Bændablaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 18
18
Bœndablaðið
Þriðjudagur 17. febrúar 1998
Valmet dráttarvélar á Islandi
Kaupandi 100. vélarinnar
fékh Finnlandsferð I verflaun
„í augum okkar Finna er
ísland leyndardómsfullt land og
ég hlýt að játa að þekking okkar
Finna á Islandi er fremur tak-
mörkuð - þrátt fyrir að Island sé
eitt Norðurlandanna. Sjálfur hef
ég alltaf haft
Hannu hjá 100. Valmetvélinni sem seld
var til Isiands í ágúst á liðnu ári.
mikinn áhuga á
íslandi og hafði
lofað sjálfum mér
ferð til landsins þegar við
hefðum selt þangað eitt hundrað
dráttarvélar. Það gerðist í ágúst á
liðnu ári,“ sagði Hannu
Niskanen, forstjóri söludeildar
Valmet er blaðið hitti hann að
máli fyrir skömmu. Auðvitað
gerðist blaðamaður ögn forvitinn
og gekk á Hannu og vildi fá að
vita hvað það væri sem hann
hefði
uppgötvað á
Fróni. „Fyrir
utan
athyglisvert
land og
menningu þá
er hér að
finna
sjálfstætt
fólk.“ En
þetta átti ekki
að vera
almennt
viðtal um
ísland,
menningu og
þjóð. Hannu
fór um sveitir
landsins í för
með Þorgeiri
Elíassyni,
eiganda
Bújöfurs og
umboðs-
manni
Valmet á ís-
landi og þeir félagar stöldruðu
víða við. Hannu sagði að í fljótu
bragði væri ekki hægt að segja
að munurinn á fmnskum
bændum og íslenskum væri ýkja
mikill - bændur beggja landa
væru sérfræðingar á sínum
sviðum. Skógrækt væri
fmnskum bændum í blóð borin
en ljóst að skepnuhald væri
sérgrein þeirra íslensku. „Þið
eigið dásamlega hesta og
fallegar kindur," sagði Hannu.
I sjálfu sér ætti að vera óþarfi
að kynna bændum Valmet þar
sem Þorgeir Elíasson hefur
nánast þrætt alla heimtroðninga
landsins í því skyni. Þó má segja
að móðurfyrirtækið heitir Partek
og það hefur tengsl hér á landi
en Partek á 27,7% hlutabréfa í
Steinullarverksmiðjunni.
Valmet, rétt eins og flestar - ef
ekki allar - dráttarvélaverk-
smiðjur gekk í gegnum afar
erfiðar stundir fyrir nokkrum
árum. Sem dæmi má nefna að
dráttarvélamarkaðurinn á
Norðurlöndunum var í upphafi
áttunda áratugarins talinn vera
um 30 þúsund vélar en 1992
hrapaði salan niður fyrir 10
þúsund vélar og 1997 var hún
rösklega 17 þúsund vélar.
Sölutölur sem Hannu lagði fram
sýndu að á árinu 1997 seldust
4.628 Valmet dráttarvélar en þar
á eftir kemur New Holland með
3.668 og því næst Massey
Ferguson með 2.732.
Verksmiðjur Valmet voru endur-
skipulagðar eftir að sölulægðin
hafði gengið yfir og markaðs-
málin stokkuð upp. Liður í þeim
Vifíal vikmmr
aðgerðum var að fyrirtækið varð
sér úti um gæðavottunina ISO
9001 og að sögn Hannu var
Valmet fyrsta fyrirtækið í
dráttarvélaframleiðslu sem það
gerði. Valmet hefur skilað
hagnaði nokkur
undanfarin ár og
á síðasta ári nam
heildarfram-
leiðslan 14 þúsund vélum.
Ymsar tegundir Valmet hafa
notið mikilla vinsælda og má
nefna 65 línuna í því sambandi.
- En land á borð við ísland
getur vart verið mikilvægt í
augum fyrirtækis sem árlega
framleiðir þúsundir dráttarvéla?
Hannu kímdi og vitnaði í
hirðinn í biblíunni sem yfirgaf
hjörðina til
að leita að
týndu lambi.
„Sjáðu nú til.
Dráttar-
vélamar
okkar eru
framleiddar
með norð-
lægar
breiddar-
gráður í huga
og hér býr
fólk sem þarf
á svona
vélum að
halda. Sagan
sýnir okkur
að fram-
leiðendur -
keppinautar
okkar í
Austur-
Evrópu -
voru hér með
afar sterka
markaðs-
stöðu sem byggðist á lágu verði.
Þetta hefur breyst. Við getum
boðið góðar vélar og umboðs-
maðurinn okkar, Þorgeir, hefur
farið ótroðnar slóðir í kynningu á
þeim. Þorgeir hefur líka náð
þeim árangri að selja
hlutfallslega fleiri Valmet
dráttarvélar en Norðmenn. Af
markaðnum hér hefur Valmet
17% hlutdeild en Valmet er með
16% af norska markaðnum. Ef
dæmið er skoðað nánar og áfram
reiknað með hlutfalli af
heildarmarkaði er Bújöfur þriðja
söluhæsta útflutningslandið."
Á árinu 1997 voru seldar 313
dráttarvélar á íslandi. Þar af voru
52 frá Valmet. Til samanburðar
má segja frá Sviss en markaður-
inn þar er talinn vera um 2000
vélar árlega. „Við erum að selja
árlega um 50 vélar í Sviss
þannig að sjá má að staða okkar
hér er mun sterkari,“ sagði
Hannu og bætti því við að sam-
keppnin væri mikil á íslandi og
lykilatriði væri að geta tryggt
þjónustu löngu eftir að sala á
sjálfri vélinni hefði átt sér stað.
I upphafi nefndi Hannu að
hann hefði komið til landsins í
tilefni af því að búið var að selja
100 Valmet dráttarvélar til
landsins. En Hannu er ekki sá
eini sem er á faraldsfæti af þessu
tilefni. Kaupendum eitt
hundraðustu vélarinnar,
hjónunum Kristínu
Jóhannesdóttur og Sigurði
Baldurssyni á Páfastöðum hefur
nefnilega verið boðið til Valmet
verksmiðjunnar í Finnlandi í
mars.
Notaðar dráttarvélar og heyvinnutæki
Vetrar-
markaður
Drattarvelar Drit og hestöfl Árgerö Tæki Vinnustundir verö án vsk.
Case- IH 895 XLA 4x4 - 83hö 1993 mokst.t. vst. 3560 kr. 1.900.000
Case - IH 895XLA 4x4 - 83hö 1993 mokst.t. vst. 2600 kr. 1.950.000
Case- IH 995 XLA 4x4 - 90hö 1992 mokst.t. vst. 3750 kr. 1.900.000
Case - IH 4240XLA 4x4 - 93hö 1994 kr. 2.000.000
Case- IH 4240XLA 4x4 - 93hö 1995 mokst.t vst. 820 fram.pto. kr. 2.700.000
Case - IH 695 XL 2x4 - 70hö 1992 vst. 4000 kr. 950.000
Ford -2000 2x4 - 40hö 1970 vst. 5900 kr. 125.000
Ford-4610 4x4 - 60hö 1984 vst.2390 kr. 800.000
Fiat 70-90 DT 4x4 - 70hö 1985 vst. 3225 kr. 850.000
MF 390 T 4x4 - 90hö 1990 vst. 2700 kr. 1.400.000
MF 3070 4x4 - 93hö 1988 mokst.t. vst. 5580 kr. 1.900.000
Steyr 970A 4x4 - 70 hö 1995 mokst.t kr. 2.100.000
Ursus 4514 4x4 - 70hö 1993 mokst. t vst. 730 kr. 1.400.000
Belarus 572BX 4x4 - 68hö 1989 vst. 2030 kr. 500.000
Zetor 7245 4x4 - 65hö 1991 vst. 2380 kr. 750.000
Zetor 7245 4x4 - 65hö 1985 vst. 3600 kr. 500.000
Zetor 7211 2x4 - 65hö 1990 vst. 3200 kr. 600.000
Zetor 7745Turbo 4x4 - 80 hö 1990 kr. 700.000
Zetor 7745 4x4 - 70hö 1991 mokst.t kr. 1.200.000
Rúllubindivélar
Krone 125 1990 kr. 500.000
Krone 125 1989 kr. 450.000
Krone 130 1992 kr. 680.000
Welger RP200 1994 Netb. Br.sópv. kr. 1.100.000
Welger RP200 1993 Netb. Br.sópv. kr. 900.000
Welger RP 12 1991 kr. 650.000
Claas Rollant 44 1986 kr. 450.000
Claas Rollant 66 1991 kr. 600.000
Stjörnumúgavélar
Fella TS 455DN 1996 kr. 250.000
Krone KS 3.30 1991 kr. 130.000
PZ Andex 371 1989 kr. 110.000
Sláttuvélar kr. 140.000
Niemeyer SM 1996 kr. 230.000
DF KM 2,17 1995 kr. 150.000
Pökkunarvélar
Parmieter 1993 kr. 425.000
Kverneland 7510 1990 kr. 325.000
Kverneland UN 7518 1992 kr. 350.000
Elho 1993 kr. 400.000
Autoroll 1989 kr. 120.000
Heyþyrlur
PZ Fanex 500 1994 kr. 220.000
Deutz Fahr KH 600 1989 kr. 110.000
Stoll 550 1994 lyftut. kr. 170.000
Heybindivélar NH370 1981 kr. 150.000
NH935 1987 kr. 200.000
Ýmis tæki
Snjóblásari 1994 Pólskur trektblásari kr. 80.000
Kverneland rúllugreip 1990 kr. 55.000
Hestakerra 1995 heimasmíöuö kr. 270.000
Leitið
upplýsinga um
greiðsluskilmáía
hjá sölumönnum
okkar.
Mikið úrval af öðrum vélum á lager
VÉLABs
PJONUSTAhf
Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274
Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a
Metrinch handverkfæri komin á markað
SAIUII LYKIli EÐA TOPPÍR Á TOMMU
OG MILLIMETRA BOLTA OG RÆR
Komin eru á markað ný verk-
færi, Metrinch-toppar, sem
framleidd eru í Bandaríkjunum
og boðin af hinum velþekkta
bílaverkfæralista Eastwood.
Þessi verkfæri, toppar og
lyklar, byggja á einkaleyfis-
verndaðri hönnun og ná því
sama eða meiru átaki á
boltum og róm, hvort sem þau
eru í metra- eða tommumáli.
Metrinch verkfærin eru úr besta
verkfærastáli sem völ er á, krómuð
og póleruð. Á Metrinch er h'fs-
tíðarábyrgð og ef toppur eða lykill
reynist gallaður, eða skemmist við
notkun, er kaupandanum afhentur
annar endurgjaldslaust.
Hönnun Metrinch verkfæra
gerir það að verkum að álag frá
lykli eða toppi lendir ávallt á
flötum boltans/róarinnar en ekki á
homum eins og þegar hefðbundin
verkfæri eru notuð. Vegna hönn-
unarinnar býður Metrinch upp á
lágmarks veggjaþykkt, sem oft er
afgerandi um hvort hægt er að nota
topp eða lykil þar sem þröngt er að
komast að. Álag á toppinn/lykilinn
er mest þar sem hann er þykkastur.
Seljandi er Bjöm Baldvinsson í
Mosfellsbæ. Símar 566 6391, 896
6391 eða 852 7343.
(Fréttatilkynning).