Bændablaðið - 15.07.1997, Síða 20

Bændablaðið - 15.07.1997, Síða 20
20 Bcendablaðið Þriðjudagur 15. júlí 1997 Þórarinn E. Sveinsson mjólkursamlagsstjóri KEA á Akureyri segir Norðlendinga eiga möguleika á sókn með sameiningu mjólkurvinnslunnar í fjórðungnum Verði ekkertgert oiooo stðrl tapast Þórarinn E. Sveinsson, mjólk- ursamlagsstjóri KEA á Akureyri, telur fulla ástæðu til að tekið verði alvarlega að innflutningur sækir inn á markaðinn á íslandi, þótt í litlum mæli sé enn sem komið er. Hann viðurkennir að uppstokkun mjólkurvinnslunnar kunni að fækka störfum en geti líka skilað störfum. "Við gætum verið að tapa störfum en við gætum líka verið að búa til ný störf. En hvað störfin varðar þá má slá föstu að ef við gerum ekki neitt þá munum við tapa störfum vegna innflutnings á mjólkurvörum. Bændur og iðnað- urinn þurfa líka að horfa meira til framtíðar en gert er í dag. Hér á Norðurlandi þurfum við að sjá meiri möguleika til að aiika við framleiðsluna og tryggja þannig bæði vinnsluna og framleiðendur í sessi." "Eigum að finna sérhæfða markaói erlendis" Útflutningur hefur verið víta- mínsprauta fyrir mörg iðnfyrirtæki á Islandi og ekki er óeðlilegt að mjólkuriðnaðurinn horfi í þá áttina. Þórarinn bendir á að Mjólk- ursamsalan hafi unnið markaði á Grænlandi fyrir framleiðslu sína og allt slíkt skipti höfuðmáli. „Við eigum auðvitað að hella okkur út í að skoða sérhæfða markaði. Nú er t.d. verðlag þannig í nágranna- löndum okkar að það er ekki óraunhæfur möguleiki að vinna sérhæfða markaði fyrir okkar vör- ur. En til þess að þetta verði hægt þurfum við að hafa úthald til að lifa súrt og sætt áður en öryggi er komið í útflutninginn. Við getum tekið sem dæmi að á sínum tíma hættum við að flytja út Óðalsost, aðallega vegna þess að gengið á dollamum féll. Á sama tíma ákváðu Norðmenn að halda áfram að byggja upp sinn markað og í dag hafa þeir merkjavöru inni á Bandaríkjamarkaði. Þetta er gott dæmi um að úthaldið þarf að vera til staðar en okkar möguleikar á nýjum mörkuðum liggja í gæðum og hreinleika. Það kostar peninga að segja frá því sem við getum gert en ef vel er staðið að útflutningn- um þá á að vera hægt að skapa iðnaðinum og bændum góðar tekj- ur. Ég tel að við þurfum líka að horfa þannig á að fullnægja heima- markaðnum vel en nýta okkur út- flutninginn sem jaðartekjur fyrir bændur vegna þess að kostnaður þeirra við t.d. 20% meiri fram- leiðslu er ekki svo mikill,“ segir Þórarinn og bætir því við að öll undirbúningsvinna verði að miðast við það að afurðastöðvarnar greiði bændum ekki minna en afurða- stöðvaverð. Hann telur engum vafa undir- opið að styrkur sameiginlegs sam- lags á Norðurlandi gagnvart út- flutningsmöguleikum yrði mikill en hann bendir einnig á að hægt sé að hugsa sér að Osta- og smjör- sölunni yrði sett það hlutverk að vinna í útflutningsmálunum enda hefur fyrirtækið í dag framseldan rétt samlaganna til útflutnings. Útsöluverð mjólkurvara góður mælikvarði Hagræðingarkrafa á mjólkur- iðnaðinn er oft til umræðu og segir Þórarinn að raunar sé búið að ná meiru en sett var í búvörusaminga á sínum tíma. „Mér finnst útsölu- verð mjólkurvara til neytenda besti mælikvarðinn og nú erum við búin að ná verðinu á svipað ról eða neð- ar en í helstu viðmiðunarlöndum. Meðal-íslendingur eyðir ekki nema tæplega 30.000 krónum á ári í kaup á mjólk og mjólkurvörum og hlutfallslega hefur hlutur mjólkurvara í heildarútgjöldum fjölskyldunnar minnkað. Mér finnst því mjög til umhugsunar hvort íslenskur mjólkuriðnaður getur nokkum tímann gengið lengra en í nágrannalöndunum. Það er dýrara að framleiða mjólk á íslandi en í nágrannalöndunum, þó ekki sé horft á annað atriði en það að kýr eru hér lengur inni á húsi. Mér finnst líka mjög óréttlátt í ljósi þess að hlutur mjólkur og mjólkurvara í heildarútgjöldum fjölskyldunnar er minnkandi að þá er stöðugt hamrað á verð- breytingum mjólkurvara og raunar landbúnaðarvara yfirleitt. Það er ekkert sagt þó einhver sam- keppnisdrykkur hækki í verði en allt ætlar um koll að keyra þegar minnst er á breytt verð á mjólkur- vörum. Skýring á þessu kann að vera óeðlilega mikil tenging við vísitölur sem aftur hafa áhrif á for- sendur kjarasamninga og það er örugglega hlutverk iðnaðarins og bænda að breyta þessu. En það er alltaf hægt að gera betur í rekstrinum í mjólkuriðnaði og þann dag sem menn byrja að tala um að meiri árangri sé ekki hægt að ná þá eiga menn að sitja heima. Samanburðurinn við nágranna- löndin segir okkur á hinn bóginn að hér er margt betur gert en lrka önnur atriði sem við getum bætt okkur. Við erum til að mynda öflug í vöruþróun og ótrúlegt hvað við höfum búið til breiða línu af góðum vörum með ekki meiri mannskap og búnað að baki okkur.“ Sátt þarf að ríkja um breytingar I kjölfar arðgreiðslna til mjólk- urframleiðenda á Suðurlandi og uppbótargreiðslna á mjólk, eins og greidd var framleiðendum á samlagssvæði Mjólkursamlags KEA hefur verið töluverð umræða um eignarhald samlaganna. Oddur Gunnarsson, bóndi á Dagverðar- eyri, benti á í viðtali við Bænda- blaðið nýverið að skoða þurfi til hlýtar hvort ekki sé rétt að aðskilja rekstur samlagsins og móðurfé- lagsins og hann velti einnig fyrir sér hvort ekki sé komið að sam- einingu kaupfélaga á Norðurlandi. Þórarinn E. Sveinsson segist sjá fyrir sér að í framtíðinni muni verslun og úrvinnsla afurða á Norðurlandi færast undir færri stjómir en nú er, jafnvel eina stjóm. „Kannski væri besta málið að byrja á sameiningu KEA og KÞ. Samgöngumar em allt aðrar en áður og margt sem hægt er að gera á hagkvæmari hátt. Gmnd- vallarmálið finnst mér vera að breytingar á eignarhaldi afurða- stöðva verða að gerast í sátt við umhverfið, sátt við bændur og mér finnst mjög slæmt ef samkomulag milli afurðastöðvanna og bænda hefur verið að versna. Hér á Eyjafjarðarsvæðinu bind ég miklar vonir við samstarfsnefnd Búnaðar- sambandsins og Kaupfélags Ey- firðinga og að mínu mati á slík nefnd alltaf að vera starfandi. Hún hefur mörg verkefni að vinna og ég sé t.d. alveg fyrir mér að í þessu starfi yrði horft á stefnumótun til framtíðar. Af hverju ekki að reyna að hanna fjós framtíðarinnar, meta hvemig hag- kvæmast verður byggð upp sú framleiðsla sem fyrirsjáanlegt er í dag að standist kröfur. Við eigum fyrirliggjandi úttekt á framleiðslu- aðstæðum í Eyjafirði og á henni og öðmm fmmgögnum er hægt að byggja stefnumótun um fram- leiðslu á Eyjafjarðarsvæðinu.“ Hagur bænda að hafa sterkar afurðastöðvar Að mati Þórarins taka bændur virkan þátt í umræðu um málefni afurðastöðvanna og hann segir það sýna að þeir hafi skilning á að sterkar afurðastöðvar styrkja þá sjálfa í sessi. „Mun fleiri bændur en hitt hafa fullan skilning á að þeirra hagur er ekki sá að afurðastöðvarnar séu veikar. Mér finnst það gilda bæði hér í samlaginu og á svæðinu að líkt og í Hálsaskógi þá eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir og þetta mætti kannski yfirfæra á mjólkur- framleiðsluna og vinnsluna á öllu Norðurlandi,“ segir Þórarinn E. Sveinsson að lokum. Til sölu nýupptekin Fella, 4ra arma. Uppl. ísíma 4781064. Mest selda dráttarvélin á Norðurlöndum Valmet 665-4 er einföld og vönduð dráttarvél sem er hönnuð fyrir norrænar aðstæður. Fjöldi íslenskra bænda hefur nú tekið þessa dráttarvél í þjónustu sína. Spurðu eigendur Valmet dráttarvéla um vélarnar. Reynslan er ólygnust. Nú fást Valmet dráttarvélarnar á enn betra verði en áður. Við eigum nýjar vélar af flestum stærðum og gerðum til afgreiðslu strax. Bl^JÖFUR Krókhálsi 10, sími 567 5200, fax 567 5218, fars. 854 1632 „ Ég er einn afþeim sem talað hafa lengi um að stokka þurfi upp í mjólkurvinnslunni og mérfinnst tímaglasið tæmast hraðar og hraðar hér á Norðurlandi. Auðvitað er ákvarðanataka um þetta í höndum heimamanna á hverjum stað en munurinn á umrœðunni nú ogfyrir nokkrum árum er sá að þá var framleiðslan sífellt minnkandi en nú er búið að ná tökum á henni, botninum náð og heldur að aukast við en hitt. Síðan eru þœr aðstœður breyttar að efvið ætlum hér hjá Mjólkursamlagi KEA að bœta við okkur t.d. íframleiðslu sérosta þá höfum við ekki húsnæði til staðar. Annar möguleiki er að með uppstokkun þá verði sérostaframleiðsla annars staðar en að við helgum okkur sérgrein samlagsins, þ.e. pökkun dagmjólkur og vinnslu í stærri blokkosta ásamt viðbitsframleiðslu," segir Þórarinn E. Sveinsson, mjólkursamlagsstjóri KEA. Nýlegur ársfundur samlagsins bar þess merki að mikill vilji er hjá stjórnendum fyrirtœkisins að ýta úr vör uppstokkun á mjólkurframleiðslu á Norðurlandi og sér í lagi vilja Eyfirðingar ná samvinnu við Þingeyinga í þessum efnum. Þórarinn segist hlynntur þeirri hugmynd að mjólkurvinnslan á Norðurlandi verði undir einu fyrirtœki enda verði styrkur þess fyrirtœkis og möguleikar til útflutnings og markaðssóknar allt aðrir en samlaganna íþeim einingum sem þau eru í dag.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.