inarsins stór hluti af því gerðist innra með okkur sjálfum. Þama var unnið að ýmiss konar föndri (atelier), drama og tómlist. Áhersla var lögð á að við lærðum að þekkja og nota það verk- færi sem við all ar höfum með okkur , lík- amann. Við lærðum um okkar eigin viðbrögð og tilfinningar í daglegu lífi. Þetta skýrist ef til vill betur með dæmum. o

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.