Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 24

Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 24
Gamla uglan hugleiðir Til sveitarforingjans: Sem góður sveitarforingi verður þá að hafa eftirfarandi atriði í huga: 1. Þú verður að sýna skátum þínu trúnað og láta þá finna að þér sé ánægja að því að vinna með þeim og fyrir þá. 2. Þú verður að hafa brennandi áhuga fyrir því, a skátar þínir verði glaðir og ánægðir í félagsskapnum vegna góðs árangurs í störfum, sem unnin eru í anda skátalag- anna, því hamingjusamir og glaðir ungl- ingar eru góðir félagar, og líklegir til að verða dugandi menn og konur og nýtir þjóðfélagsþegnar. 3. Þú verður að vera skátum þínum sönn fyrirmynd í orðum og verkum, og minnast þess stöðugt að fordæmi þitt er þýðingar- meira en allar ráðleggingar þínar um sama efni. Þú verður að hafa einlægan vilja til þess 4. fti að framkvæma áætlanir sveitar þinnar með staðfestu og þolinmæði, og með glöðu geði þótt á móti blási og þetta skaltu ætíð gera með hjálp flokksforingja þinna. 5. Þú verður að vinna að uppeldi skáta þinna með heimilinu, skólanum og kirkj- unni. 6. Þú verður að vera trúr stafsmaður félags þíns og B. í. S. og kappkosta að skapa því virðingu almennings. 7. Þú verður að unna útilífi og hafa víðsýnar og kreddulausar trúarskoðanir, virðingu fyrir sköpunarverkinu og höfundi þess, og skilning á öllu mannlegu. Góður sveitarforingi er ekki maður, sem ger- ir þrjátíu manna verk, heldur maður, sem fær þrjátíu menn til þess að vinna verkin með áhuga og gleði. I ©

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.