Bændablaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 2
2 Bœndablaðið Þriðjudagur 17.febrúar 1998 Ábúðarmiklir fundargestir hlýða á Jyrirlestur. F.v. Brynjólfur Sœmundsson, ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Strandamanna, Erlendur Jóhannsson, starfsmaður Fóðurblöndunnar, Jón Snœbjörnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands. Ráðunautar þinga Árlegur Ráðunautafundur Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, Bændasamtaka íslands og Búvísindadeildar Bændaskólans á Hvanneyri var haldinn í síðustu viku. Flutt voru fjölmörg mál á fundinum og verða sum þeirra birt í Frey á næstu mánuðum enda eiga þau fullt erindi til bænda. Ráðstefnan stóð fram á föstudag og skiptist í hálfsdags fundi þar sem eitt málefni var til um- ræðu hverju sinni. „Fóðurfræði” og „búfjárrækt” fengu hvor sinn fundinn en sérstök áhersla er lögð á jarðrækt að þessu sinni og var fimmtudagurinn helgaður henni. Góð vinnubrögð voru ofarlega á baugi, því að fyrri hluta miðvikudags var málefnið „Markviss framsetning leiðbeininga” og ráðstefn- unni lauk með fundi um „Gæðastjómun í land- búnaði” en gæðastjómun er vaxandi áhersluatriði í landbúnaði eins og öðmm atvinnugreinum. Helgi Björn Ólafsson, starfsmaður Hag- þjónustu landbúnaðarins og Bœndaskólans á Hvanneyri lét sig ekki vanta á fundinn. Hlustað og lesið. T.v. Gre'tar Einarsson, deildarstjóri Bútœknideildar RALA á Hvanneyri og Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í Austur-Skaftafellssýslu. Námskeið á vegum Hólaskóla í mars Búbót 3,8 fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðin eru ætluð notendum bókhaldsforritsins Búbót 3,8 Gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti með og vinni við eigin tölvur þau verkefni sem fyrir verða lögð. Námskeiðin byggjast upp á verkefnavinnu og fyrirlestrum. Námskeiðið er 2 dagar, 18 kst. Leiðbeinendur: Þórarinn Sólmundarson Hólaskóla, Ketill A. Hannesson Bændasamtökum íslands Tími og staður: 3.-5.3. 5.-6.3. 18.-20.3. 23.-24.3. 25. -26.3. 26. -27.3. Þingeyjarsýslur Eyjafjörður Borgarfjörður Austurland Skagafjörður Húnavatnssýslur Skráning á skrifstofu viðkomandi búnaðarsambands. Tóvinna II (framhaldsnámskeið) Framhaldsnámskeið í tóvinnu. Fjallað um eiginleika og notkunar- möguleika ullarinnar m.t.t heimilisiðnaðar og smáiðnaðar. Einnig er fjallað um áhrif húsvistar á ullina sem hráefni. Kennslan er að mestu verkleg en auk þess verða skoðuð myndbönd um ullar- vinnslu. Þátttakendur eru hvattir til að koma með eigin áhöld s.s. snældur og rokka. Leiðbeinandi mun yfirfara verkfærin og leið- beina um hirðu þeirra. Tveir dagar, 20 kst. Leiðbeinandi: Jóhanna Pálmadóttir Tími og staður: 3.-4.3. Hólar Hjaltadal Skráning á skrifstofu Hólaskóla s: 453 6300, fax: 453 6301 3DX. Ráðunautaþjónusta í Þingeyjarsýslum tekur breytingum RáðunautaHónustan til Húsavíkur Um miðjan mánuðinn opna búnaðarsamböndin í Þingeyjar- sýslum skrifstofu á Húsavík en þau hafa fram til þessa verið með þrjár skrifstofur í sýslunni. Upphaf þessa máls má rekja til þess að á aðalfundi BSSÞ á síðasta ári kom fram tillaga um sameiningu búnaðarsamband- anna í Þingeyjarsýslum. Norð- ur-Þingeyingar voru ekki reiðu- búnir til að sameina sam- böndin, en lýstu áhuga á sam- starfi á sviði leiðbeininga- þjónustu sem aftur leiddi til þess að gerður var samstarfs- samningur sambandanna um rekstur leiðbeiningamiðstöðvar og hefur sú starfsemi hlotið nafnið Ráðunautaþjónusta Þingeyinga. Breytingamar eru í því fólgnar að störf ráðunautanna hafa verið skyrt afmörkuð svo og þau svið leiðbeiningaþjónustu sem helst skal leggja áherslu á. Fram til þessa hefur ráðunautaþjónustan verið rek- in frá þrern skrifstofum en samning- urinn gerir ráð fyrir að komið verði á fót einni sameiginlegri skrifstofu fyrir reksturinn. Húsnæði fyrir starfsemina hefur verið fengið að Garðarsbraut 5 á Húsavík og flytur fyrsti ráðunaut- urinn þangað áður en langt um líður. Gert er ráð fyrir að öll starf- semin verði komin til Húsavíkur á þessu ári. Eplaedik og heilbrigði kúa __ Húnvetningar nota eplaedik í baráltunni við júgurbólguna í bókunum „Læknisdómar al- þýðunnar" og „Gigtarsjúk- dómar og heilsufræði alþýð- unnar" eftir D.C. Jarvis, kemur fram að með því að gefa kúm eplaedik sé unnt að hjálpa þeim að halda réttu sýrustigi í vömbinni. Þá eiga þær auð- veldara með að ráða niður- lögum baktería sem ráðast á líkamann, t.d. júgurbólgu- baktería. Þegar kúm er gefið mikið kjarnfóður (mikið prótein) verður hlutfall ediksýru og propíonsýru í vömbinni óhag- stætt og blóðið full lútkennt (of hátt sýrustig) og kýr í hárri nyt verða viðkvæmar gegn sjúk- dómum. D.C. Jarvis segist hafa reynt önnur efni, edik og sýrur en þau hafi ekki reynst eins af- gerandi vel. Á Syðsta-Ósi í Vestur-Húna- vatnssýslu búa félagsbúi bræðumir Friðrik og Jón Böðvarssynir með tjölskyldum sínum. Fyrir ári hófu þeir að gefa júgurbólgukúm 60 ml af eplaediki blandað í vatn í hvert mál uns þær höfðu náð sér af júgur- bólgunni. Kúramir em mislangir en taka oftast svipaðan tíma og penisil- línkúrar en penisillin hefur ekki verið notað síðasta árið. Friðrik segist nota skálaprófið mikið og ef mjólkin breytist eitthvað í því þá gefur hann kúnum inn edik. Edikið hefur þann kost umfram fúkkalyf að hægt er að hirða mjólk úr ósýktum júgurhlutum. Hann segir kýmar venjast edikinu vel en því er hellt í þær í mjaltabásnum. Eftir nokkra daga fara þær að opna munninn þegar komið er með flöskuna. Leitað var álits Egils Gunn- laugssonar, dýralæknis, sem sagði júgurheilbrigði í íjósinu á Syðsta- Ósi hafa tekið stakkaskiptum. Fmmutala hefði lækkað en fleira kæmi til en edikið. Þau mjólka nyt- hæstu kýmar þrisvar á dag. Með því vinnst að júgrin em tæmd oftar og júgurbólgugerlar hafa minni frið og einnig er fylgst betur með kúnum. „Tilfelli sem greind em á byrjunar- stigi má oft lækna án lyfja, m.a. með hitaáburði og að tæma júgrin oft en ekkert mælir á móti því að reyna eplaedik,” sagði Egill, dýra- læknir. Guðný Helga Bjömsdóttir, ráðunautur í nautgriparækt í Vestur- Húnavatnssýslu, segist hafa glugg- að í bækumar eftir D.C. Jarvis og telur að þetta sé þess virði að gefa því gaum. „Edikmeðferð er ágæt gegn vægri júgurbólgu en langa meðhöndlun þarf gegn mikilli júgurbólgu og rétt lyijameðferð er líklega betii. Væga júgurbólgu geta kýr yfirleitt unnið á sjálfar, en ef þær fá mikið kjamfóður em þær líkamlega ver undir það búnar að berjast við vágestinn og þá hjálpar edikið. Mín reynsla er að til þess að ná árangri þurfi að gefa kúnum eplaedik nokkuð lengi. Edik dregur úr hættu á að nýbæmr fái súrdoða. Ég hef reynt það sjálf að ef slöppum kúm er gefið edik má ekki sleppa úr neinu máli, þá em þær dottnar í súrdoða. Þess vegna getur verið var- hugavert að gefa slíkum gripum eplaedik. Mun betra væri að hjálpa þeim strax með einhveiju bætiefni. Með því að fylgjast með úrefninu í tankmjólkinni geta bændur séð hvort kúahjörðin sé að berjast við of mikið prótein í fóðrinu og breytt fóðmninni í samræmi við það“, sagði Guðný Helga Bjömsdóttir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.