Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 14. mars 2000 BÆNDABLAÐIÐ 19 Afliugasemd við reynslu- sðgu al loQdýrarækL Sigrún Sigurjónsdóttir, skógrækt- arráðunautur á Norðurlandi og Guðríður Baldvinsdóttir, héraðs- fulltrúi Landgræðslunnar á Norð- austurlandi munu fræða þingeyska bændur um landbótaskógrækt á námskeiðum sem haldin verða dagana 4. og 5. aprfl nk. Námskeiðin eru ætluð bændum og öðrum landeigendum og fjallað verður um þá möguleika sem landbótaskógrækt felur í sér til að bæta notagildi lands og auka möguleika á vistvænni land- nýtingu. Námskeiðin eru haldin af Landgræðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins og Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri. Umræða um landbótaskógrækt hefur vaxið á undanförnum miss- erum og þá sérstaklega á þeim landsvæðum þar sem timb- urskógrækt er ekki möguleg m.a. af veðurfarslegum orsökum. Þarfir bænda eru einnig misjafnar, sumir hafa áhuga á að koma upp skóglendi til beitar og til að skýla búpeningi, aðrir hafa áhuga á að friða birkiskóg eða rækta skóg til útivistar og almennrar fegrunar. I Þingeyjarsýslum eru miklir mögu- leikar á landbótaskógrækt og hent- ar slík skógrækt vel til að styðja við hefðbundinn búskap. A námskeiðinu verða kynnt markmið og aðferðir við landbætur í úthaga ásamt landlæsi og áhrifum um- hverfisaðstæðna á gróðurfar. Einn- ig verður fjallað um val á hentug- um trjátegundum og ræktun- araðferðir í landbótaskógrækt. Guðríður segir uppgræðslu oft nauðsynlegan undanfara skógrækt- ar. „Við getum til dæmis tekið verkefnið „Bændur græða landið“ sem er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og bænda um uppgræðslu heimalanda og tölu- vert hefur verið fjallað um hér á síðum blaðsins. Hvergi á landinu er jafn mikil og almenn þátttaka í því verkefni eins og í Þingeyj- arsýslum. A mörgum stöðum .outo: .jíA'j sjáum við þar fyrirtaks skóg- ræktarland. Margir bændur eru að friða uppgræðslusvæðin fyrir beit og er það forsenda þess að hægt sé að koma þar upp skógi.“ Að sögn Sigrúnar er nauðsyn- legt að horfa á landgræðsiu og skógrækt sem hluta af heild en ekki sem aðskilda þætti. „Skóglendi er það vistkerfi sem stefnt er að í mörgum tilfellum þegar hafist er handa við uppgræðslu. Við sjáum einnig fyrir okkur að landgræðsla og skógrækt verði hluti af búrekstrin- urn því munum við á þessu námskeiði kynna hugmyndir um landnýtingaráætlanir fyrir bújarðir og þátt landgræðslu og skógræktar í þeim.“ Þær stöllur eru sannfærðar um að þingeyskir bændur séu opn- ir fyrir þeim möguleikum sem bjóðast í uppgræðslu og landbóta- skógrækt og taki duglega til hend- inni á næstu árum. Þess má geta að einn liður nýstofnaðra Norður- landsskóga er einmitt landbóta- kógrækt og fyrir liggur að rækta upp 45.000 ha á næstu 40 árum. Fyrra námskeiðið verður haldið á Kópaskeri og það seinna á Breiðumýri. Hliðstætt námskeið verður einnig haldið á Hvanneyri og í V-Barðastrandasýslu. Ætlunin er á næsta ári að bjóða fleirum upp á þetta námskeið. Skráning og nánari upplýsingar fást í síma 437 0000. ut)it/. aiaa rícj á þ-ato^a iev iniiugm I síðasta tölublaði Bænda- blaðsins er sögð reynslusaga úr loðdýrarækt. Ekki er ástæða til að bijóta efni þeirrar frásagnar til mergjar enda er höfundur að lýsa sinni reynslu, frá sínum sjónarhóli, og hvernig þau hjón upplifðu hlutina. Stundum geturþó það sem ósagt er valdið misskilningi. T.d. er réttilega vitnað til ákvæðis í 5. gr. samnings um búháttabreytingu þ.s. kveðið er á um heimild til samningsaðila að óska endur- skoðunar á samningnum að átta árum liðnum. Hins vegar er fyrir- varanna í þeirri sömu grein ekki getið. I 5. gr. segir einnig: „Um endurskoðunina fer eftir ákvæðum laga og reglugerða sem þá kunna að gilda um framleiðslustjómun í landbúnaði og við endurskoðun samningsins skal tekið tillit til markaðsaðstæðna fyrir viðkom- andi framleiðsluvörur". Að ekki hafi borizt svar frá sjóðnum kann að vera rétt ef átt er við skriflegt svar en eins og fram kemur í frá- sögninni þá var símasamband á milli aðila og hefur það verið talin heppilegri leið í þessu tilviki enda var málinu haldið opnu til frekari viðræðna. Hins vegar var ljóst að Framleiðnisjóður hafði efnt samninginn að sínum hluta, þ.e.a.s. innt af hendi þær greiðslur sem kveðið var á um, en það var ekki í hans valdi að endurúthluta framleiðslurétti. Stuðningsað- gerðir við loðdýraræktina sneru eðlilega að þeim bændum sem héldu áfram loðdýrabúskap en það útilokaði hina sem kusu að hætta. Slíkt er auðvitað ekki með öllu sársaukalaust en hvorum hópnum hefur blætt meira skal ósagt látið. Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hubiingur á toðri A dögunum sendi blaðið símbréf til nokkurra fóðurfyrirtækja og bað um upplýsingar um kostnað við flutning á lausu kjarnfóðri fyrir kýr. Svör hafa skilað sér frá nokkrum aðilum og talið var best að greina frá svari hvers og eins - en ekki gera tilraun til að bera saman kostnað við að flytja fóðrið, en það verður hver og einn að gera fyrir sig. Flest þeirra fóðurfyrirtækja sem fengu bréf svöruðu - en viðbrögðin voru misjafnlega ítarleg eins og sjá má. Dæmið sem við settum upp var svohjóðandi: Hve mikið kostar að flytja kjarnfóður fyrir kýr (laust) frá blöndunarstað/lager til bónda sem býr í a) 10km fjarlægð og kaupir 1 tonn, 3 tonn og 7 tonn b) býr í 100 km frá blöndunarstað/lager og kaupir 1, tonn, 3 tonn eða 7 tonn c)býr í 300 km frá blöndun- arstað/lager og kaupir 1, tonn, 3 tonn eða 7 tonn. Þá var spurt um staðgreiðsluafslátt og hvaða reglur giltu um magnafslátt Vallhólmur I bréfi frá Vallhólmi, Fóðursmiðja, segir Vignir Sig- urðsson, forstöðumaður að spurningunni um flutn- ingskostnað geti hann ekki svarað þar sem um jafnaðargjald sé að ræða - breytilegt eftir héruðum. Vignir segir að ekki sé flutt minna en 2-3 tonn á bæ og sama gjald (pr. tonn) hvot sem flutt eru 3 eða 7 tonn. „Nánast allur okkar flutningur miðast við 3 tonn í sendingu. Flutingur á bæ innan héraðs (Skag- afjörður) 0-70 km. er kr. 1.500 pr. tonn án vsk. Flutningur á bæ í ca. 100 km. fjarlægð er 2.000 pr. tonn án vsk. Við höfum ekki flutt fóður á bæ í 300 km fjarlægð en gjald mundi líklega vera um 5.000 pr. tonn án vsk.“, segir Vignir. Hann getur þess jafn- framt að hjá Vallhólma sé enginn staðgreiðslu- afsláttur en greiðslufrestur á lausu fóðri sé 45 dagar. Þá er veittur 5% magnafsláttur ef afgreidd eru 3 tonn eða meira. Mjólkurfélag Reykjavíkur í svari Mjólkurfélags Reykjavíkur segir Sigurður Eyjólfsson, forstjóri, að: kaupandi sem býr í 10 km fjarlægð greiði kr. 990 fyrir flutning á þremur tonnum en kr. 715 fyrir flutn- ing á sjö tonnum. Kaupandi sem býr í 100 km fjarlægð borgar kr. 2.860 fyrir flutning á þremur tonnum en kr. 2.420 fyrir flutning á sjö tonnum. Kaupandi sem býr í 300 km fjarlægð borgar kr. 4.620 fyrir flutning á þremur tonnum en kr. 3.850 fyrir flutning á sjö tonnum. Ofangreind verð eru án vsk. Kaupfélag Árnesinga í svari KA segir að svarið við fyrirspuminni sé ekki eins auðvelt og ætla mætti þar sem KÁ miði aksturs- taxta fremur eftir hreppum en beinlínis kílómetmm. Stefán Már Símonarson segir í svari sínu að félagið miði við 2,5 - 3 tonn sem lágmark. „ Varðandi lið a) Þá keymm við aldrei fóður svo skamma vegalengd þar semekkert kúabú er svo skammt frá Rvk. „Varðandi 7 tonn í einu þá flytjum við aldrei svo mikið í einu fyrir kúabændur þar sem þeir hafa ekki svo stór síló en ef slíkt kæmi upp þá myndum við veita 16% afslátt frá taxta.“ Taxtar KA: Ölfushreppur Flóinn Skeið Bisk + Laugadalur Gnúp. + Hmnamannhr. Grímsnes Þjórsá - Ytri Rangá Ytri Rangá - Eystri Rangá Eystri Rangá - Markárfljót Markárfljót - Skógar 1,32* pr. kgánvsk. 1,98* 2,08* 2,86* 2,86* 2,20* 2,64* 2,86* 3,07* 3,50* (*Hér er um að ræða það verð sem bóndinn greiðir fyrir heimkomið kíló). Afslættir af fóðri: Staðgreiðsluafsláttur 4% Magnafsláttur 5% (3 tonn eða meira) Fóðurblandan I svari Erlendar Jóhannssonar hjá Fóðurblöndunni segir að ekki sé eingöngu farið eftir vegalengd þegar flutningskostnaður er metinn. Fyrirtækið flytur ekki eitt tonn í lausu en fóðurkúlumar á bílunum taka þrjú tonn og er það lágmarksskammtur. Ef tekin em átta tonn eða meira af fóðri er gefinn 16% afsláttur af flutningstaxta. L í Þingeyjarsýslum val Agri Harmony TopFlow MJALTAKROSSINN toppurinn í mjaltatækni Harmony Top Flow er ótrúlega léttur mjaltakross með nýrri gerð spenagúmmía sem eru með þynnri veggi og meira flæðirými en nokkru sinni fyrr. Minna burðarálag á spena. Minni hætta á loftleka milli spena og spenagúmmís. Fljótvirkur flutningur á mjólkinni yfir í lögnina kemur í veg fyrir flökt á sogi. VEIAVERf Lágmúla 7,108 Reykjavík, sími 588 2600 Dalsbraut 1, 603 Akureyri, sími 461 4007 Ii§13 §1 í JSpj&l I lliílíiri

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.