Bændablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 8
8 Bœndablaðið Þriðjudagur 15. júlí 1997 Ný reglugerð um mjólk og mjólkurvörur Lækkun frumutölu - aukin gæði Sambærilegar reglur og hjá nágrannalfindunum -segir Brynjólfur Sandholt, yfirdýralæknir „Fyrsta júlí síðastliðinn gekk í gildi ný reglugerð um mjólk og mjólkurvörur. Með (Dessari breytingu er verið að færa reglur hér á landi til svipaðs horfs og er í nágrannalöndun- um sem við lítum helst til,“ segir Brynjólfur Sandholt, yfirdýralæknir. „Sú breyting sem hvað mest áhrif hefur hjá framleiðendum eru reglumar um lækkun frumutölu í mjólkinni. í reglugerðinni eru settar fram reglur um lækkun niður í 400 frumur/ml frá og með 1. janúar 1998. Sé frumutalan við- varandi yfir þessum mörkum verð- ur sett sölubann á mjólkina. Samtímis er tekin upp ný reikniað- ferð á frumutölunni, svokallað rúmfræðilegt meðaltal (marg- feldismeðaltal, samanber um- fjöllun um sama efni á þessari síðu - innsk. Bændablaðið) í stað venju- legs meðatals. Nokkur munur er á niðurstöðum eftir því hvor reikni- aðferðin er notuð. í reglugerðinni er heimild til að veita undanþágu enda er skilyrt að viðkomandi bóndi geri samkomulag við við- komandi mjólkurbú og héraðs- dýralækni um aðgerðir til lækkun- ar frumutölu. Fáist undanþága verða mörkin 500.000 frumur/ml með nýju reikningsaðferðinni, en það eru 560 - 570.000 frumur/ml reiknað sem venjulegt meðaltal. í gömlu reglugerðinni voru mörkin 600.000 frumur/ml reiknað með sömu aðferð. Munurinn á kröfun- um um frumtölu er þannig ekki eins mikill og virðist við fyrstu sýn. Afurðastöðvar í mjólkuriðnaði hafa sýnt áhuga á því að fá viður- kenningu til að flytja mjólkurvörur á erlenda markaði. Ein forsenda þess að það sé unnt er sú, að ís- lenskar reglur um mjólkurfram- leiðslu séu sambærilegar við erlendar reglur. Ef svo er ekki þarf ekki að hugsa um að reyna að flytja út mjólkurafurðir. Frumutalan er vísbending um gæði mjólkurinnar. Því er það keppikefli að lækka hana sem mest. Orsakir fyrir hárri frumutölu er einkum júgurbólga þó fleira geti komið til. Nauðsynlegt er að auka fræðslu og leiðbeiningastarf til þess að ná settu marki. Með mark- vissu átaki mun það ömgglega takast. I sláturhúsamálum þuríti að ganga í gegnum svipað umbótaferli til að ná sama stigi og nágranna- löndin í slátmn sauðljár. Vemlega hefur miðað í þessum efnum og við- urkenning opinberra eftirlitsaðila fengist bæði austan hafs og vestan,“ segir yfirdýralæknir. Sævar Magnússon, Rannsóknastofu mjólkuriðnaðarins Um frumiMlu mjólkur Frumutalan kemur til íslands Allt fram undir miðjan 9. ára- tuginn var hugtakið frumutala mjólkur nánast óþekkt hérlendis. Jafnvel hinir mestu vandamálasér- fræðingar vom næsta ófróðir um þessa nýju ógn sem steðjaði að bændum og virtist eiga rót að rekja til nýstofnaðrar Rannsókna- stofu mjólkuriðnaðarins (RM). Bændur stóðu grandalausir gagn- vart enn einu vandamálinu sem ógnaði afkomu þeirra. ísland í 1. sæti Á vorfundi Tæknifélags mjólk- uriðnaðarins 1987 voru kunn- gjörðar þriggja ára niðurstöður Rannsóknastofu mjólkuriðnaðar- ins á fmmutalningum í innleggs- mjólk. Erlendar viðmiðunartölur vom sömuleiðis kynntar á fundin- um. Samanburðurinn var ekki sérlega hagstæður, fmmutala ís- lenzkrar mjólkur var að jafnaði allmiklu hærri en dæmi vom um meðal nálægra þjóða. Það var mörgum talsvert áfall að hin góða íslenzka mjólk skyldi skipa fyrsta (efsta) sætið á einmitt þessum lista. Áður en RM hóf mælingar- starfsemina var ekkert eftirlit með þessum gæðaþætti mjólkurinnar og trúlegast hafði enginn neina hugmynd um fmmutölustöðuna hérlendis. landshlutum, þ.e. mjólkursamlags- svæðum, hæst var hún 466, lægst 330 þús/ml árið 1996. Enn er samanburður við ná- grannalöndin okkur óhagstæður, það má glögglega sjá af töflu 1, en hafa ber í huga að á hinum Norð- urlöndunum er frumutala mjólkur hvað lægst í heimi hér. Þar hafa í allmörg ár verið í gildi strangar reglur um gæðamat innleggs- mjólkur skv. frumutölu, reglur sem fyrr eða síðar verða inn- leiddar hérlendis í öllum aðalatrið- um. Evrópuvæðingin sér fyrir því. Margskonar meðaltölur Það hefur færst mjög í vöxt síðustu ár að nota sk. margfeldis- meðaltal (til skamms tíma kallað geómetrískt meðaltal eða rúm- frœðilegt meðaltal) í stað beins meðaltals þegar fjallað er um frumutölu mjólkur, einkum þó þegar verðmeta skal innleggs- mjólk bænda. Margfeldismeðal- talið (Mfm) er nær undan- tekningarlaust lægra en beina meðaltalið (BM) vegna þess að einstakar háar mælingamiðurstöð- ur, sem stundum eiga rót að rekja til óvandaðrar sýnatöku, hafa þar ekki full áhrif til hækkunar. I töflu 1 eru landsmeðaltölur á Norður- löndunum árið 1996. Rót vandans? Fyrir nokkmm ámm sat ég umræðufund á Selfossi, sem hald- inn var á vegum mjólkurbúsins þar. Fjallað var um fumutölu mjólkur og leiðir til að lækka hana, enda voru þá í nánd nýjar uppgjörsreglur; nú skyldi verð- fella innleggsmjólk með háa frumutölu. Til fundarins vom boðaðir einhverjir þeirra sem lík- legir þóttu til að geta lagt eitthvað til málanna, en í þeim hópi vom konur og karlar úr ýmsum starfs- greinum sem tengjast mjólkur- framleiðslu. Ekki man ég smá- atriðin frá þessum fundi, en eitt er mér minnisstætt. Ein kvennanna á fundinum lýsti rót fmmutölu- vandans fyrir sitt leyti eitthvað á þessa leið: „Fyrrum voru það konumar sem mjólkuðu kýrnar og önnuðust þœr að öðru leyti. Þá voru þessi mál í lagi. Kýrnar nutu umhyggju og skilnings, þeim leið vel og þœr voru almennt hraustar. Vandinn hófst þegar karlarnir ruddust inn í fjósin með tœki sín og tól“. Skrifað í júní 1997. Tölugögn úr ársskýrslu RM. Staðan í dag Þetta var fyrir áratugi, en síðan hefur mikið vatn til sjávar mnnið og frumutala mjólkur lækkað um- talsvert, eins og sjá má af súluriti 1 (frumutalan í þús/ml). Að jafn- aði hefur frumutalan á landsvísu lækkað um alls 222 þús/ml sl. áratug. Meðaltala ársins 1996 var sú lægsta hingað til, 377 þús/ml. Frumutalan er þó allmisjöfn eftir Tafla 1: Meðalfrumutala 1996 Beint Margfeldis meðaltal meðaltal ísland 377 331 Færeyjar , 222 Danmörk - ,'4 . 269 244 Noregur ' -4 Vr. 162 126 Svíþjóð 221 184 Finnland 170 131 Bdœrt var hlustað á forystumenn bænda varfiandi reglugerfiina Hertar reglur um frumutölu í mjólk Umhverfisráðu- neytinu barst í byijun júní erindi ffá yfirdýra- lækni þar sem óskað var eftir því að frumutala í mjólk yrði lækkuð á skemmri tíma en nefhd sem vann að endurskoðun mjólkur- reglugerðar lagði til. Mikill munur var þar á. Umhverfisráðuneytið óskaði svo efdr ákvörðun landbúnaðar- ráðuneytisins um það hvort fara ætti þessa leið sem yfirdýralæknir lagði til og var það gert. Yfir- dýralæknir taldi nauðsynlegt að farið yrði eftir ákvæðum Evrópu- sambandsins hvað varðar ffumu- tölu og lagði til að rúmfræðilegt meðaltal verði ffá 1. janúar 1998 minna eða jafnt og 400.000 ffumur/ml. Ekki hlustað á bændaforystuna Bændasamtökin og Lands- samband kúabænda fóru ein- dregið fram á það við landbúnað- arráðuneytið að það beitti sér fyrir frestun á setningu reglugerð- arinnar, þar til tími hefði unnist til frekara sam- ráðs um efni hennar, en því var synjað. Reglugerð um mjólk og mjólkurvör- ur tók svo gildi þann 1. júlí sl. í dag eru mörkin 600.000 frumur/ml, en nú er farið í einu stökki niður í 400.000 frumur/ml. og tekur sú viðmiðun gildi þann 1. janúar 1998. Upprunalegu tillögumar gerðu ráð fyrir að nálgast 400.000 frumna mörkin í þremur áföngum til ársins 2002 og er að- lögunartíminn því mjög stuttur. í ákvæðum til bráðabirgða í áðurnefndri reglugerð kemur fram að mjólkurstöð er heimilt að veita undanþágur frá sölu- bannsákvæðum vegna frumutölu, þegar hún er á bilinu frá 400.000 til og með 500.000 frumur/ml, með því að framleiðendur geri samkomulag við viðkomandi mjólkurbú og héraðsdýralækni um aðgerðir til að lækka frumutölu. Undanþágu er heimilt að veita til allt að eins árs í senn og eigi lengur en til 1. janúar árið 2002. Það er því ljóst að alvarlegast horfir hjá þeim bændum sem hafa verið yfir 500.000 Guðbjörn Arnason, framkvœmdastjóri Landssambands kúabœnda frumum/ml, en á þá verður sett mjólkursölubann frá og með næstu áramótum ef þeir eru yfir mörkunum í fjóra mánuði í röð. Nauð- synlegt er því að fá undanþágu fyrir þennan hóp fram- leiðenda í einhvem tíma, eða á meðan unnið er að því að komast niður í 500.000 frumur/ml. Forsenda hennar er að gera samkomulag við afurðastöð og héraðs- dýralækni um aðgerðir eins og fram kemur í reglugerðinni. Reikniaðferð breytist Útreikingur á meðaltali frumutölu breytist við þessa reglugerð úr einföldu meðaltali fjögurra mælinga sem nær yfir tvo mánuði í margfeldismeðaltal (geometrieskt) ljögurra mælinga í mánuði. Þannig má segja að frávik einstakra mælinga vegi minna en áður. Aftur á móti hefur þessi breyting lítil áhrif ef niðurstöður mælinga eru tiltölulega jafnar. Dæmi: a) venjulegt meðaltal, 4 mælingar: 300, 290, 310, 700 = meðaltal: 400 b) margfeldis- meðaltal, 4 mælingar: 300, 290, 310, 700 = meðaltal: 370. Séu allar fjórar mælingamar eins - t.d. 4x600 er margfeldis- meðaltal hið sama, þ.e. 600. Reikniað- ferðin breytir því litlu eða engu fyrir þá sem eru með við- varandi vandamál. Hvað eiga bændur að gera Mjög mikilvægt er að þeir bændur sem eiga við frumu- vandamál að stríða skilgreini vandamálið hjá sér. Hver bóndi fyrir sig þarf að fara vandlega yfir sín mál, því víða er mikið verk að vinna og gríðarlegur kostnaður samfara því að ná frumutalinu niður. En fyrst þarf að ráðast á þá þætti sem geta haft áhrif í baráttunni og eru ódýrastir í framkvæmd. Þar ber helst að nefna stjómunarþáttinn á búinu, samvinnu við ráðunauta, mjólk- ureftirlitsmenn og dýralækna. Nánari túlkun á reglugerðinni mun væntanlega birtast á síðum Bændablaðsins í næstu tölu- blöðum. / ■

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (15.07.1997)
https://timarit.is/issue/357419

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (15.07.1997)

Aðgerðir: