Bændablaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 22
22 Bœndablaðið Þriðjudagur 17. febrúar 1998 Útflutningur hrossakjöts til Ítalíu 30 til 35 hrossum slátrað I hverri viku Hreiðar Karlsson, Kjðtframleiðendum ehf. Félagið Kjötframleiðendur ehf. var stofnað vorið 1994 og er í eigu búgreinafélaga kúa- bænda, hrossabænda og sauð- fjárbænda. Tilgangur félags- ins var að reyna að tryggja bændum hæstu möguleg skila- verð með því til dæmis að fást við markaðsmál bæði heima og heiman. Félagið hefur unnið allfjölbreytt starf í þessum efnum og fetað sig áfram með útflutning á síðustu árum. Útflutningur hrossakjöts til Ítalíu hófst í aprfl 1997. í upphafi var nánast um tilraun að ræða, en smám saman hefur starfið aukist og þróast. Frá því í haust hefur verið um vikulegar sendingar að ræða, nema hvað hlé var gert um jólin. Slátrun og vinnsla fer fram á Hvammstanga, sem eitt sláturhúsa hefur leyfi til að sinna slflcu verkefni, enn sem komið er. Þar hefur farið fram mikið þróunarstarf og allir lagt sig fram um að gera sem best. Guðjón Þorkelsson og Óli Þór Hilmarsson hafa verið til ráðuneytis um tækni og vinnubrögð. Einnig hafa Kjötframleiðendur ehf. fengið til landsins ítalskan sérfræð- ing í kjötskurði, til leið- beiningar um hentugustu og bestu vinnsluaðferðir og þannig lagt nokkuð af mörkum til að auka verk- þekkingu í þessum efnum hérlendis. Sláturhross hafa að stærstum hluta komið frá Norðurlandi vestra og úr Borgarfirði, en þó raunar einnig allt austan af Héraði og Suðurlandi. Á síðastliðnu ári fóru alls 30 sendingar til Ítalíu, samtals rúmlega 1000 tonn, en lógað var 825 hross- um vegna þessa verkefnis. Vikuleg slátrun hefur upp á síðkastið verið 30-35 hross, og útflutningurinn numið 4000 til 4500 kg, en flutnings- geta hefur stundum verið tak- markandi. Kaupandi kjötsins er ítalskt fyrirtæki, NABA- CARNI, sem helgar sig við- skiptum með hrossakjöt, en tengiliður okkar á Ítalíu er fyrirtækið Jarl of Iceland og aðaleigandi þess, Emilio de Rossi. Verkefnið hefur gengið vel hingað til og þessi út- flutningur komið sér af- skaplega vel, en því er ekki að neita að afkoman er í tæpasta lagi. Þess vegna verðum við sífellt að leita aukinnar hag- kvæmni, jafnframt því að hafa opin augu fyrir nýjum mörkuðum. Nóg er verkefnið og því verður að sinna. Eiríkur Einarsson, viðskiptafræðingur, á Ráðunautafundi um framkvæmd GATT-samkomulagsins island hefur staðiO sig nokkuð vel í framkvæmd sinna Á fyrsta degi Ráðunautafundar var landbúnaðarhagfræði til umfjöllunar, hagfræði búvöru- samninga og starfsumhverfi landbúnaðar á íslandi í alþjóð- legu samhengi. Frummælend- ur voru Markús Möller, ha,g- fræðingur hjá Seðlabanka Is- lands, Guðmundur Stefánsson hagfræðingur Bændasamtak- anna og Eiríkur Einarsson, við- skiptafræðingur og starfsmað- ur hjá ríkisendurskoðuninni í Svíþjóð (áður hjá OECD). Markús Möller sagði of mikil ríkisafskipti af landbúnaði. Skipta þyrfti yfir í eðlilega atvinnustefnu gagnvart atvinnuveginum sem fæli m.a. í sér að hagkvæmni réði stærð, gerð og staðsetningu fyrir- tækja, þannig að verðmætasköpun verði sem mest. Hann taldi einnig að endumýjun í bændastétt væri ekki vandamál bæði af því að búum þyrfti að fækka og að hópur bænda með bú af lífvænlegri stærð ættu enn eftir að starfa við bú- greinina um árabil. Þá yrði eðli- legri endumýjun einnig náð með því að gera atvinnuveginn hag- kvæmari þannig að bændur fengju eðlilegan afrakstur af starfseminni. Sem liði í framtíðarstefnumótun sá Markaösmál Erna Bjarnadóttir hann fyrir sér að afnema kvóta og skipta rólega yfir í almenna atvinnustefnu. Guðmundur Stefánsson rakti afskipti löggjafans af málefnum landbúnaðarins og efnisatriði bú- vömsamninga síðustu ára og Norsk kjptt gefur reglulega út viðmiðunarverð á kjöti til fram- leiðenda. Um er að ræða viðmiðunarverð en sumar afurðastöðvar innan samtakanna borga hærra verð og aðrar lægra. Flutningur er ekki inni- falinn og til viðbótar koma í einhverjum tilfellum greiðslur frá rfldnu til framleiðenda. Meðfylgjandi tafla um verð á svínakjöti er frá 3. nóvember 1997. Grísir em klofnir með haus og löppum. Kjötmatið fer eftir evrópskum staðli og tekur verðlagning mið af gæðaflokk, þyngd og kjöt- prósentu. Sé tekið dæmi af 72,0 kg grís í gæðaflokki S, þá er gmnnkjöt- prósenta 60% og hvert prósentustig umfram það gefur 0,15 NKR/kg. Að sögn Kristins Gylfa Jónssonar formanns Svínaræktarfélags íslands er hafinn undirbúningur að mælingum á kjötprósentu í íslenska svína- stofninum. Vænta má að í náinni framtíð verði kjötmatið hér á landi að- lagað evrópskum staðli lflct og notaður er í Noregi. Grfs, kloflnn meö haus og framlöppum. missera. Hann taldi að í hönd færu tímar þar sem atvinnugreininni væri búið aukið frelsi og þar með sveigjanleiki til að takast á við breytta tíma ekki síst með tilliti til alþjóðlegara skuldbindinga. Eiríkur Einarsson flutti erindi um rekstrarumhverfi landbúnaðar- ins hér á landi í alþjóðlegu sam- hengi. Hann sagði þann tíma vera liðinn að hægt væri að líta á land- búnaðarstefnuna sem hreinræktað innanlandsmál. Miklar kerfisbreyt- ingar hefðu orðið með framkvæmd GATT-samningsins, þó litlar breytingar hafi orðið á viðskiptum með landbúnaðarvörur. Það eina sem í raun hefur haft bein áhrif eru innflutningskvótamir sem hafa opnað fyrir minniháttar viðskipti með nokkrar vörutegundir. „Óbeinu áhrifin eru samt e.t.v. mikilvægari en menn gera sér yfir- leitt grein fyrir. I dag verða tollar að vera innan vissra hámarka, og allar aðrar innflutningshindranir eru bannaðar. Viðskiptaumhverfið er þar með mun gegnsærra og skilyrðin fyrirsjáanlegri en áður gerðist. Að auki hefur krafan um að sýna verði fram á að viðskipta- hindranir sem tengjast heilbrigði plantna og dýra syðjist við vísinda- legar sannanir, orðið til þess að aðildarríkin (ísland þar á meðal) em varkárari en áður við beitingu slrkra reglugerða. Ekki má gleyma að með nýjum reglum um lausn deilumála hefur WTO loksins fengið í hendur verkfæri sem aðildarríkin geta ekki hundsað eins og gerðist fyrir daga GATT samningsins." Eiríkur taldi að Island hefði staðið sig nokkuð vel í fram- kvæmd skuldbindinga sinna í WTO, miðað við önnur OECD lönd, tollar færu lækkandi, út- flutningsbætur hafa verið afnumd- ar og innflutningskvótar em álíka vel fylltir og gerist í nágranna- löndunum. Innanlandsstuðningur- inn virtist þó hafa vafist fyrir ís- lenskum stjómvöldum, bæði hvað varðar tilkynningar til WTO þar sem flokkun á beingreiðslum vegna mjólkur og kindakjöts hafa verið á reiki en einnig við gerð samninga um beingreiðslur vegna sauðfjár og mjólkur. Hann sagði að búast mætti við að í næstu samningalotu WTO yrði lögð áframhaldandi áhersla á lækkun innanlandsstuðnings, til viðbótar þeirri 20% lækkun sem samið var um í síðustu lotu. Sam- kvæmt aðferðafræði WTO var innanlandsstuðningurinn nálægt 65% af leyfilegu hámarki hér á landi árið 1995. Því er um nokkuð svigrúm að ræða en þó mun minna en hjá flestum öðmm OECD löndum. „Þá má gera ráð fyrir að „bláa boxið“ verði afnumið. Það er því miður að beingreiðslumar til sauðfjárbænda hafi ekki verið hannaðar með þeim hætti að þær flokkist ótvírætt í „græna boxið“ og séu þar með örugglega undan- þegnar lækkunarskyldunni. Flest nágrannarflci hafa reynt að breyta stuðningskerfi sínu í þá átt að flytja stuðning yfir í græna boxið meðal annars með því að leggja áherslu á stuðning við umhverfis- og byggðamál.“ Kg VGR KL. Gæðaflokkur S E U R O P P- 50,0-60,0 1 22,17 22,17 19,17 17,17 16,17 15,17 15,17 60,1-68,0 2 22,17 22,17 19,17 17,17 16,17 15,17 15,17 68,1-70,0 3 22,67 21,67 19,67 17,67 16,67 15,67 15,67 70,1-72,0 4 22,67 21,67 19,67 17,67 16,67 15,67 15,67 72,1-74,0 5 22,67 21,67 19,67 17,67 16,67 15,67 15,67 74,1-76,0 6 22,67 21,67 19,67 17,67 16,67 15,67 15,67 76,1-78,0 7 22,67 21,67 19,67 17,67 16,67 15,67 15,67 78,1-80,0 8 22,67 21,67 19,67 17,67 16,67 15,67 15,67 80,1-82,0 9 22,67 21,67 19,67 17,67 16,67 15,67 15,67 82,1-86,0 10 22,17 21,17 19,17 17,17 16,17 15,17 15,17 86,1-90,0 11 20,67 19,67 17,67 15,67 14,67 13,67 13,67 90,1-100,0 12 19,17 18,17 16,17 14,17 13,17 12,17 12,17 100,1-115,1 13 18,17 17,17 15,17 13,17 12,17 11,17 11,17 •Kaupgengi norsku krónunnar þann 3. nóvember 1997var kr. 10,112og sölugengi kr. 10,170 Grís, álag pr. kjötprósent, innan verðflokks Flokkur Grunn% Álag pr. % S 60 0,15 E 55 0,20 U 50 0,40 R 45 0,40 O 40 0,00 P 35 0,00 Glwsilegt kjötborð í verslun Nóatúns í Austurveri í Reykjavík. Þróun smásöluverðs á búvörum mar-97 sep-97 nóv-97 des-97 jan-98 feb-98 KJÖt 100,0 101,9 103,1 103,3 104,9 104,8 Nautakjöt, nýtt eða frosið 100,0 104,8 104,1 105,4 109,5 108,1 Svínakjöt, nýtt eöa frosið 100,0 106,0 103,2 107,1 108,8 107,8 Dilkakjöt, nýtt eða frosið 100,0 99,5 102,2 102,5 102,2 102,9 Alifuglakjöt, nýtt eða frosið 100,0 100,7 103,2 103,2 105,2 98,3 Kjöt unniö, reykt og saltað 100,0 100,6 102,4 101,9 103,6 104,7 Annað kjöt, nýtt eða frosið 100,0 109,7 108,5 108,2 107,7 108,8 Mjólk, ostar og egg 100,0 102,8 103,2 102,1 105,0 106,3 Mjólk 100,0 102,9 102,6 102,8 105,7 106,7 Léttmjólk, undanrenna o.fl. 100,0 103,1 103,0 103,1 106,4 107,3 Jógúrt 100,0 103,3 103,0 103,4 107,9 108,9 Aðrar mjólkurafurðir 100,0 103,3 103,7 103,9 106,7 107,0 Ostar 100,0 102,8 104,1 102,5 104,8 107,9 Egg 100,0 99,9 100,2 90,7 94,8 94,8 Olíur og feltmetl 100,0 103,6 105,7 102,1 105,2 106,9 Smjör 100,0 104,1 105,3 98,6 105,8 109,2 Smjörlíki og önnur jurtafeiti 100,0 105,6 110,4 109,0 108,0 109,0 Grænmeti, kartöflur o.fl. 100,0 111,1 111,9 109,7 109,0 110,0 Kál 100,0 116,9 127,4 134,6 130,8 138,4 Grænmeti ræktað vegna ávaxtar 100,0 108,1 108,3 85,2 92,1 93,1 Sveppir, rótarhnýði og laukar 100,0 107,2 118,3 116,7 121,5 119,0 Kartöflur 100,0 142,4 132,4 131,6 130,0 128,4 Vörur framleiddar úr kartöflum 100,0 97,8 97,3 99,5 96,5 100,0 Heimild: Hagstota íslands.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.