Bændablaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 17.febrúar 1998 Bændablaðið 15 Ég hafði ferðast um suðurhluta Afríku í rúmlega mánuð, þegar ég þann 5. febrúar í fyrra fór yftr landamærin frá Botswana til Zim- babwe. Landslagið sem hafði mest verið flöt eyðimörk var núna meira spennandi. Lágir fjallatoppar, svokallaðar „kopjer" komu í ljós hér og þar yfir þéttvöxnum skóg- og kjarrgróðri. Héraðið sem ég keyrði inn í er vesturhluti fjallakeðjunnar Motopos og er þekkt fyrir stór nautabú. Mér þótti þau mjög áhugaverð og til að kynnast þeim betur ákvað ég að bjóðast til að vinna í einu þeirra fyrir mat og svefnplássi. Ég beygði því af aðalveginum og tók einn hliðarveg sem lá til suðurs. Mótorhjólið sem ég hafði keypt í Höfðaborg í byrjun Afríkuferðalags míns var 17 ára gamalt og líkt flestum gömlum mótorhjólum, ekki gallalaust. En það fór oftast í gang í fyrstu tilraun og þegar á heildina er litið var ég mjög ánægður með það. Þegar ég hafði keyrt u.þ.b. 50 km á þessum malarvegi kom ég að hliði búgarðsins Glen- more. Kraftalegur maður íklæddur kaki-skyrtu og stuttbuxum opnaði fyrir mér og sagði á ensku: „Þú hlýtur að hafa villst." Ég útskýrði fyrir honum hvers vegna ég væri þama og þannig byrjuðu tvær áhugaverðustu vikur Afríkudvalar minnar. Maðurinn sem ég hitti, Neville Rosenfels var sonur hjónanna Emest og Betty Rosenfels sem vom eigendur búgarðsins. Samtals áttu þau ca. 18.000 hektara land í héraðinu og því langt í næsta nágrenni. Næstu dagana var ég með Emest J. Rosen- fels sem er 68 ára, ákafur og mjög viðkunna- legur náungi um allt á eign hans sem er 7 jarðir. Sjálfur er hann þriðja kynslóð Rosenfels í Zimbabwe. Sagan byrjaði árið 1894 þegar afi hans og amma fluttu frá Jóhannesarborgar- svæðinu í Suður-Afríku. Þau höfðu heyrt um nýtt land í norðri sem var í þann veginn að opnast fyrir landnemum og var síðar nefnt RJiodesia. Allt sem þau áttu var sett í vagn sem dreginn var af 16 nautum. Hægt en örugglega keyrðu þau yfir mikið landsvæði sem var að mestu leyti ósnortið. Eftir að hafa verið á ferðalagi í þrjá og hálfan mánuð komu þau inn í „Kopjelandslagið“ héma í vesturhluta Zimbabwe. Max keypti sér bóndabæ og byrjaði með nautgriparækt. Frá þeim tíma og þangað til í dag hefur Rosenfelsfjölskyldan rekið bú þama. I dag reka allir þrír bræður Emest nautabú í þessu héraði. Tveir þeirra hafa gert hluta af landi sínu að veiðilendum. Það em nefnilega miklir peningar í að selja veiðileyfi til erlendra veiðimanna. Emest er of mikill bóndi til að byrja með þess konar rekstur. Allt land í eigu hans er notað undir nautarækt en hann á rúmlega 2000 naut. A vetuma (júní- september) er úrkoman mjög lítil og þess vegna þarf hvorki meira né minna en 8 hektara beitiland til þess að fóðra eitt naut. Mest er um trjá- og kjarrgróður sem oft er mjög þymóttur og em grassvæðin oftast lítil. A sumrin éta nautin mest gras, en á þurrka- tímanum, þegar það er af skomum skammti, éta þau kjarr og blöð af sumum trjátegund- unum. Nautgripimir verða líka oft að fara langt til að finna vatn. Við svona aðstæður þurfa dýrin að vera mjög harðgerð. Á búgarði sínum notar Emest nautakynin Simmentaler, Afrikander, Brahman og Sussex. Þessum fjómm nautakynjum blandar hann svo saman til að laða fram bestu eiginleika hvers kyns. I venjulegu árferði slátrar Emest um 500 nautum. Verðið er á bilinu 10-18 Zimbabw- iskir dollarar fyrir hvert kg á fæti, sem er u.þ.b. 60-100 ísl. kr. Á búgarðinum vinna rúmlega 50 manns. Sumir em í fullri vinnu en aðrir era í hlutastarfi. Flestir þeirra em blökkumenn ættaðir frá héraðinu og þeir búa annað hvort á búgarðinum eða í nálægum þorpum. Vinnan er aðallega í því fólgin að finna hinar ýmsu nauta- hjarðir einu sinni í viku. Þetta getur verið vandasamt verk vegna þéttvaxins gróðurs en baða verður dýrin í vatni sem blandað er sérstökum lyfjum sem drepa flær og önnur sníkjudýr sem er hin mesta plága í þessu landi. Stöðugt verður líka að halda við vegum og girðingum. Hverri jörð er skipt í 7 til 12 hluta og sagði Emest að heildarlengd girðinga á jörðinni væri líklega um 500 kílómetrar. Vinnufólkið hefur margt á sinni könnu og eitt það mikilvægasta er að verja nautin fyrir rándýrum sem leggja leið sína á landareignina. I mörgum af „kopjunum“ á landinu finnast hlé- barðar. Emest benti mér einu sinni á eina „kopje" sem var svo þekkt fyrir að vera felu- staður hlébarða, að enginn vinnumanna hans þorði lengur að fara þangað upp. Híenur og blettatígar koma líka stundum inn á landið. Árið 1996 drápu rándýr43 nautgripi á landi hans og vom flest fómarlambanna kálfar. Sama ár skaut Emest fjóra hlébarða. Sjálfur fékk ég tækifæri til að upplifa viðbrögð bóndans - og þann vanda sem hann á við að glíma - en dag nokkum sagði einn vinnumannanna að híena hefði drepið eina kú á jörðinni Welteverden. Emest tók með FN-FAL riffil og við keyrðum þangað til að athuga málið. Híenan var að sjálfsögðu horfin og það eina sem var eftir af dýrinu var skinn og bein. Ég sá mörg villt dýr á þessu landi, sebra- hesta, bavíana, apa, villisvín og margar tegundir af antílópum. Sérstaklega var mikið af léttfættu og glæsilegu antilópunni impala. Ég sá þær oftast hverfa á milli trjánna í löngum, háum og flottum stökkum. Annað dýr sem sum ár leggur leið sína yfir landareign Emest er ffllinn. Oftast gerist það þegar fflahjarðir fara í langar ferðir milli þjóð- garða. Emest sýndi mér einu sinni stað þar sem búið var að setja upp nýtt hlið og nýja girðingu. 4-5 fflar fóra héma í gegn sagði hann og bætti svo við: „Þeir mölvuðu hliðið og sömuleiðis girðinguna í nágrenni þess. O, já þeir skemmtu sér prýðilega..." Bak við íbúðarhúsin em tvær undarlegar stálbyggingar. Þetta em leifar tveggja stríðs- ökutækja sem minna á slæma tíma í Zimbabwe. í 18 ár eða fram til ársins 1980 geisaði blóðug borgarastyrjöld í landinu og á þeim tíma óku flestir hvítir bændur í héraðinu slikum ökutækjum. Þetta vom bflar með skotheldum rúðum og gátu ekið yfir jarðsprengjur. Stríðið var á milli hvítra og svartra. Élestir misstu ættingja eða vini. Emest og kona hans Betty misstu son sinn og bróðir Émest lést þegar hann ók á jarðsprengju. Þetta er tími sem flestir vilja gleyma og þessi tvö stríðsökutæki fá því að liggja í friði. Eftir því sem tíminn líður munu þau ryðga í sundur og hverfa í grasið. Á búgarðinum vom líka aðrar minjar sem em mun eldri og minna á góða tíma. Þetta em gamaldags nautakermr sem einu sinni voru tákn landnema í þessu landi. Emest átti þrjá slíka vagna. Á hvem þeirra hafði hann saumað tjald upp á gamla mátann og þjálfað hóp af 16 nautum sem dró hvert sinn vagn. Árið 1994, þegar 100 ár vom liðin frá því að afi hans og amma námu land hafði Emest skipulagt mikla hátíð. I margar vikur ætlaði hann og næstum allir meðlimir Rosenfels- ættarinnar í Zimbabwe að fylgja gömlu og nú næstum yfirgrónum vegunum, sem flestir landnemar notuðu til að koma hingað fyrir 100 ámm. En stjómin í Zimbabwe leit á þessi hátíðar- höld sem verið væri að fagna komu hvítra manna til landsins. Þetta er mjög viðkvæmt mál og að lokum bönnuðu þeir Emest að halda þessa hátíð. Emest hefur ekki gefist upp. Hann heldur nautahópnum í góðu formi og ætlar að halda hátíð árið 1999 þegar 105 ár em liðin frá því að afi hans og amma komu til landsins. Kærastan mín, Sigríður Brynjólfsdóttir hafði í millitíðinni komið til Zimbabwe. Ég keyrði til Harare, sem er höfuðborg landsins og náði í hana á mótorhjólinu. Þannig var það að við fengum bæði að vera með Emest dag einn þegar hann spennti vagn fyrir 16 sterkleg naut og fór einn hring á friðsælum malarvegum á Glemnore. Að sitja á slíkum vagni sem dreginn er af þessum skapgóðu nautum er góður ferðamáti. Það eina sem maður heyrir er hljóðið frá vagn- hjólunum og andardráttumn frá nautunum. Maður kemst að vísu ekki fljótt á leiðarenda. En fyrir þann sem kann að meta nautataktinn getur verið að það að vera á leiðinni sé betra en að komst á leiðarenda. Gamla Suzuki-mótorhjólið og Sig- ríður tilbúin til að halda áfram ferðinni í Zimbabwe og Suður- Afríku.__________________________ Undarlegur flokkur af dýrum á bú- garði Ernest. Frá vinstrí; sebra- hestur, blendingur milli sebrahesta og asna, tveir sebrahestar og blend- ingur milli hests og sebrahests. Ernest og Sigríður á nauta- vagninum. Ernest og undirritaður. í bakgrunninum er „kopjan“ sem er talin vera felustaður fyrir hlébarða. Á myndinni til hœgri má sjá nautið „Butterfly“. Stærstu nautunum er gefið nafn. A myndinni til vinstri er verið að búa sextán naut undir að vera spennt fyrir gamlan nautavagn. Frásögnina ritaði ungur Norðmaður, Tore Kvæven, en hann og unnusta hans Sigríður Brynjólfs- dóttir fóru um Afríku og hittu fyrir bónda sem óneitanlega býr á nokkuð stærra býli en menn eiga að venjast.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.