Bændablaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 12
12
Bœndablaðið
Þriðjudagur 17. febrúar 1998
Bls. 3. Gjöld.
Öll gjöld skal færa án virðisaukaskatts.
Gjaldaliðir skýra sig að mestu sjálfir og
bent skal á leiðbeiningar ríkisskattstjóra.
Skipting á gasolíu milli bús, heimilis og bíla
getur verið nokkuð ónákvæm. Díselbflar
eyða um 12 til 15 lítrum af gasolíu á 100 km.
Bensínbílar eyða um 1 lítra af bensíni á
hverja 100 km á 100 kg þunga. Bfll, sem
vegur um 1.200 kg eyðir um 12 ltr. á 100
km. A bls. 6 er eyðublað til þess að skrá
kostnað við bflinn. Árleg fyming er gefin
upp á eyðublaðinu, (nú 141.573 kr.), en sú
upphæð breytist árlega. Vextir og skuldir
vegna bflakaupa koma einungis inn á skatt-
framtal en ekki landbúnaðarframtal. Bif-
reiðin er sem sagt ekki talin eign búsins,
heldur persónuleg eign. Bifreiðin er færð til
eignar á 10% lægra verði en í fyrra. Keyptur
einkabfll á árinu 1997 færist á kaupverði. Ef
aðeins einn bfll er til á búinu, má yfirleitt
færa 60-70 % á búið, ef um jeppa er að ræða,
en 30-40 % ef um fólksbfl er að ræða. Ef
bifreiðin er eingöngu notuð fyrir búið og
uppfyllt er ákveðnum skilyrðum VSK er bif-
reiðin meðhöndluð á sama hátt og dráttarvél.
Ef um fleiri en eina bifreið er að ræða, skal
færa sérstakt rekstraryfirlit fyrir hverja bif-
reið fyrir sig.
Nokkuð hefur verið um að bændur hafa
breytt notkun VSK bfls þannig að bíllinn er
aðeins notaður að hluta við búið. Þá þarf
bóndinn að selja sjálfum sér bflinn og skila
hluta af þeim innskatti sem hann fékk við
kaup. Þá þarf að reikna út hverju hann á að
skila.
Þegar bifreið er að hluta notuð við virð-
isaukaskattsskylda starfsemi og að hluta til
annarra nota, er einungis heimilt að telja til
innskatts virðisaukaskatt af innkaupum sem
varða rekstrarkostnað bifreiðarinnar þegar
hún er notuð í skattskyldri starfsemi. Sé bif-
reið t.d. notuð 70% við virðisaukaskatts-
skylda starfsemi og að 30% til einkanota er
einungis heimilt að telja til innskatts 70%
virðisaukaskatts sem greiddur er vegna
rekstrarkostnaðar bifreiðar.
Skattstjóri getur farið fram á að skatt-
skyldur aðili leggi fram gögn sem sýna fram
á hvert hlutfall notkunar bifreiðarinnar er
vegna skattskyldrar starfsemi og hvert hlut-
fall er vegna einkanota eða annarra nota. Það
þarf sem sagt að halda akstursdagbók.
Taflan sýnir yfirlit um hvað ber að gera
þegar virðisaukabifreiðar er aflað o.fl.
Rekstrarvörur
Þó að taldir séu margir liðir á landbúnað-
arskýrslunni, þarf þó oft að bæta inn ýmsum
liðum eftir því hvaða búgreinar eru stundað-
ar á búinu. Rétt er í því sambandi að minna á
síma, póstkostnað, skeifur, lyf við garðrækt
o.s.frv. Vél sem kostar undir 119.508 kr. má
færa til gjalda á kaupári.
Laun
Allar launagreiðslur skal gefa upp á
launamiðum, hvort sem um er að ræða í pen-
ingum, fæði eða öðru. Skýrslu um launa-
greiðslur þyrfti að gera fyrir viðkomandi
mánuði, sem launin voru greidd, á árinu
1997. Fæðisfrádrátturer413 kr. ádag.
Tryggingargjald færist undir sér lið á
landbúnaðarskýrslu. Nú hefur stofninn til út-
reikningar á tryggingargjaldi verið breikk-
aður á þann veg að mótframlag atvinnurek-
anda í lífeyrissjóð er bætt við launagreiðslu.
Aðkeypt þjónusta
Flestir liðir skýra sig sjálfir. Sláturkostn-
aður er yfirleitt ekki á kostnað framleiðenda
heldur sláturleyfishafa. í einstaka tilfellum
er slátrun á kostnað framleiðenda og þá helst
í kjúklinga- og hænsnarækt. Sjóðagjöld eru
yfirleitt tilgreind á afurðamiðum. Ekki er
hægt að gefa upp reglu fyrir skiptingu á raf-
magni milli bús og heimilis, ef marktaxti er
notaður. Súgþurrkun tekur mikið rafmagn
og sömuleiðis vélar í fjósi, t.d. hitakútur og
mjólkurtankur. Á kúabúum er notað mikið
meira rafmagn við búreksturinn heldur en á
sauðfjárbúum. Heykaup, land-, tækja- og
búfjárleigu skal gefa upp á greiðslumiða.
Heykaup má þó gefa upp á launamiða í reit
29. Mótframlag í Lífeyrisjóð bænda vegna
kaupafólks má færa tií gjalda. Ef bóndi er
með sinn eigin lífeyrissjóð þ.e. ekki Lífeyr-
issjóð bænda, og hann greiðir mótframlagið
sjálfur má hann færa það til gjalda. Hafi
hann ekki fært slíka greiðslu til gjalda á
undanfömum árum er rétt að telja það nú til
gjalda. Þetta er mjög sjaldgæft í landbúnaði
þar sem fiestir eru í Lífeyrissjóði bænda.
Tryggingar
Allar tryggingar við búreksturinn skal
færa undir einn lið, nema búvéla- og bif-
reiðatryggingar. Nefna má brunatryggingar
útihúsa, tryggingu bústofns og fóðurbirgða,
slysatryggingu bónda og maka auk annarra
sem vinna við búreksturinn, ábyrgðartrygg-
ingar o.fl. Tryggingargjald skal færa í sér
lið.
Vextir og verðbœtur
(Stofnlánadeild landbúnaðarins)
Hér er komið að þeim lið framtalsins,
sem mörgum mun reynast erfitt að fylla út,
ef um verðtryggð lán er að ræða. Best er að
færa vexti og verðbætur um leið og skuldir
eru færðar á bls 4. Stofnlánadeild landbún-
aðarins breytti í fyrra um form á greiðslu-
seðli. Nú er hvert lán á sérstökum greiðslu-
seðli og hér var sýnishom af einum slíkum.
Vextir og verðbætur eru 21.352 kr. Skuld í
árslok er 511.888 kr. skuld í ársbyrjun er
558.833 kr. Hún hefur lækkað um 8,4%. Ef
ekki tókst að greiða öll lánin fyrir áramót er
einfaldast að færa ógreidd árgjöld undir van-
skil í sér línu á framtalinu. Öll lánin skulu
færð eins og hjálagt sýnishorn. Ef lánin eru
mörg, skal leggja saman upphæðimar. Lán
tekin hjá Lífeyrissjóði bænda tilheyra í
sumum tilfellum ekki búrekstrinum, heldur
skattframtali og færist þá þar, en ekki á land-
búnaðarframtal. Vextir af þeim lánum, sem
hafa verið tekin út á íbúðarhús, færast á
skattframtal. Vísitöluhækkun þessara lána
má ekki færa eftir sömu reglu og hér er lýst,
heldur má einungis færa greiddar vísitölu-
hækkanir, sjá leiðbeiningar RSK.
Vaxtaaukalán
Best er að fara eftir kvittunum þó að
gjalddagi sé ekki um áramót. Á kvittunum
em sýndir vextir og verðbótaþáttur vaxta
undir einum lið, „vextir“, og sú upphæð
færist til gjalda.
Vísitölulán
A kvittunum frá bankanum koma fram
vextir og verðbætur. Leggja þarf saman
vexti og verðbætur og hvort tveggja færist til
gjalda. Áður en lengra er haldið er rétt að
geta þess, að færsla skulda og vaxta á land-
búnaðarframtal annars vegar og persónu-
framtal hins vegar getur haft töluverða þýð-
ingu skattalega séð og meðhöndlun er ekki
alveg eins. Lán sem tekin eru til íbúðarhúsa-
bygginga færast öll á skattfrarntal en lán sem
tekin eru vegna búrekstrar, færast á landbún-
aðarframtal og vextir og lántökukostnaður
sömuleiðis. Lán vegna bílakaupa, húsgagna-
kaupa eða annarra persónulegra nota, færast
á skattframtal. Vísitöluhækkun lána, þ.e. sú
upphæð, sem lánin hafa hækkað um á árinu,
færast til gjalda á landbúnaðarframtali, en sé
vísitölulán á skattframtali, færast þar til
gjalda aðeins vextir og greidd vísitölulækk-
un. Á þessu er mikill munur. Ef skuldir eru
miklar, getur það orkað tvímælis hvort lánið
er tekið vegna búrekstrar eða einkaneyslu,
en það verða menn að meta. Þegar búið er
að færa inn skuldir og um leið vexti og verð-
bætur á bls. 4 á landbúnaðarframtali, er
vaxtadálkurinn lagður saman og upphæðin
sett í reitinn: 7.1, vextir og verðbætur af
skuldum vegna búrekstrar á bls. 3.
Nú gefa bankar og sparisjóðir kost á
góðu yfirliti yfir viðskipti ársins og þar með
talin vaxtagjöld og vaxtatekjur. Þessi yfirlit
koma sér vel ef kvittanir hafa glatast.
Aðrir liðir skýra sig sjálfir að miklu
leyti.
Efnahagsyjirlit (sjá mynd 2)
Eignir 31/12 1996. Fyrst skal byrja á því
að færa inn á dálkinn lengst til hægri „31/12
1996“ af gamla framtalinu á það nýja. í
dæminu, sem hér fylgir, eru veltufjármunir
1.939.372 kr. og þeir færast einnig neðst á
síðuna eins og ör sýnir. Sama er að segja um
skuldir, að þær færast einnig neðst á síðuna.
Mismunur á veltufjármunum og skuldum
myndar „Stofn til verðbreytingarfærslu", í
þessu dæmi 5.753.575 kr. Þar sem skuldir
eru hærri en veltufjármunir reiknast tekju-
færsla. Tekjufærslan er 2,02% af þessari
upphæð eða 116.222 kr. Tekjufærslan færist
síðan á bls. 5 með öðrum niðurstöðum af
landbúnaðarframtalinu. Ef veltufjármunir
væru hærri en skuldir, myndaðist gjald-
færsla, en ekki tekjufærsla.
Eignir 31/12 1997
Veltufjármunir eru í þessu dæmi
2.087.504 kr., sjá mynd. Þeir myndast af
birgðum, helmingi matsverðs bústofns, inn-
eign í kaupfélagi v/bús, inneign í banka og
útistandandi skuldum. Það rekstrarfjármagn,
sem bundið er í búrekstrinum á að mynda
veltufjármuni og er litið svo á að það fé sé
óverðtryggt og myndi, að frádregnum
skuldum, „stofn til verðbreytingafærslu"
eins og áður hefur verið skýrt frá. Það skiptir
því töluverðu máli að veltufjármunir séu
ekki vantaldir. Vaxtatekjur af innistæðum
færist til tekna á bls. 2. Um áramótin eru
afurðir fyrir desembermánuð í sumum til-
fellum færðar á reikning ársins 1998 og í
þeim tilfellum þarf að færa þá upphæð sem
viðskiptakröfu. Ögreiddar afurðir um áramót,
sem taldar eru til tekna á afurðamiða, skal
færa sem viðskiptakröfu í lið 1.4.
Staðgreiðsla af fjármagnstekjum
Fjármagnstekjuskattur er ekki á vaxta-
tekjum sem tilheyra rekstri. Ef lagður hefur
verið skattur á vexti eða arð sem færa ber á
landbúnaðarframtal þarf að fá þennan skatt
endurgreiddan. Það er gert með því að fylla
út reitinn neðst á bls. 4 sjá mynd 2. í þessu
tilbúna dæmi hefur verið tekin staðgreiðsla
af vaxtatekjum að upphæð 154 kr. og af arði
1.846 kr. Á skattframtal er síðan færð sam-
anlögð upphæð 2.000 kr. í reit 309.
Fastajjármunir
Þar færast allar fasteignir (útihús, land,
hlunnindi og ræktun), sem búrekstrinum til-
heyra á fasteignamatsverði 1/12 1997 en
ekki bókfærðu verði samkvæmt fymingar-
skýrslu. Búvélar færast hins vegar á bók-
færðu verði samkvæmt fymingarskýrslu.
Helmingur af matsverði bústofns færist und-
ir fastafjármuni en hinn helmingurinn undir
veltufjármuni eins og áður er lýst. Keyptur
framleiðsluréttur færist á bókfærðu verði.
Skuldir
Áður hefur verið vikið að færslu vaxta
og vaxtabóta. Skuldir færast eins og kvittan-
ir segja til um þ.e.a.s. ,Jíftirstöðvar eftir síð-
ustu greiðslu". Rétt er að benda á að færa
ógreiddan virðisaukaskatt sem skuld um ára-
mót. Innistæða sem mynduð hefur verið til
að standa straum af þessari greiðslu VSK 1.
mars 1998 skal færa í veltufjármuni.
B. Uppgjör hreinna tekna af
búrekstri, bls. 5.
Árlega birtir ríkisskattstjóri viðmiðunar-
reglur til ákvörðunar á endurgjaldi bænda,
maka þeirra og bama. Þær eru birtar í lok
þessarar greinar. Eins og fram kemur í leið-
beiningum ríkisskattstjóra skulu bændur að
jafnaði færa á landbúnaðar- og skattframtal
þau reiknuðu laun, sem staðgreiðsla á árinu
1997 hefur verið miðuð við. í hjálögðu
dæmi, sjá mynd 3, er tap af búrekstrinum að
upphæð 189.416 kr., eftir að hvort hjónanna
hefur reiknað sér í laun 700.000 kr. og böm-
um yngri en 16 ára 280.000 kr. Yfirfæran-
legt tap frá fyrri árum er 500.012 kr. hjá
hvomm aðila. Að viðbættu tapi 1997 er yfir-
færanlegt rekstrartap til næsta árs 594.720
kr. hjá hvoru hjóna. Eg vil ráðleggja bænd-
um að loka framtali sínu og reikna sér laun.
Almennt séð er ekki ástæða til þess að
reikna sér lægri laun en viðmiðunarreglur
segja til um. Ef búið gefur ekki þær tekjur,
er það rekið með halla en tapið geymist í 8
ár og er verðtryggt. Þegar síðan batnar í ári
má nota tapið til þess að lækka hagnaðinn.
Þó að það virðist í sumum tilfellum tilgangs-
lítið að safna upp tapi ár eftir ár, getur sú
staða komið upp að tapið nýtist. Eldri bænd-
ur, sem famir em að draga saman seglin,
sýna oft tap af búrekstri sínum ár eftir ár. Ef
sú staða kemur upp að þeir selja jarðir og fá
mikinn söluhagnað, nýtist tapið og getur
komið sér mjög vel. Ef búreksturinn gengur
illa eða mikið tap er til er full ástæða til þess
að að fyma allar eignir um lágmarksfym-
ingu.
F. Yfirlit yfir ónotað tap
Tap fyrnist á 8 árum eins og áður hefur
verið vikið að og nú þarf að halda utan um
hvert ár. Neðst á bls. 5 eru töpin sundurlið-
uð fyrir árin 1988 til 1996. Þessar tölur em
framreiknaðar með verðbreytingarstuðli
(1,0202) og færðar í dálk 3. Nú er tap af
búrekstrinum árið 1997 að upphæð
189.416 kr. Það tap færist í dálk 5 sjá
mynd 3. Halda þarf utan um eldri töp þar
til þau eru notuð. Alltaf er notað elsta
tapið á móti hagnaði. Tap ársins 1988 og
síðar eru nýtanleg til aldamóta að mér
skilst. Átta ára reglan tekur ekki gildi fyrr
en um aldamót. Sel það ekki dýrara en ég
keypti það.
Samanburóarskýrsla
virðisaukaskatts
B. Arssundurliðun (sjá mynd).
Hér er óskað eftir samanburði á inn-
sendum virðisaukaskattskýrslum við bók-
hald eða afurðamiða. Komi fram mismun-
ur, skal fylla út leiðréttingarskýrslu RSK
10.26. Hjálagt sýnishorn er frá bónda í
hefðbundnum búskap. Beingreiðslan fyrir
mjólk og kindakjöt færist í dálkinn
„Undanþegin velta“.
Nú er það svo að landbúnaðarframtal er
ekki sett þannig upp að tekjur samsvari
virðisaukaskattskyldri veltu. Nefna má
vaxtatekjur, endurgreiðslur ýmisskonar,
bústofnsaukningu o.fl. Nú gæti sú staða
komið upp að við gerð landbúnaðarskýrslu
uppgötvist villa í færslubókinni yfir virðis-
aukaskattinn og þar með virðisaukaskatt-
skýrslu. Þá þarf að gera grein fyrir þessum
mistökum. Það er gert á leiðréttingar-
skýrslu virðisaukaskatts (RSK 10.26). Ef
VSK hefur verið vanreiknaður, skal senda
greiðslu og skýrsluna til sýslumanns. Inn-
eignarskýrslu skal senda beint til skatt-
stjóra.
C. Sundurliðun skattskyldrar veltu eftir
skattahlutfalli, tegund sölu og
atvinnugrein
Afurðir til heimilis nema 106.579 kr.
samkvæmt skattmati. Innlagðar afurðir eru
4.127.491 kr. í 24,5% þrepi en 134.249 kr.
í 14% þrepi (t.d. kartöflur). Rúllubindivél
er seld á 200.803 kr. Þessi sundurliðun
gefur til kynna hvort veltan sé vegna sölu
afurða eða eigna.
D. Sundurliðun annarrar veltu
Undanþegin velta.
í þessari línu færist útflutningur af t.d.
loðdýrum, hrossum og fiski, þ.e.a.s. bú-
rekstri sem fær endurgreiddan innskatt af
aðföngum. Allur innskattur af loðdýrafóðri
er endurgreiddur svo að dæmi sé tekið.
Allur innskattur af fjárfestingum í skóg-
rækt er nú endurgreiddur samkvæmt sér-
stakri VSK skýrslu. Beingreiðslur á mjólk
og kindakjöt færast hér.
Undanþegin starfsenii
í þessa línu færast allar tekjur af bú-
rekstri eða öðrum umsvifum sem fellur
utan við VSK kerfið. Innskattur af að-
föngum er ekki endurgreiddur eða færður
til frádráttar útskatti. Nefna má veiðileigu
og skólaakstur.
Tegund bifreibar Notkun bifreiðar Innskattsfrádráttur Útskatta Skráningarmerki:
Eingöngu Einkanota við vegna við Venjuleg Sérstök
vegna og vegna öflun rekstrar sölu (bláhvít) (rauðhvít)
vsk-rekstrar vsk-rekstrar
Virðisaukabifreið sem keypt er ný X að fullu að fullu já X
eða úr skattskyldum rekstri X enginn að hluta nei X
Virðisaukabifreið sem ekki er keypt X enginn að fullu iá X
úr skattskyldum rekstri X enginn að hluta nei X
Virðisaukabifreiö sem innskattur vegna öflunar hefur verið leiðréttur af X að fullu að hluta já X
Eldri innskattshæf bifreíð (söluskatts- X eigin að fullu já X
bifreið) keypt fyrir 1.1.1990 X engin aö hluta já X
Virðisaukabifreið: Bifreið sem uppfyllir skilyrði 9. gr. reglugerðar nr. 192/1993, um innskatt.