Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. mars 2000 BÆNDABLAÐIÐ 5 í kennslubókum segir að þegar fsland var numið hafi landið verið skógi og viði vaxið á milli fjalls og íjöru. Einnig er talið að hér hafi verið nokkuð góð skilyrði til komræktar. Séu þessar upplýsingar réttar má með sanni segja að hér hafi dropið smjör af hverju strái. Hvað hefur gerst þessi rúmlega 1.100 ár sem sagan segir að maður- inn hafi haft búsetu í landinu? Mörg eldgos hafa gengið yfir land og þjóð þetta tímabil ásamt mjög köldum árum og heilum kuldaskeiðum. Þessar náttúruhamfarir hafa skilið eftir mörg sár, bæði í sögu búset- unnar og ekki síður í gróðurþekju landsins. Ef tekið er þversnið af jarðlögum á svæðinu norðaustan Vatnajökuls sést saga eldgosa og þeirrar gjósku sem fallið hefur frá landnámi til okkar daga. Öskju- gosið 1875 lék norðausturhom landsins mjög grátt. Dreifðust gos- efni til norðausturs allt til sjávar. A svæðinu þar sem aska úr Öskjugos- inu féll má sjá blásin rofabörð og fláka þar sem jarðvegur er fokinn burt. Mikið af þessu landi hefur þó gróið upp síðustu áratugi. Land sem varð ekki fyrir þessari eyðingu er mun betur gróið og með töluvert kjarrlendi, þrátt fyrir 400-600 m hæð yfir sjó og stöðuga búfjárbeit allt frá landnámi, auk mjög mikillar beitar hreindýra síðastliðin 200 ár. Ekki má heldur gleyma búsetu mannsins. Húsakostur, bæði bæir og gripahús, var fóðraður í þökum með viði og öðmm skógarafurðum, frá landnámi fram á síðustu öld. Einnig notaði maðurinn skóginn til að hita upp híbýli sín. Fjallajarðir áttu þannig t.d. skógarítök í lágsveitum. Þannig lifði maðurinn á landinu, enda byggðist lífið á því sem landið og sjórinn gaf til viðurværis. Búsetan átti þannig sinn þátt í að eyða skógum í landinu og veikja yfirborð þess, þannig að náttúmöflin áttu greiðari aðgang að því. Samt má fylgja eftir þeim mörkum sem standa utan þeirrar línu þar sem vemlegra áhrifa gjóskulaga gætir. A þeim svæðum er landrof lítið, s.s. á norðvestan- verðum hluta landsins frá Skagaf- irði til Borgarfjarðar. Eins þeim hluta Austurlands sem slapp við öskufall 1875 og fyrr. Þróun í fjölda sauðfjár í landinu hefur verið nokkuð sveiflukennd. Fyrst er þekktur fjárljöldi árið 1700, þá talinn kringum 250.000 fjár. Árið 1784, í lok móðuharðinda, er talið að í landinu hafi aðeins verið tæplega 50.000 kindur. Fjölgar fé mjög ört úr því og um 1850 er um 700.000 Ijár í landinu. Fjárkláði og mæðiveild höggva stór skörð í sauðfjáreign landsmanna á tímabil- inu 1850-1950. Eftir 1950 verður ör fjölgun og árið 1978 er sauðfé flest tæplega 900.000 íjár. Beit í afréttum og heim- alöndum, sem nýtt em til sameigin- legrar sumarbeitar, hefur minnkað mikið vegna stórfelldrar fækkunar sauðfjár og afnáms eða minnkunar hrossabeitar í afréttum. A und- anfömum 20 ámm hefur sauðfé fækkað úr tæplega 900.000 vetr- arfóðmðum kindum í u.þ.b. 490.000. Þó að hrossastofninn hafi nær tvöfaldast á sama tíma, er nú um 80.000 hross, hefur það aukna beitarálag lent á láglendishögum. Þannig hefur beitarálag minnkað mikið á hálendissvæðum landsins, einkum þeim viðkvæmustu. Beitar- vandamál em mun staðbundnari en áður var og em einkum á láglendi, sérstaklega á sumum hrossmörgum jörðum. Fyrir 22 ámm benti könnun í öllum sveitarféíögum landsins til þess að rúmlega 1/3 íjárins væri í afréttum og tæplega 2/3 í heim- alöndum sumarlangt. Reikna má með að hlutfall ijár í afréttum, og þar með á hálendinu, hafi lækkað, jafnvel niður í rúmlega 1/4, en þetta er þó greinilega breytilegt eftir sveitum. Þess má geta að könnun á tölulegum upplýsingum um 20 helstu hálendisafréttina á 9. ára- tugnum sýndi að reiknað beitarþol Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins nam 155.000 ærgildum. Þeir útreikningar vom byggðir á gróður- kortum og uppskerumælingum en ekki tekið tillit til jarðvegs. Því em þeir einir sér ekki nothæfir. Aætlað beitarálag á þessum afréttum er nú um 45.000 ærgildi og beitartíminn er venjulega aðeins 2-2 1/2 mánuður. Vísbendingar em um að beitarálagið hafi minnkað mikið, sem m.a. endurspeglast í meiri vænleika dilka og breytingum á gróðurfari. Arferðissveiflur geta þó haft mikil áhrif, einkum á hálend- inu, og sú tilgáta hefur verið sett fram að við breytingu um hveija 1°C í meðalárshita megi gera ráð fyrir að beitarþol úthaga sveiflist um 10-20%. Það em fyrst og fremst kuldi og þurrkar sem draga úr beit- arþoli hálendisins. Gera má ráð fyr- ir að á sum víðáttumikil hálend- issvæði komi hverfandi fáar kindur, eða alls engar, þótt þau séu ekki friðuð. I ljósi þessa má leiða að því líkur að girðingaframkvæmdir til friðunar væri mjög óhagkvæmur kostur. Þó að bændur séu minna háðir hálendisbeitinni en áður var, er hún verðmæt auðlind sem skiptir vem- legu máli í ýmsum sveitum landsins og á einstökum jörðum, jafnvel þó að meirihluti ljár, og flest eða öll hross, séu í láglendishögum. Hálendisbeitin er að ýmsu leiti hagkvæm, m.a. vegna þess að gróður er jafnan næringarríkur og féð er dreift og því ekki hætta á ormasýkingu eða öðmm beitar- sjúkdómum. Sums staðar er vem- legur kostnaður við flutninga og smalamennskur. Flestir þeirra bænda sem nýta hálendisbeit eiga þó ekki völ hagkvæmari kosta, en það fer að sjálfsögðu eftir bústærð, landstærð og landgæðum í heim- alöndunum hve háðir þeir era hálendisnýtingunni. Hvað hrossin varðar er vert að geta hestaferða um hálendið sem nýta töluverða beit á ákveðnum stöðum, en fóður er tekið með í slíkar ferðir í vaxandi mæli. Mikil umferð ferðafólks er einnig um hálendið og á sú umferð ekki að spilla fyrir annarri nýtingu. Nú er verið að koma á gæðastýringu í sauðfjárræktinni, þar með lífrænni og vistvænni viður- kenningu, þar sem gerðar era kröfur um góða meðferð beitilanda, sbr. reglugerð um lífræna landbúnaðar- framleiðslu nr. 219/1995 með breytingum nr. 90/1998 og reglu- gerð um vistvæna landbúnaðar- framleiðslu nr. 504/1998. Einnig er áformað að taka upp gæðastýringu í hrossarækt. Rannsóknastofnun landbúnaðarins vinnur að þróun nýrra aðferða við mat á beitilandi þar sem bæði er tekið tilliti til gróðurs og jarðvegs. Því em nú ákveðnar vísbendingar um mark- vissari nýtingu beitilanda, ekki síst á hálendinu. Fjölgun á fé, ef einhver verður, mun trúlega byggjast frem- ur á láglendisbeit en hálendisbeit, t.d. í tengslum við breytingar á slátmnartíma þar sem farið er að slátra í júlí. Líkur era á að hrossum verði fækkað. Ný reglugerð um vörslu búfjár nr. 59/2000, svo og reglugerðir um aðbúnað hrossa nr. 132/1999 og sauðfjár nr. 60/2000 geta einnig stuðlað að skynsamlegri nýtingu beitilanda. Ef mikið verður gengið á gróin heiðalönd við gerð miðlunarlóna fyrir vatnsaflsvirkjan- ir getur slík þróun skipt máli á ákveðnum stöðum og því þarf einn- ig að huga að hálendisbeitinni í því samhengi. Ef við horfum til framtíðar hljótum við að leita leiða til að hafa sem mesta arðsemi af landinu. Leita leiða til að nýta landið af hagkvæmni og skynsemi, en jafn- framt auka við gróðurþekju þess. Þá spyr maður sig hvort friðun lands- ins fyrir sauðfjárbeit geti verið lyk- illinn að aukinni arðsemi. Ut frá sjónarhomi sauðljárbóndans er erf- itt að svara þessari spumingu játandi, nema um sé að ræða afmörkuð rofsvæði og þá tíma- bundna friðun meðan verið er að koma þeim í nýtanlegt horf. Varðandi friðun alls hálendisins fyrir sauðfjárbeit þá em fá rök sem mæla með henni. Miklar líkur em til þess að friðunin ein og sér fyrir sauðfé hafi ekki áhrif til að græða upp landið. Sést það á landi eins og í landgræðslugirðingu austan Námaskarðs á Mývatnsöræfum, sem hefur verið friðuð í áratugi. Þar er ekki sjáanlegur munur utan og innan girðingar, a.m.k. ekki á þeim hluta sem er í sjónmáli frá þjóðveg- inum. Þá má benda á svæðið milli Jökulsár á Fjöllum og Kreppu/Kverkár, sem er í kringum 60 þús. ha, og hefur verið alfriðað frá náttúmnnar hendi alla tíð. Þar er aðeins gróðurvin í Hvannalindum, allt annað land á því svæði er sand- urinn einn. Þess má geta að áhugamenn á Egilsstöðum hafa fylgst með varpi heiðagæsa í Hvannalindum sem er eina gróðurvinin í þeirri eyðimörk. Árið 1974 vom þar 28 hreiður heiðargæsa, ellefu árum síðar, eða 1985, vom þar 180 hreiður og hefur sú tala haldist nokkuð síðan. Telja þessir aðilar að þetta sé sá fjöldi gæsa sem þessi gróðurvin beri, ekki séu hagar fyrir fleiri gæsir. Þama sér náttúran um beitarstjómunina. Samkvæmt þeim athugunum sem þessir náttúmunnendur hafa gert þá virðist heiðargæsin einkum nærast á komsúmrótum og grávíði á þessum slóðum. Úr því minnst er á gæsina, þá hefur heiðargæsinni farið ört ijölgandi nú á síðustu ámm og ára- tugum. Hún kemur í stómm flotum til landsins í apríl. Fyrst fer hún í tún, verpir síðan meðfram ám og lækjum inn til landsins, en geldfugl- inn fylgir nýgræðingi allt til jökla. Mjög mikið er af henni á viðkvæmum svæðum allt frá Bárðardal og austur um Jökuldal og víðar, enda leitar hún þangað sem hún hefur nægan sand. I maí 1991 fór ég ásamt fleirum frá Brú á Jökuldal vestur í Amardal og þaðan út í Möðmdal á Efra-Fjalli. Var farið að halla degi er kom í Bæjarlöndin vestan við Möðm- dalsbæinn. Hef ég aldrei séð jafn- mikinn fjölda heiðargæsa saman kominn á einum stað og var þar þá enda gróður að byija að lifna. Hefur það tilgang að friða Möðmdalsland fyrir þeim 250 kindum sem ganga á rúmlega 50 þúsund ha. lands, en beita í staðinn þúsundum gæsa á landið? Það var árið 1895 sem fyrst vom settar reglur til að hindra sand- fok og til sandgræðslu. Hluti skógræktar var aðskilinn sand- græðslunni 1914. Á öldinni sem liðin er frá þessari lagasetningu, hefur ýmislegt áunnist. Stefna hefur verið mörkuð til skynsamlegrar uppbyggingar, bæði varðandi land- græðslu og skógrækt. Varðandi samspil framleiðslu sauðfjárafurða og landgræðslu, þá eiga fáir meiri hagsmuna að gæta, að vel sé að málum staðið, en einmitt sauðfjárbændur. Tvö verkefni ætla ég að minnast á sem ég tel að stuðli að viðhaldi og endurheimt landgæða; verkefni sem Land- græðsla og landnotendur eiga að sameinast um að vinna eftir, frekar en fara út í deilu um hálendisfriðun á vafasömum forsendum. Þessi verkefni em Bændur græða landið og Nytjaland. Algjör forsenda þess að sátt verði til framtíðar um þessi verkefni er að fullur trúnaður ríki milli allra þeirra aðila sem að þeim koma. í verkefninu Bændur græða landið em í dag yfir 500 bændur, um 60% þeirra sauðljárbændur. Bændur sem sjá aukna arðsemi fólgna í endurbótum á landinu sem þeir lifa með og af. Framlag Landgræðslunnar í verkefnið er andvirði nærri tveggja tonna af áburði til hvers bónda og síðan fræ þar sem þess gerist þörf. Framlag bændanna er aftur á móti flutningur á áburðinum og öll vinna bæði manna og véla við dreifingu. Þama er augljóslega unnið mjög mikið landgræðslustarf; starf sem kostað er að stómm hluta af bændum. Starf sem skapar þannig jákvæða ímynd og traust milli aðila sem stefna að sama marki, tel ég fela í sér mögu- leika til að efla samstarfið enn frek- ar. Að mínu mati á endurheimt landgæða að byggjast á þessum gmnni. Vil ég taka sérstaklega und- ir lokaorð í grein Guðrúnar Schmidt er birtist í janúarblaði Freys árið 2000. Þar segir „bændur em í mörgum tilfellum best fallnir til að bæta land fyrir komandi kynslóðir með uppgræðslu og geta gert það á hagkvæman hátt af þekkingu og áhuga. Stundum ber við að litið sé á bændur sem hluta af vandamálinu varðandi jarðvegs- og gróður- eyðingu. Nauðsynlegt er hins vegar að litið sé á þá sem hluta af lausn á eyðingarvandanum og öfluga sam- heija í endurheimt landkosta. Bændur geta verið lykilaðilar í því að ná markmiðum um sjálfbæra þróun og þar sem öll þjóðin ber ábyrgð á skuld liðinna kynslóða við landið er ekki aðeins réttlætanlegt, heldur brýnt að bændur fái aukna aðstoð frá ríkinu til uppgræðslu- starfa." Nytjaland, eða jarðabók íslands, er samvinnuverkefni Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, Landgræðslu ríkisins og Bænda- samtaka Islands. Era miklar vonir bundnar við það verkefni en það á að gefa okkur upplýsingar um allar bújarðir í landinu og afrétti; flat- armál hverrar jarðar og afréttar, hversu stór hluti er gróið land og hvert ástand gróðursins er. Þannig fást gögn til að meta beitarþol og nýtingarmöguleika. Skipulagning beitamýtingar getur síðan byggst á þessum gögnum því fyrst þegar þessar upplýsingar liggja fyrir skap- ast möguleiki til að segja fyrir um það hvað hver jörð ber mikla beit og hvert svæði eða hver afréttur. Þó verða bændur að velja um það þar sem beitiland er takmarkað hvort þeir vilja nýta það fyrir hrossabeit, sauðfjárbeit eða með öðmm hætti. Landgræðsla og beitarstjómun þarf að vinnast í fullu samráði við þá sem nýta landið; þá sem eiga jarðimar og búa á þeim. Bændur og þeirra samtök hafa lýst fullum vilja til að taka þátt í verkefninu Nytja- land. Gangi menn þessa leið áfram af sanngimi og heilindum, allir sem að þessum verkefnum koma, trúi ég því að framleiðsla sauðijárafurða, hreinustu náttúmafurða sem völ er á, verði áfram í fullri sátt við land og þjóð. I viðræðum við ríkið um opin- beran stuðning við sauðijárrækt til næstu ára, er ein megin stefn- umörkunin almenn gæðastýring í sauðljárrækt sem tekur meðal ann- ars á þætti landnýtingar, enda telja bændur sjálfir að beina skuli stuðningnum á samningstímanum til þeirra sem hafa næg beitilönd í jafnvægi eða framför. Opinberar stofnanir eiga að mínu mati að vera í ráðgjafar- og skipulagshlutverki og vinna að markvissum rannsóknum sem leitt geta til fram- fara í að bæta ásýnd landsins og auka arðsemi til handa þeim sem byggja afkornu sína með einum og öðmm hætti á landsnytjum. Eg hafna lítt rökstuddum áformum um friðun hálendisins fyrir sauðfjárbeit á meðan heiðargæsir, álftir og hreindýr nýta meirihluta þeirrar beitar á hálendinu sem þar er nýtt. Aðalsteinn Jónsson, formaður Landstaka sauðfjárbœnda.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.