Bændablaðið - 15.07.1997, Qupperneq 2

Bændablaðið - 15.07.1997, Qupperneq 2
2 Bœndablaðið Þriðjudagur 15. júlí 1997 Handverkshús í Árneshreppi Síðastliðinn vetur vann Valgeir Benediktsson bóndi og þjóðfrœðingur að því að reisa handverkshús að Árnesi í Trékyllisvík. Húsið sem er rúmlega 40 fermetrar að stœrð er að mestu smíðað úr rekavið en klcett innan að hluta með panil. Til stendur að húsið hýsi glœsilegt minjasafn sem Valgeir hefur komið sér upp og einnig munu vera þar til sölu smíðagripir sem hann er þekkturfyrir. Valgeir er mikill völundarsmiður og smíðar að mestu úr rekavið sem hann safnar ífjörunni norður á Ströndum. Handverkshúsið var opnað almenningi í lok júní. Á myndinni má sjá húsið og ídyrunum stendur Rakel Valgeirsdóttir heimasœta íÁrnesi./VH LoöflVrabændur öörum hændum ðhugasamarí um endumnennhm Staða mjólkurframleiðslu á yfirstandandi verðlagsári llllinni umframmjólk en á síðasta verðlagsári Samkvæmt könnun sem Bændaskólinn á Hvanneyri hefur látið gera eru loðdýra- bændur öðrum bændum áhugasamari um endur- menntun. Þetta kom fram í erindi Magnúsar B. Jónsson- ar, skólastjóra, á loðdýradög- um á Sauðárkróki fyrir skömmu. Magnús sagði þetta atriði skapa loðdýrabændum töluverða sérstöðu. í könnuninni hjá Bænda- skólanum var spurt um viðhorf til skólans og endurmenntunarmögu- leika sem upp á væri boðið og segir Magnús að um helmingur loðdýrabænda hefði sótt námskeið hjá skólanum og meira en helmingur hafi sótt önnur námskeið sem bjóðast í greininni. „Svo virðist sem loðdýrabænd- ur telji sig hafa mikið gagn af námskeiðunum en þau hafa verið boðin fram af búnaðarskólunum báðum, sem og öðrum aðilum. Þetta þýðir að endurmenntunar- þátturinn í loðdýraræktinni virðist hafa verið í tiltölulega góðu lagi,“ sagði Magnús. Á árunum 1990-1996 sóttu um 190 loðdýrabændur námskeið á Hvanneyri. „Það má vera alveg ljóst að þó grunnmenntun loðdýra- bænda sé misjöfn þá hefur þekkingarvöxturinn verið mikill frá því síðasta loðdýraræktar- tímabil hófst. Og annað er áber- andi og einkennandi fyrir loðdýra- ræktamámskeiðin og það er að báðir aðilar eru yfirleitt virkir þátt- takendur, bæði hjón sitja nám- skeiðin, og það þýðir að líklegra er að sú þekking sem fer í gegnum námskeiðin inn á búin nýtist öllum þeim sem taka þátt í rekstrinum," sagði Magnús. Nú þegar tveir mánuðir eru eftir af verðlagsárinu er eðlilegt að margir mjólkurframleiðendur velti fyrir sér heildarstöðu mjólk- urframleiðslunnar. Spurningar vakna hjá þeim sem haft hafa mikla framleiðslu hvaða líkur séu á greiðslum fyrir umfram- mjólkina. Greiðslumark mjólkur var á þessu verðlagsári aukið um eina milljón lítra en mjólkurframleiðsla það sem af er verðlagsárinu er hins vegar nokkru minni en var á sama tíma fyrir árið. Þegar gerður er saman- burður á framleiðslu síðustu 12 mánaða þá er hún nú um 3% minni en hún var á sama tíma árið 1996 miðað við sama tímabil. Enn vantar tæplega 600 þúsund lítra á að 12 mánaða framleiðslan nái greiðslumarki verðlagsársins sem er 102 milljónir lítra. Framleiðsla í júní var rúmum 2,3% meiri en í júnímánuði 1996 en eitthvað af þeirri aukningu getur verið vegna fleiri innvigtun- ardaga nú. Tíðarfar í júní var mjólkurframleiðslunni fremur andstætt. Til að glöggva sig á lfldegri þróun má líta til fyrri ára. Þegar skoðuð er samanlögð innvigtun mjólkursamlaga í landinu í júlí og ágúst á síðustu árum kemur fram miklu meiri mismunur á milli ára en verið hefur á öðrum árstímum. Það mjólkurmagn var mest árið 1995 tæpar 18,9 milljónir lítra en minnst 1993 16,7 milljónir lítra. Árið 1996 var það tæpar 16,9 milljónir lítra í þessum tveimum mánuðum. Vitað er að hverju sinni er einhver tilfærsla á milli verð- lagsára sem skapast af breytilegum Qölda daga sem mjólk er sótt til framleiðenda í ágúst. Sum árin hefur einnig verið eitthvað um það að framleiðendur hafa ekki sent í afurðastöð alla framleidda mjólk í þessum tveimur mánuðum. Nú er staðan gagnvart greiðslu- marki mjólkur um margt áþekk því sem var 1995. Ymislegt bendir samt til að vart sé hægt að vænta jafn mikillar framleiðslu í þeim tveim mánuðum sem eftir lifa verð- lagsársins og þá. Kýr í framleiðslu eru færri nú. Mjólkurfram- leiðsla er að vísu mjög áþekk yfir landið í júní þá og nú en þá voru kýr að græða sig verulega í júní í mun hagstæðara tíðarfari þá en nú. Þessar staðreyndir sýna að erfitt er að spá af nokkru öryggi um líklega stöðu framleiðslunnar við lok verðlagsárs. Ljóst er samt að umffammjólk verður verulega minni að magni en á síðasta verð- lagsári. Líklegt virðist að full af- urðastöðvargreiðsla og B greiðsla komi á alla mjólk sem framleidd verður á 100-104% bilinu. Einnig bendir allt til að þeir framleiðend- ur sem þegar hafa framleitt sem nemur greiðslumarki munu fá af- urðastöðvagreiðslur að þessu sinni fyrir verulegan hluta af sinni um- frammjólk. /JVJ Bændablaðið í Öræfunum „Saufiprliúskapup er mitl draumasfarf" Gunnar Sigurjónsson á Litla-Hofi heitir ungur maður í Öræfum. Á sínum tíma lauk hann námi við Stýrimannaskólann og stundaði sjóinn um nokkurt skeið en Óræfin toguðu í Gunnar og nú er svo komið að hann og kona hans, Halldóra Oddsdóttir, frá Fagurhólsmýri, búa félagsbúi með foreldrum Gunnars á Litla- Hofi. Þau Gunnar og Halldóra eiga einn fjögurra ára dreng, Odd. En Gunnar hefur ekki alveg sagt skilið við sjóinn því hann er stýrimaður á loðnuskipinu ísleifi VE sem gert er út frá Vestmannaeyjum. Það má með sanni segja að Gunnar feti þar í fótspor fjöimargra sveitunga sinna því hér á árum áður a.m.k. var algengt að ungir menn í Öræfum tækju sig upp og héldu til sjóróðra í sunnlenskum verstöðvum. „Segja má að búskaparsaga mín sé orðin tveggja ára gömul en ég erfœddur hér og uppalinn. Það má því segja að ég sé hreinrœktaður Örœfingur, “ sagði Gunnar. A Litla-Hofi er búið með 430fjár og foreldrar Gunnars eru auk þess með ferðaþjónustu og þrjá hektara hafa þau lagt undir kartöflur. Og hvernig er afkoman? „Hún er ekkert sérstök en maður vonar að það sé bjartara framundan. Þegar við ákváðum að setjast hér að keyptum við kvóta og nú er búið komið íþá stœrð að það á að vera hœgt að lifa af þessu en ég býst þó við að þurfa enn um sinn að stunda aðra vinnu með búskapnum. Næsta skrefer að byggja íbúðarhús - en við þurfum líka að stœkka fjárhúsið. “ - Hafði lengi blundað íþér áhugi að komast aftur íheimasveitina? Gunnar brosir breitt og segir að lengi hafi hann viljað gera allt til þess að geta gerst bóndi í Örœfum. „Sauðfjárbúskapur er mitt draumastarf. “ En hvað er það sem heillar? „Eg veit það varla. Eg hef bara alltaf haft mikinn áhuga á sauðfé. Sem smástrákur var ég mikið með honum afa mtnum í rollunum og þekkti þær allar með nafni. Eitthvað ryðgaði þekkingin þau ár sem ég var íburtu en þetta kom fljótt aftur þegar ég fór að vera meira heima. Hér er gott að vera. Til dæmis er h'tið um nágrannakytrur eða stóra árekstra milli manna eins og maður heyrir að gerist í sumum sveitum. “ Gunnar var að girða tún er blaðið tók hann tali og skrifari tæpti á að mikið landsvæði tilheyrði bœnum. „Já, jarðnæði er mikið á Hofi og landið er stöðugt að gróa upp“. Hann tók sem dæmi að fyrir nokkrum árum hefði mikið land verið auðn en ár hafa verið beislaðar og nú flæðir ekki Skeiðará um eyrarnar eins og áður. Gróðurinn hefur á nokkrum árum breitt sig yfir landið þannig að það er munfallegra á að líta. „Ekkert hefur verið gert fyrir landið sem þakkar svona skemmtilega fyrir sig, “ sagði þessi geðþekki, ungi bóndi og sjómaður að lokum. Markaður íyrir hrossakjfit að styrkjast Betur horfir nú en aður um sölu á hrossakjöti. Á Ítalíu hef- ur opnast markaður sem er vaxandi. Verðið er lágt eða sem næst 70 kr. fyrir kg en fyrir mestu er að geta slátrað hrossum sem búið er að bíða með í heilt ár. Japansmarkaður er enn mjög veikur og þó gera megi ráð fyrir hægum bata þar eru engin teikn enn á lofti um að hann nái sér að fullu á næstu misserum. Slátur- húsið á Hvammstanga slátrar fyrir Ítalíumarkaðinn og nú er búið að hreinsa nokkuð til í næsta ná- grenni þess. í byrjun ágúst verður slátrað á Hvammstanga hrossum úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga benda hrossaeigendum á að skrá hross til slátrunar á skrifstofum búnaðarsambandanna. Þar verða líka skráð hross til slátrunar síðar í sumar og haust til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir framboðinu og skipuleggja sláturdaga og flutninga./GBÞ

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.