Bændablaðið - 17.02.1998, Page 24

Bændablaðið - 17.02.1998, Page 24
BændaMaðið Bœndablaðsmynd: Kristján Pétur. Litið á mjólkurduftið Hér má sjá Einar Hansson, mjólkurfrœðing hjá Mjólkurbúi Flóamanna, að líta inn í „eftirþurrkarann“. í lionum er mjólkurduft sem er að þorna áður en því er blásið út í tank. Mjólkurduftið staldrar stutt við í þurrkaranum svo það skiptir miklu aðfylgjast vel meðþróun mála. Unnið við gerð Íslands-Fengs StyM i inarg- miAlunarútgáfu Forritun er nú í fullum gangi til að gagnavörslukerfi Bænda- samtaka íslands í hrossarækt ráði við að halda utan um gæðaskýrsluhaldið sem verið er að taka upp í greininni. Jafnframt verður allt vinnslu- umhverfið þegar verið er að vinna með Feng þjálla bæði í Bændahöllinni, hjá búnaðar- samböndunum út um land og hjá hinum fjölmörgu eig- endum Einka-Fengs bæði hér heima og erlendis. Nýja gagnavörslukerfið sem heita mun Islands-Fengur er unnið í Windows umhverfi. Við tilkomu þessa nýja tölvukerfis styttist mjög í að draumurinn um marg- miðlunarútgáfu Fengs verði að veruleika. I Islands-Feng verður allt myndasafn BÍ um hrossarækt aðgengilegt, telur það rúmlega 3000 myndir auk þess sem fleiri myndir verða fengnar til að full- komna safnið sem best. Þá vantar aðeins skrefið yfir í hljóðsetningu svo margmiðlun á hrossaræktar- gögnum verði að staðreynd! AlnoMr afrétta breytist ekki við sameiningu sveitarfélaga Vegna umræðna sem hafa orðið nýlega um stöðu afréttar- mála eftir sameiningu sveitarfé- laga telur blaðið ástæðu til að vekja athygli á eftirfarandi breyt- ingu á afréttarlögum nr. 25 frá 29. mars 1994: „Við 1. gr, laganna bætist ný málsgrein er verður 3 mgr., svohljóðandi: Nú eru sveit- arfélög sameinuð og skulu þá um- dæmi fjallskiladeilda haldast óbreytt frá því sem áður gilti og upprekstrarréttur standa óbreyttur miðað við eldri skipan nema um annað sé samið.“ grunngreinar landbúnaðarins heldur en handverk þó að óumdeilt sé að mörg sveitaheimili hafa umtalsverð- ar tekjur af handverki auk þess sem búnaðarskólamir hafa fullan skilning á hinu sögulega og menningarlega hlutverki sem handverkið gegnir. Skólamir hafa því mótað sameiginlega stefnu í þróun handverksnámskeiða. í fram- tíðinni verður reynt að bjóða upp á fáein slík námskeið á hverri önn en við skipulagningu þeirra verður lögð áhersla á að handverkið byggi á íslenskum hefðum og að unnið sé úr íslensku hráefni. Ennfremur að námskeiðin þjóni einkum þörfúm þeirra sem hyggjast hafa atvinnu af handverki. Námskeið sem fyrst og fremst em tómstundanámskeið em betur komin í höndum annarra aðila enda em þau tæpast í samræmi við markmið Framleiðnisjóðs þó þau séu allra góðra gjalda verð. Er það von okkar að gott samstarf og sátt haldist við handverksfélög og hópa víða um land. Að lokum skal það áréttað að sá sem þessar h'nur ritar þiggur allar ábendingar um námskeið með þökkum og er öllum áhugasömum bent á að hringja eða skrifa til endurmenntunardeildar Bænda- skólans á Hvanneyri. Verð á minka- skinnum féll á upp- boði I Danmörku Vonir standa til að verðið hækki í vor Snorri Sigurðsson, Danmörku. Verð á skinnum féll lítið eitt á febrúaruppboði uppboðs- markaðarins í Glostrup, en eins og áður hefur komið fram er Danske Pels Auktioner i Glostrup stærsta uppboðs- fyrirtæki á sínu sviði með árlega veltu í kringum 30 milljarða ísl. króna. Beðið hafði verið með nokkurri eftirvæntingu eftir þessu uppboði, vegna ástandsins í Asíu, en kaupahéðnar þaðan hafa á undanfömum árum keypt gífurlegt magn skinna hjá danska uppboðs- fyrirtækinu. A desemberuppboð- inu kom berlega í ljós alvarlegt gengisástand í Asíu, þegar stór- kaupmenn, eins og t.d. frá Suður- Kóreu, komu hreinlega ekki. Það hafði það í för með sér að verðið féll, en af mikilli skynsemi valdi þá Félag loðdýraræktenda í Dan- mörku að draga þegar úr framboði skinna og þannig gátu þeir haft áhrif á verðþróunina og forðuðust því mikið og alvarlegt verðfall á skinnum. Febrúaruppboðið sýndi svo ekki varð um villst, að eftirspurnin er nú aftur að aukast, þrátt fyrir að verðfallið hafi verið um 11 - 12% á minkaskinnum miðað við verðið í desember. Blárefaskinn stóðu í stað og önnur litaafbrigði hækk- uðu lítillega. Nánar tiltekið fengust að meðaltali 339 Dkr fyrir bláref en 687 fyrir silfurref. Fyrir minkaskinn á uppboðinu fengust að meðaltali; 265 Dkr fyrir högnaskinn og 144 Dkr fyrir Iæðuskinn. Erik Ugilt Hansen, formaður Félags loðdýraræktenda, telur að með þessu uppboði hafi kaupa- héðnar sýnt í verki að þeir hafi trú á markaðinum fyrir skinn: „Það var mjög ánægjulegt að við gátum selt allt sem var í boði að þessu sinni. Það gefur ákveðna von um að skinnaverðin hækki aftur á stóm uppboðunum sem verða í vor“. „Verðið var líklega það hæsta sem við gátum fengið eins og staðan er í dag. Loðdýrabændur hafði auðvitað dreymt um aðeins hærra verð, en það var ekki mögulegt. Fjárhagsleg vandamál í Suður-Kóreu, sem áður fyrr keypti 4-5 milljón skinn á heimsmarkað- inum, hafa valdið mikilli óvissu á síðustu mánuðum en salan núna sýnir að markaðurinn er að ná sér aftur“. Endurmenntunardeild Bændaskólans á Hvanneyri ÁHERSLA VERÐUR LðGfl Á GRUMIUGREIIUAR r Li Eins og flestum er kunnugt hefur endurmenntunarstarf búnaðar- skólanna byggst upp fyrir tilstuðlan Framleiðnisjóðs landbúnað- arins sem hefur styrkt námskeið fyrir bændur og ráðunauta með myndarlegum hætti. í haust sem leið varaði stjórn Framleiðni- sjóðs búnaðarskólana við því að sjóðurinn fengi mun minna fjár- magn til ráðstöfunar á næsta ári. Væri því sýnt að skera þyrfti niður fé til þessa verkefnis. Sjóðurinn undirstrikaði þó, að áfram yrði endurmenntun ofarlega á blaði við röðun verkefna í for- gangsröð. leiðnisjóðs við námskeið á vegum búnaðarskólanna þriggja, Garð- yrkjuskóla ríkisins að Reykjum, Bændaskólans á Hólum og Bænda- skólans á Hvanneyri. í stuttu máh Haukur Gunnarsson, endur- menntunarstjóri á Hvanneyrl. Nú um áramótin tóku svo gildi nýjar reglur um stuðning Fram- má segja að beinn styrkur til kennslu á námskeiðum lækki tals- vert en á móti kemur að nú geta skólamir sótt sérstaklega um styrki til að þróa ný námskeið og nýtt námsefhi. Einnig til að standa að endursamningu eldra efnis sem þarfnast kostnaðarsamra endurbóta. Þessi lækkun á beinu framlagi til kennslu á námskeiðum mun vitaskuld valda því að bændur verða að greiða nokkuð hærri þátttöku- gjöld en áður en samt munu þeir áfram eiga kost á íjölbreyttu framboði af góðri endurmenntun á viðráðanlegu verði. Bændaskólinn á Hvanneyri hefur nýlega sent út bækling með upplýsingum um námskeið sem verða í boði á vorönn. Námskeiðin spanna vítt svið innan landbúnaðar- ins og er það von okkar sem að námskeiðunum stöndum, að flestir muni finna eitthvað við sitt hæfi. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á námskeiðum á bútækni- sviði en þau eru fleiri en undanfarið og eru ávöxtur af góðu samstarfi við Bútæknideild RALA á Hvanneyri. Handverk hefur undanfarin ár skipað veglegan sess í námskeiða- haldi búnaðarskólanna. Þegar kreppir að með fé er óhjákvæmilegt að áhersla verður ffekar lögð á 3ændablaðfð Bændablaðið kemur næst út 3. mars. Auglýsendur eru vinsamlega beðnir um að koma tímanlega með auglýsingar. Stærri auglýsingar þurfa að hafa borist eigi síðar en kl. 17 miðvikudaginn 25. febrúar en tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 12 á hádegi 27. febrúar.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.