Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 21

Foringinn - 01.06.1979, Blaðsíða 21
Þann 21. október 1978 var haldin ráðstefna um Úllfljótsvatn í skátaheimili Ægisbúa. Hana sótti áhugafólk um Úlfljótsvatn. Úlf- Ijotsvatnsráð stóð fyrir ráðstefnu þessari sem var haldin til að koma af stað frekari framkvæmdum við Úlfljótsvatn. Helstu nið- urstöður ráðstefnunnar voru þessar: A. Hvernig skal starfseminni háttað? Sú starfsemi sem verið hefur verði rekin á- fram með svipuðu sniði og undanfarið. For- ingjaþjálfun hafi fyrst og fremst góða að- stöðu. Skipulögð verði sérstök tjaldsvæði og svæði fyrir hjólhýsi og tjaldvagna. Sérstök umsjón þyrfti að vera á þessum svæðum, sem gæti veitt ákveðna þjónustu, t. d. rekið sölu- búð og veitt bæði dagskrá og tæknilega að- stoð. Æskilegt væri að ráða erindreka sem hvetti til starfs eins og skátaútilegur, fjöl- skyldumóta, helgarferða fyrir L/Y og skáta- útilegur skáta að vetri, starfsemi fyrir eldra fólk og útlán til skóla og félaga s. s. félög eldri skáta, fatlaðra og einstæðra foreldra. Æski- legt væri að betur sé nýtt: A) Vatnið: veiði, bátar, köfun, fislkirækto. fl. B) Fjallið: gönguleiðir, skíðaaðstaða, o. fl. C) Landið allt: skógrækt, uppgræðsla. B. Hvaða aðstöðu þarf fyrir starfsemina? Bygging skála til viðbótar við nýja skálann (eldhús og matsalur). Hreinlætisaðstöðu við Fossá og eldunaraðstöðu (stórt tjald). Komið verði upp leiksvæði, skálaþorp, tjaldstæðuiú og stjómstöð (búð o. fl.). Reynt verði að nýta bóndabýlið og koma upp skógræktargirð- ingu. Dálítil aukning starfsfólks að sumrinu (eftirlitsmaður tjaldstæða) og ráðmeðlimir, erindreki og eldri skátar innu að vetrinum. C. Hverning á að fjármagna og skapa þessa aðstöðu? Hvenæræskilegt? Gamlir skátar, árgjöld. Hagnaðar af mótum. Opinberir styrkir, ath. nágrannabyggðimar. Rækta og selja rófur. Skógrækt ríkisins greiði skógræktargirðingu og plöntur. Úlfljótsvatnsráð mætti hafa fmmkvæði að fjáröflun í samráði við B. í. S. D. Hvernig skal háttað sambandi Úlfljótsvatnsráðs við hina ýmsu notendur? Hvernig má efla þetta samstarf? Tengill í félögum, starfsmaður, kynningar- bæklingur, ráðstefnur. Kosið verði í fram- kvæmdaráð og í því sitji einn aðili frá hverri félagsheild, sem starfar á staðnum. Haldin verði ráðstefna, sem jafnframt verði aðalfundur, einu sinni á ári. f lok fundarins vom skipaðar tvær framkvæmdanefndir: Nefnd til að gefa út kynningarbækling: Anna Kristjánsdóttir. María Sophusdóttir. Magnús Jónsson. Hrefna Tynes. Sigurður Halldórsson. Anna kallar nefndina saman. Nefnd til að gera tillögur að framtíðarskipulagi á Úlfljótsvatni og nýrri ráðstefnu: Sigurjón Mýrdal. Magnús Jonsson. Þorsteinn Tómasson. Guðni Jonsson, frá St Georg. Og einn aðili úr XJlfl jótsvatnsráði, sá kallar nefndina saman.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.