Bændablaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið Þriðjudagur 17. febrúar 1998 Ketill A. Hannesson Skattfram- talið í ár i'A.’í uv-’A .!! r Bashdur eiga að geta gert framtö sín sjálfif að mestu eða öllu leýti Þessar leiðbeiningar eru engar veginn tæmandi, en ég vona að þær komi að gagni. Lestu aðeins þær leiðbeiningar; sem fjalla um þánn þátt sem verið er að vinna í í hvert sinn, en ekki að lesa allar leiðbeiningarnar í einu. Heimildir og gögn til frekari lesturs: 1. Leiðbeiningar ríkisskattstjóra, sem fylgja framtalseyðu- blöðunum. (RSK). 2. Leiðbeiningar um útfyllingu landbúnaðarskýrslu 1997. (RSK). 3. Leiðbeiningar um fyrningarskýrslu 1997á bakhlið hennar. (RSK). 4. Leiðbeiningar um útfyllingu launamiða og launaframtals 1997. (RSK). 5. Virðisaukaskattur. Leiðbeiningar 1995 (RSK 11.19). 6. (Leiðbeiningar um meðferð virðisaukaskatts af bifreiðum RSK). 7. (Tekjuskattur og eignaskattur, Apríl 1997 RSK söluverð 1.745 kr.). 8. (Virðisaukaskattur og fleiri óbeinir skattar. September 1997. RSK. Söluverð 1500 kr.) Þá er komið að því enn á ný að fylla út landbúnaðarframtalið í því formi sem það er nú. Landbúnaðarframtal er lítið breytt frá fyrra ári en skattframtal er nokkuð breytt vegna fjármagnstekjuskattsins. Margir bjuggust við að nú kæmi nýtt framtal fyrir bændur en svo er ekki. Bændur geta ekki notað nýja rekstrarframtalið. Hvenær það verður er ekki ljóst. Aðeins lögaðilar eru skyldugir til þess að nota nýja formið. Aðrir hafa val. Um aldamót má reikna með að flestir verði komnir í nýja fyrirkomulagið. Breytingar vegna ársins 1997 Landbúnaðarframtal 1. Nýtanlegt tap frá fyrri árum nær nú yfir 8 ár. Tap getur þannig nýst í 8 ár á móti hagnaði. Rétt er að geta þess að þau töp sem mynduðust árin 1988 og síðar og yfir- færanleg eru samkvæmt lögum frá skatt- skyldum tekjum má draga frá tekjum vegna rekstraráranna 1997-2000. Þetta skil ég á þann veg að þessi töp megi nota allt til ársins 2000. Þannig féllu nú niður töp ársins 1987 og fyrr um síðustu áramót. 2. Fjármagnstekjuskattur. Þessi skattur er einungis á einstaklinga en ekki rekstur. Nú er það svo að rekstrarfjármagn í búrekstri ber vexti og þá er reiknaður skattur á þessa vexti. Þennan skatt eiga bændur að fá endurgreiddan og á fjórðu síðu landbúnaðar- framtals eru reitir fyrir þennan lið. Sama upphæð færist einnig á skattframtal. Vaxta- tekjur vegna búrekstrar færast síðan sem tekjur á landbúnaðarframtalið. 3. Lögaðilar (hlutafélög, einkahlutafé- lög, sameignarfélög o.s.frv.) fá nú nýtt eyðu- blað (fjórblöðungur) og þar eru allar upp- lýsingar sem skilað er til skattstofunnar. Skila má fyrirtækjauppgjöri á stöðluðu tölvutæku formi. Þetta tölvutæka form er til dreifingar á skattstofunum. í stað þess að sækja eyðublöð fá framteljendur disklinga. Bændur eru ekki með í þessu kerfi nú. Bú, sem rekin eru sem "Einkahlutafélag ehf, eða hf„ koma væntanlega til með að skila á þessu formi. Árið 1997 hafa aðrir en lögaðilar val um hvort þeir nota nýja eða gamla kerfið, en ekki lengur. 4. Verðbreytingarstuðlar voru tveir í fyrra og bændur gátu valið um hvom þeir notuðu. Nú er aðeins einn verðbreytingar- stuðull 1,0202. Skattframtal 1. Fjármagnstekjuskattur frá l.jan 1997. Skatturinn er lagður á fjármagnstekjur einstaklinga. Fjármagnstekjur em vaxta- tekjur, arður, leigutekjur og einnig sölu- hagnaður en fyrst og fremst af sölu hluta- bréfa. Ekki má rugla þessu saman við sölu- hagnað af búvélasölu eða annarri sölu frá búrekstri. Það kemur þessu ekkert við. Fjár- magnstekjuskatturinn kemur ekld á tekjur sem em á landbúnaðarframtali, í reynd er það þannig að skatturinn er reiknaður og viðkomandi banki innheimtir hann, en bónd- inn fær hann síðan endurgreiddan, ef hann fyllir út viðkomandi reit á landbúnaðarfram- tali og skattframtali. Þetta er fyrst og fremst skattur á einstaklinga og aðra (sjóði og sam- tök) sem em undanþegnir almennri skatt- lagningu. Hann er 10%. Á skattframtali er sérstakur reitur fyrir staðgreiðslu af vaxta- tekjum og annar reitur er fyrir staðgreiðslu af arði. 1 reit 309 skal færa staðgreiðslu af arði og vöxtum í landbúnaði til þess að fá hann endurgreiddan eða lækkun á öðmm sköttum. Staðgreiðsla 1998. Bankar, sparisjóðir og aðrir umsýslumenn fjármuna leggja skatt- inn inn á sérstakan reikning um leið og vaxtatekjur eru reiknaðar og greiddar. Þeir skila síðan skattinum til ríkissjóðs fyrir 15. janúar 1999. Hlutafélög draga staðgreið- sluna frá þegar arður er greiddur. Álagning verður samkvæmt skatt- framtali fyrir árið 1998. Staðgreiðslan er bráðabirgðagreiðsla, en endanleg álagning fer síðan fram með annarri álagningu. I fyrsta skipti sumarið 1998. 2. Frádráttarbær iðgjöld í lífeyrissjóð em 4% af reiknuðum launum. Bóndi sem reiknar sér laun 700.000 kr. færir á skatt- framtal 4 % af því eða 28.000 kr. Hann þarf að sjálfsögðu að hafa greitt þessa upphæð í Lífeyrissjóð bænda. Flestir greiða mun meira en það. Munið eftir að færa greiðslu í lífeyrissjóð af launatekjum ef um þær er að ræða í reit 162. 3. Umsókn um lækkun vegna náms- kostnaðar bama 16 ára og eldri. Hámarks- lækkun er 148.333 kr. miðað við að náms- maður sé tekjulaus. Þessi fjárhæð dregst saman um 1/3 af tekjum námsmanns og fellur alveg niður þegar tekjur hans em omar 445.000 kr. Sjá leiðbeiningar RSK bls. 6 og 7. Nú þarf ekki að fylla út sérstakt eyðublað í stað þess er fylltur út liður 1.1 á forsíðu skattframtals. Breytingar vegna áranna 1997 og 1998 Tekjuskattur einstaklinga Einstaklingar geta keypt hlutabréf á árinu 1998 og 40% af kaupunum má færa til frádráttar tekjum á skattframtali, þó að há- marki 53.299 kr. Fyrir hjón er þessi upphæð helmingi hærri. Til þess að fá hámarksupp- hæð þarf aða kaupa fyrir tæp 133.248 kr. ef um einstakling er að ræða en tæp 266.496 kr. fyrir hjón (tvöfalt). Þannig eru 40% af 133.248 kr. = 53.299 kr. 1. Kaup á hlutabréfum veita frádrátt, sem fer minnkandi næstu ár. Frádráttur vegna hlutabréfakaupa Frádráttur af kaupum Að hámarki á mann (hjón fá tvöfalt). Árið 1998 40 % 53.299 Árið 1999 20 % 27.316 Nokkuð hefur verið um það að afurða- stöðvar hafi náð inn hlutabréfakaupum hjá bændum t.d. SS, Afurðastöðin í Borgamesi o.fl. Einstaklingur, sem kaupir hlutabréf á þessu ári fyrir meira en 133.248 kr„ getur notað það sem umfram er 133.248 kr. á næsta ári. Ónýttur frádráttur tekur verð- breytingum samkvæmt verðbreytingarstuðli. Frádráttur vegna kaupa á hlutabréfum er háður því að viðkomandi hlutafélag hafi fengið viðurkenningu RSK og ekki má selja hlutabréfin í þijú ár. Ef bréfin eru seld og önnur eru ekki keypt í staðinn færist nýttur frádráttur til tekna. Þessar reglur gilda einnig um samvinnuhlutabréf og stofnfjárreikninga í sparisjóðum. Frádráttur vegna hlutabréfakaupa er ein- göngu vegna tekjuskatts en ekki útsvars og ekki heldur eignatekjur. 2. Hátekjuskattur er framlengdur um ár og er 7% af tekjum umfram 6,2 milljónir hjá hjónum. 3. Tekjuskattur verður 27,41% 1998, var 29,31% 1997. 4. Útsvar er að lágmarki 11,19% en að hámarki 11,99 %.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.