Bændablaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 5
Þríðjudagur 17. febrúar 1998
Bœndablaðið
5
Greinargerð þessi var unnin í janúar 1998, eftir viðtöl við nokkra sláturleyfishafa og smá-
sala á markaðinum. Helstu orsakir samdráttarins eru þær að lítið var um tilboð á kindakjöti
haustið 1997 og verð hækkaði á þessum tíma. Framleiðsla á svína- og alifuglakjöti jókst
mjög mikið á liðnu ári og í fyrrasumar skorti suma sláturleyfishafa dilkakjöt. Þá voru engar
samræmdar niðurgreiðslur árið 1997 og vörusamsetning í kindakjötssölu er að breytast.
Sölusamdráttur kindakjöts seinnihluta árs 1997
Kristín Kalmansdóttir, starfsmaður
Markaðsráðs kindakjöts.
Lítil sem engin tilboð voru á
gömlu kindakjöti haustið 1997.
Jafnvel þó að ekki hafi verið um
neinar niðurgreiðslur að ræða
haustið 1996, var engu að síður
töluvert um að sláturleyfishafar
og/eða verslanir væru með tilboð á
eldra kindakjöti, t.d. lærum. Sl.
haust var hins vegar lítið til af
gömlu dilkakjöti og því engin
birgðapressa á söluaðilum. Ljóst
má vera að tilboðin 1996 skiluðu
þó nokkurri magnsölu.
Verðhækkanir á dilkakjöti í
byrjun september, sem fóru fyrst
að hafa veruleg áhrif seinnipartinn
í október og í nóvember, höfðu sitt
að segja. Þá hafa afslættir haldið
áfram að dragast saman á árinu og
eru nú oft á bilinu 3-6%. Kjöt-
vinnslur, sem hafa notað dilka-
framparta í sína framleiðslu, kvarta
yfir hækkuðu verði, einnig
verslanir. Verðhækkun á vörum er
augljóslega ekki til þess fallin að
hamla gegn sölusamdrætti þeirra.
Þó það sé umdeild skoðun þá
má engu að síður telja líklegt að sá
skortur sem var hjá sumum slátur-
leyfishöfum á dilkakjöti sl. sumar
hafi orsakað varanlegan sölusam-
drátt. Skortur þessara aðila á dilka-
kjöti varð til þess að þeir lögðu
aukna áherslu á sölu á öðrum kjöt-
tegundum yfir sumarmánuðina, og
gera jafnvel enn. Þannig var sér-
staklega ýtt undir sölu á svínakjöti.
Þama hefur tapast markaður sem
ekki er sjálfgefið að vinnist aftur.
Annars vegar hefur fólk í auknum
mæli lært að matreiða og borða
svínakjöt og kjúklinga. Hins vegar
eru það kjötvinnslumar sem nú
hafa aukið og stöðugt framboð af
svínakjöti, auk þess sem það er
mun ódýrara hráefni en kinda-
kjötið og nýtist einnig betur. í
framhaldi af þessu breyta kjöt-
vinnslumar uppskriftum sínum og
eftir það er erfitt fyrir kindakjötið
að vinna þennan markað aftur.
Stóraukin framleiðsla á svína-
kjöti og alifuglakjöti fer ekki hvað
síst í beina samkeppni við kinda-
kjötið. Að hluta til er hér um eðli-
lega þróun að ræða þar sem ljóst
má vera að fólk sem borðar t.d.
svínakjöt, borðar ekki dilkakjöt á
meðan. Með síauknu úrvali mat-
væla hlýtur neyslan að dreifast á
fleiri vömr.
Engar samræmdar verð-
lækkanir vom á kindakjöti á árinu
1997 á móti tveimur slíkum her-
ferðum árið á undan. Þær herferðir
skiluðu án efa aukinni magnsölu
árið 1996. Á árinu 1997 voru hins
vegar þó nokkrar umfangsmiklar
verðlækkanir á öðrum kjöttegund-
um, einkum svínakjöti.
Töluvert er um að vömr úr
lambakjöti fáist ekki í verslunum.
Þar má m.a. nefna lambainnanlæri
og lambagúllas. Þessar vörur sjást
alltof sjaldan í kjötborðum
verslana. Engu að síður eru þetta
vömr sem þó nokkur eftirspum er
eftir og margir em fúsir til að
greiða hærra verð fyrir vömr eins
og lambainnanlæri. Það er ákaf-
lega bagalegt að verslanir skuh
ekki geta haft vörur sem þessar á
boðstólum, þegar eftirspum eftir
þeim er fyrir hendi, og sú stað-
reynd dregur augljóslega úr sölu-
möguleikum kindakjötsins. Þegar
fólk fær ekki þessar vömr úr
lambakjöti þá er það líklegra til að
kaupa sambærilegar vömr úr
öðrum kjöttegundum heldur en
aðrar vörur úr lambakjöti.
Minni heimtaka árið 1997 m.v.
árið 1996, vegna breyttra reglna,
útskýrir sölusamdrátt upp á nokkra
tugi tonna.
Vörusamsetning í kindakjöts-
sölunni er mjög að breytast.
Þannig er salan sífellt að færast
meira úr magneiningum yfir í
meira unnið, og þ.a.l. dýrara kjöt.
Að sama skapi verður magnið
minna. Þetta verður að teljast eðli-
leg og þrátt fyrir allt vænleg þróun.
Vömþróun hlýtur að vera forsenda
þess að kindakjötið eigi einhveija
raunhæfa möguleika í sam-
keppninni við aðrar kjöttegundir í
framtíðinni. Þá er salan sífellt að
færast meira úr frosnu kjöti, yfir í
ferskt og uppþítt. Nokkrir sölu-
aðilar hafa talað um mikinn
samdrátt í sölu á frosnu kjöti en að
sá samdráttur hafi að mestu leyti
náð sér upp með aukningu í sölu á
fersku og uppþíddu kjöti.
Það er athyglisvert að hvort
sem talað er við sláturleyfishafa
eða smásala, þá virðast flestir af
þessum aðilum ekki hafa tekið
eftir þeim sölusamdrætti á kinda-
kjöti sem tölur Framleiðsluráðs
landbúnaðarins segja til um og
margir hverjir nema síður sé.
Sumir tala meira að segja um tölu-
verða söluaukningu hjá sér á
kindakjöti haustið 1997 m.v.
haustið 1996.
Hafa ber í huga að ekki eru til
mjög miklar birgðir af dilkakjöti
(4.744 tonn í lok desember 1997 á
móti 4.794 tonnum í lok desember
1996) og trúlega má gera ráð fyrir
skorti hjá einhverjum sláturleyfis-
höfum á komandi sumri aftur.
Sérstaklega á það við ef að sumar-
slátrun bregst næsta sumar eins og
sl. sumar. Hins vegar er út-
flutningshlutfall dilkakjöts lægra
nú en í fyrra (13% á móti 19%) og
þ.a.l. er meira magn til skiptanna á
innanlandsmarkaði.
Hvað er til ráða?
Það virðist vera nokkuð al-
menn skoðun þeirra sem koma að
þessum markaði að ekki væri
skynsamlegt að bregðast of harka-
lega við ástandinu að svo stöddu.
Menn tala um að kindakjötssalan
sé enn að leita jafnvægis. Eftir
margra ára umframbirgðir hafi
sveiflan farið aðeins í hina áttina
en muni væntanlega enda í nokkru
jafnvægi. Alls ekki sé skynsam-
legt, a.m.k. ekki að svo stöddu, að
fara aftur út í niðurgreiðslur eins
Framhald á bls. 14
Úr umræðum stjórnar BÍ um frumvarp til laga
um Landbúnaðarháskóla íslands
Leleiningapusfii verði áiram
á ábyrgð Bændasamtaka Islands
Drög að frumvarpi til laga um
Landbúnaðarháskóla fslands voru lögð
fram á síðasta stjórnarfundi BÍ. Hörður
Harðarson sagði lagadrögin gera ráð fyrir
því að Hagþjónusta landbúnaðarins falli
undir hina nýju stofnun. Á komandi árum
þurfi að sinna af auknum krafti söfnun
markaðsupplýsinga, markaðsrannsóknum
og hvers konar úrvinnslu hagfræði-
upplýsinga. Hluti af þeim verkefnum sem
Hagþjónustan hefur verið að sýsla með og
hluti af þeim verkefnum sem Framleiðslu-
ráð hefur haft með höndum á undanfömum
árum eigi heima á einum og sama staðnum.
Bændasamtökin þurfi að hafa fomstu í
stefnumótun hvað þetta varðar. Hlutverk
Framleiðsluráðs sé fyrst og fremst að vera
samstarfsvettvangur búgreinanna og ætti
því vel að geta rúmast innan
B ændasamtakanna.
Örn Bergsson sagði stjóm
Bændasamtakanna verða að senda
nefndinni skýr skilaboð þess efnis að ekki
komi annað til greina en að
leiðbeiningaþjónustan verði alfarið undir
stjóm samtakanna.
Þórólfur Sveinsson taldi að ekki væri
ljóst í lagadrögunum hvert væri valdsvið
stjómar væntanlegs Landbúnaðarháskóla. I
drögunum er ekki fjallað um fagráðin í
þeirri merkingu sem samþykktir
Bændasamtakanna gera ráð fyrir, heldur
virðist gert ráð fyrir þeim sem einhvers
konar akademískum fagráðum. Frá
sjónarhóli Bændasamtakanna verður að
tryggja að væntanleg stofnun verði
þróunarstofnun sem leggi höfuðáherslu á
að þjóna atvinnuveginum. Ef ekki er tryggt
í lögunum að stofnunin hafi skýrt hlutverk í
leiðbeiningum vex hættan á því að hún
íjarlægist atvinnuveginn. Hugmyndir um
væntanlega stofnun í dag em hins vegar
það óljósar að vafasamt er að ætla henni að
taka alfarið yfir stjóm
leiðbeiningaþjónustunnar.
Guðbjartur Gunnarsson taldi að
hnykkja þurfi betur á því að
leiðbeiningaþjónustan verði áfram alfarið
undir stjóm Bændasamtakanna. Hún þarf
að vera sem næst greininni sjálfri og því er
henni best fyrir komið í höndum bænda.
Jafnframt verður að tryggja áhrif bænda á
val rannsóknarverkefna.
Hrafnkell Karlsson kvaðst ekki velkjast í
vafa um nauðsyn fyrirhugaðrar samþættingar,
en óttaðist að þau atriði sem skiptu bændur
mestu, þ.e. rannsóknir og leiðbeiningar, gætu
orðið útundan innan væntanlegrar
háskólastofnunar. Of mikla áherslu virðist
eiga að leggja á stofnunina sem akademíska
háskólastofnun frekai' en þjónustustofnun við
landbúnaðinn og bændur. Þá kvaðst hann
jafnframt hafa efasemdir um réttmæti þess að
fella Hagþjónustu landbúnaðarins undir þessa
stofnun.
Pétur Helgason tók undir með
Hrafnkeli og varaði við þeirri tilhneigingu
sem hann taldi vera að finna í frumvarpinu,
að væntanleg stofnun falli í einhvers konar
akademískan farveg frekar en að vera
þjónustustofnun við atvinnuveginn.
eftirfarandi ályktun sem var samþykkt
samhljóða:
Ályktun stjórnar Bændasamtaka
íslands 23. janúar 1998 vegna draga að
frumvarpi til laga um fagþjónustu
landbúnaðarins (Landbúnaðarháskóla
Islands).
„Stjórn Bændasamtaka íslands vísar
til ályktunar Búnaðarþings 1997 og
tekur undir meginmarkmið þau sem
fram koma í frumvarpsdrögunum um að
auka tengsl milli rannsókna, fræðslu og
leiðbeininga, efla búfræðimenntun og
endurmenntun bænda, efla
háskólamenntun í búvísindum og gera
Hvanneyri að traustari miðstöð þróunar
íslensks landbúnaðar.
Stjórn samtakanna leggur þó áherslu
á nokkur atriði sem skoða þarf betur:
1. Meginmarkmið þeirra breytinga
sem lagðar eru til í frumvarpsdrögunum
er að skapa möguleika á nánara
samstarfi um þróun landbúnaðarins.
Því kann að vera rétt að það markmið
komi fram í nafni stofnunarinnar og
nefna hana t.d. Þróunarstofnun
landbúnaðarins eða öðru sambærilegu
nafni.
2. Meta þarf kosti og galla þeirrar
nánu tengingar háskólastarfs og
annarrar starfsemi stofnunarinnar sem
gert er ráð fyrir. Margt mælir með að
búvísindamenntun á háskólastigi sé
aðskilin frá annarri starfsemi, hafi
sjálfstæðan fjárhag og starfi í tengslum
við Háskóla Islands og aðra háskóla.
3.1 uppbyggingu og skipulagi
stofnunarinnar þarf að hafa í huga
mikilvægi búnaðarmenntunar og
endurmenntunar og tengsl þessa við
rannsóknarstarf og þróunarstarf
landbúnaðarins.
Leiðbeiningaþjónustan verði áfram á
ábyrgð Bændasamtaka íslands, svo sem
kveðið er á um í frumvarpi til
búnaðarlaga. Nauðsynlegt er að gera ráð
fyrir að þróunarstofnunin geti tekið að
sér verkefni á þessu sviði á grundvelli
samstarfssamnings.
Að lokum skal áréttað að þrátt fyrir
að uppi séu misvísandi skoðanir um
uppbyggingu fagþjónustu
landbúnaðarins er atvinnugreininni
mikilvægt að festa í sessi skipulag
þjónustunnar til næstu framtíðar.“