Bændablaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið Þriðjudagur 17. febrúar 1998 Bnnaðargjaldið hluii ai úthorguðu afurðaverði - hændur lniria að shíla þvf sjðlðr i rfkissjöO Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaöarsambands Suöuriands. Sem kunnugt er tóku lög nr. 84/ 1997 um búnaðargjald gildi um áramót. Stærsta breytingin er sú að nú fá bændur búnaðargjaldið í hendur en þurfa að skila því sjálfir í ríkissjóð. Rétt fyrir jólin var ákvæðinu um innheimtuna breytt og horfið frá því að tengja hana gjalddögum virðisauka- skatts. Gjaldskyldir bú- vöruframleiðendur skulu greiða upp í væntanlega álagningu með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember á tekjuárinu. Greiðslan skal nema 2,65% af búnaðargjaldsstofni á næstliðnu tekjuári. Inn- heimta hvers árs ræðst af áætlaðri veltu, en sú áætlun byggist á veltunni árið áður. Endanleg álagning fer síðan fram árið eftir og þá leiðréttast of- eða vantekin gjöld. Ef við gefum okkur að bú sé með 5 milljónir í gjaldskylda veltu árið 1997 þá yrði í slíku tilfelli búnaðargjöld 132.500 kr. Árið 1998 yrði mánaðarleg greiðsla 26.500 kr. í fyrsta sinn 1. ágúst. Þetta sama bú hefur 6 milljónir í gjaldskylda veltu árið 1998. Álagning 1999 grundvallast á þeirri tölu og þá leiðréttist áætlunin 1998. Heildar- greiðslur hækka um 26.500 og mánaðargreiðslur um 5.300 kr. Ef menn sjá fyrir sér mikla breytingu á veltu milli ára er heimilt að sækja um leiðréttingu til skatt- stjóra. Búnaðargjaldið er 2,65 % og er gjaldstofn velta búvöru og tengdrar þjónustu. Hér fylgir með tafla sem sýnir hvemig búnaðargjald skiptist hlut- fallslega milli hinna einstöku stofnana. Enn fremur fylgir með hvað meðal kúabúið samkvæmt búreikningum 1996 hefði greitt í búnaðargjald en það var með gjaldskylda veltu upp á 6.316.000 Búnaðarmálasjóðsgjöld af nautgripa-og sauðfjárrækt var 1,4 % sem afurðastöðvar innheimtu. Hér er því við fyrstu sýn um aukn- ar álögur að ræða því bændur eiga að skila 2,65 %. Hins vegar kom þessi hækkun inn í nýjan verðlags- gmndvöll sem tók gildi 1. janúar sl. Annað atriði er vert að hafa í huga að neytenda-og jöfnunargjald (2,0%) sem lagðist á heildsölu- stigið og rann óskipt til Stofnlána- deildar var lækkað 1. júní sl. og fellt út um áramót. Sömuleiðis var með 0.25% gjald af sama gjald- stofni sem rann til Framleiðslu- ráðs. Því miður þá er farið rangt með í grein sem birtist í Fréttabréfi Búnaðarsambands Suðurlands fyrir skömmu þar sem segir að gjaldið hafi verið fellt út á miðju sl. ári. Þá lækkaði það en var svo fellt út í árslok. Framleiðsluráð landbúnaðarins innheimtir þó vegna birgða 1,05% gjald af heildsölu- verðmæti kindakjöts sem selt er frá afurða- stöðvum mánuðina janúar til og með ágúst 1998 og af mjólkuraf- urðum sem seldar em frá afurðastöðvum mánuðina janúar og febrúar 1998. Þessi lækkun hlýtur því að koma neytendum til góða. Heildarálögur á landbúnaðinn minnka því sem nemur á annað hundrað milljónum á ári. Tekjur Lánasjóðs minnka um rúmlega helming, en eins og kunnugt er hækkuðu vextir til Lánasjóðs um áramótin. Bændur hafa andvirði búnaðar- gjaldsins inn í rekstrinum fyrri hluta ársins. En hætt er við að mörgum bregði í brún þegar að skilum kemur enda um verulegar upphæðir að ræða. Gjöldin verða sýnilegri og búast má við ákveðnari umræðu um í hvað þau fara. Búnaðarsjóöur Afurðir BÍ Bsb. Búgr. Bjargr. Lánasj. Framlr. Alls Nautgripaafurðir 0,325 0,500 0,100 0,300 1,150 0,275 2,650 Sauöf járafuröir 0,325 0,500 0,100 0,300 1,150 0,275 2,650 Hrossaafuröir 0,325 0,500 0,550 0,200 0,800 0,275 2,650 Svínaafuröir 0,125 0,250 0,900 0,300 0,800 0,275 2,650 Alifuglakjöt 0,125 0,250 0,200 1,000 0,800 0,275 2,650 Egg 0,125 0,250 0,900 0,300 0,800 0,275 2,650 Karlöflur, gulrófur 0,325 0,500 0,450 0,300 0,800 0,275 2,650 Annað grænmeti og blóm 0,325 0,500 0,450 0,300 0,800 0,275 2,650 Grávara 0,325 0,500 0,450 0,300 0,800 0,275 2,650 Æðardúnn 0,325 0,500 0,450 0,300 0,800 0,275 2,650 Skógarafurðir 0,325 0,500 0,450 0,300 0,800 0,275 2,650 Meðal kúabú 1996 verðmæti 20.527 31.580 6.316 18.948 72.634 17.369 167.374 Búnaðargjaldið Hvernig breytist gjald- stofninn? Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri BÍ. „Gjaldstofn búnaðargjalds er velta búvöru og tengdrar þjónustu hjá búvöruframleiðendum“, segir í lögunum. Þar er vitnað til grein 11 -13 í lögum nr. 50/1988 um virðis- aukaskatt, en síðan kemur fram, að frá veltunni megi draga andvirði seldra varan- legra rekstrarfjármuna. *Allar búsafurðir bænda verða gjaldskyldar og þær breytingar helstar að því leyti frá því sem var, að gjaldið leggst á lífdýrasölu (þ.m.t. seld hross) og heysölu. * Ekki er lagt gjald á tekjur af dýraveiðum, né heldur á leigutekjur af veiðiám og vötnum, en dúntekja verður áfram gjaldskyld. * Hvað tengda þjónustu varðar, virðist helst vera um að ræða tamningu og sölu reiðhesta hjá bændum, en sjálfstæðar tamningastöðvar, reiðskólar eða kynbótastöðvar falla ekki undir gjaldskyldu. Þjónusta á borð við jarðvinnu, rúllun og pökkun heys, rúning eða járningar er ekki gjaldskyld. Þá fellur ferðaþjónusta bænda ekki undir lögin. * Stundi bóndi aðra atvinnustarfsemi en fellur undir lögin um búnaðargjald, ber honum að halda þeirri starfsemi bókhaldslega aðgreindri frá búskapnum, ella verður lagt á alla veltuna. * Þetta á t.d. við, þegar vinnslu- eða sölustarf er hluti af starfsemi búsins (fyrirtækisins), s.s. bein sala á blómum eða garðplöntum, slátrun og kjötvinnsla, þá þarf að gæta þess að aðgreina þessa rekstrarþætti í bókhaldinu. Þarna kunna þó að koma upp álitamál, sem leysa verður úr. úmeraraðir ásamt imeri gast pantið tímanlega) snningar í jalóavís naust EYRNAMERKI FY • Br.170 mm H.100mm Þvermál 28 mm pORClN^grrl Þvermál 28 mm Lengd 45 mm $ Br.55 mm <&• H. 67 mm MERKIPENNI Lengd35mm TIP OG TOP-TAG TANGIR Lengd 50 mm Krítar (litir) Úðabrúsar (litir) Guðmundur Ármannsson, skógar- bóndi á Vaði er ánœgður með viðarkolin úr fyrstu koluninni. Islensk viðarkol Fyrir skömmu var gerð tilraun með kolagerð úr íslensku birki á vegum skógarbænda á Héraði. Að sögn Helga Gíslasonar, fram- kvæmdastjóra Héraðsskóga, gekk þessi fyrsta tilraun vonum framar. Skógarbændur geta aukið verðmæti skógarins með því að kola grisjunar- viðinn. í þessa tilraun voru notaðir birkikubbar af ýmsum stærðum úr Litla-Sandfellsskógi og enginn munur virtist á kolunum. Kolagerð- armennimir prófuðu kohn og grilluðu lambakjöt þegar ofninn var opnaður. Kohn skiluðu sínu hlut- verki vel og lambið rann ljúflega niður. Gangi kolunin jafn vel í fram- haldinu koma íslensk viðarkol lík- lega á markaðinn innan tíðar. Ennþá hefur ekkert verið athugað með markaðssetningu en miðað við magn innfluttra kola og viðtökur á íslenskum skógarafurðum eru skóg- arbændur bjartsýnir. Guðmundur, bóndi á Vaði og Bjami, bóndi í Litla-Sandfelh smíðuðu ofninn að danskri fyrir- mynd en Héraðsskógar ijármagna hann. Auðvelt er að flytja hann á milli staða en í hann fara um 8 m3 að viði og út koma um 4 m3 af viðarkolum. Kolunin sjálf tekur rúman sólarhring og meðan verið er að komast upp á lagið með kolunina þarf að vakta ofninn. Veðurfar skiptir miklu máh en ekki er kolað nema í stilltu veðri. Brennslunni er stjómað með súrefnisinnstreymi og ef veður breytist þarf að breyta stillingum. Reykurinn er notaður sem merki um brennsluna. Meðan brennslan í ofninum er eðileg er reykurinn hvítur, síðan verður hann bláleitur þegar kolin em að verða tilbúin en blár þegar kolin fara að brenna. Ef of mikið súrefhisstreymi er inn í ofninn verður reykurinn mórauður en lítill sem enginn reykur ef súrefhið er of lítið. Við kolunina fer raki, gas og harpix úr viðnum og eftir verður hreint kolefhi sem gefur frá sér mikinn hita við bruna eins og grillmeistarar vita. J skógrækt hér á landi em engar aldagamlar hefðir og skógarbændur því mjög opnir fýrir nýjungum og hafa þeir sýnt þessum tilraunum mikinn áhuga. Skandinavar öfunda okkur að þessu frelsi til tilrauna í skógræktinni. Við munum halda áfram að prófa okkur áffam við birkikolun og síðan aðrar viðartegundir eins og lerki sem mikið er af á þessu svæði,“ sagði Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Héraðsskóga.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.