Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 14. mars 2000 BÆNDABLAÐIÐ 21 og hestinum með því sköpuð staða sem þjóðartákn. Nefndin leggur til að við móttökur á Bessastöðum verði þátttaka hesta og hestamanna í því fólgin að sveit 8 - 10 reiðmanna sem bera íslenska fánann og þjóðfána hins erlenda gests ríði á undan bifreið gestsins frá gatnamótum við Álftanesveg að móttökusvæðinu við Bessa- staðastofu. Við móttöku á Kefl- avíkurflugvelli ríði sveit 6-10 reiðmanna á undan, samsíða og á eftir bifreið hins erlenda gests, frá því að bifreiðin kemur út um hlið á flugvallarsvæðinu, meðfram Leifs- stöð og að vegamótum norðan Leifsstöðvar. Þegar að vegamótun- um kemur stilli reiðmennimir sér upp á akbrautinni til suðurs á meðan bifreiðin sveigir til vesturs og ekur burt. Nefndin leggur til að við val á hestum og knöpum til þátttöku í opinberum móttökum og reiðsyningum ásamt þjálfun sýn- ingarliðsins verði í höndum sýningarstjóra, „einvalds". Þriggja manna sýningarstjórn, skipuð fulltrúum frá Landssambandi hestamannafélaga, Félagi tamn- ingamanna og landbúnaðarráðun- eyti hafi það hlutverk að velja sýningarstjóra og fylgja eftir gæðakröfum. Þá leggur nefndin til að í því skyni að kynna íslenska hestinn og efla ferðaþjónustuna í landinu verði efnt til skrautreiðar á Þing- völlum þrjá daga í viku, frá 15. júní - 15. ágúst. Sýningin verði í því fólgin að valinn hópur 10 manna ríði skrautreið niður Al- mannagjá og ljúki reiðinni með gangtegundasýningu á völlunum við Óxará. Hjálmar Árnason alþingismaður afhendir Davíð Oddssyni forsætisráðherra tillögur nefndarinnar. Þátnaka íslenskra hesta verði fastar liður vM möiíku erMra PhðWegja Það var í mars á liðnu ári er Alþingi samþykkti svofellda þingsályktun: „Álþingi ályktar að i'ela landbúnaðarráðherra að und- irbúa í samvinnu við önnur stjómvöld og samtök, að íslenskir hestar og hestamenn gegni veiga- miklu hlutverki við opinberar móttökur erlendra þjóðhöfðingja og við önnur hátíðleg tækifæri." Flutningsmenn tillögunnar voru Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, þáverandi formaður land- búnaðarnefndar Alþingis, Hjálmar Árnason, alþingismaður og Jónas Hallgrímsson sem þá sat á Alþingi sem varamaður. Síðla árs skipaði landbúnaðarráðherra nefnd til þess að vinna að framgangi framan- greindrar þingsályktunar. I nefnd- inni áttu sæti: Hjálmar Ámason, alþingismaður, formaður, skipaður án tilnefningar, Guðni Bragason, prótókollsstjóri, fulltrúi utanríkis- ráðuneytisins, Kristján Andri Stef- ánsson, deildarstjóri, fulltrúi for- sætisráðuneytisins, Hólmgeir Valdimarsson, framkvæmdastjóri, fulltrúi Landssambands hesta- mannafélaga, Olil Amble, tamnin- gamaður, fulltrúi Félags tamninga- manna og ritari nefndarinnar var Hákon Sigurgrímsson, deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Nefndin afhenti Davíð Odds- syni, forsætisráðherra, og Guðna Ágústssyni, landbúnaðarráðherra, lillögur sínar við upphaf Búnaðar- þings, en samkvæmt þeim á þátt- taka íslenskra hesta og hestamanna að verða fastur liður við móttöku erlendra þjóðhöfðingja sem til landsins koma, annað hvort við hina opinberu móttöku á Bess- astöðum eða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, Sveppasjúkdúmur í M veldur jnrf, a.m.k.sunnanlands að áríðandi er al skipta aft um kornræktarland Erlendis valda sveppasjúkdóm- ar verulegu tjóni í kornrækt. Barist er gegn þeim með ýmsum ráðum; til dæmis er reynt að flytja ónæmi gegn þeim inn í kornplöntur með kynbótum, sums staðar eru akrar úðaðir reglulega með sveppaeitri á sama hátt og gegn kartöflumyglu og víðast hvar eru notuð sáðskipti í sama tilgangi. Sveppasjúkdómum má skipta í þrennt: 1. Sveppir sem lifa neðanjarðar og drepa rætur koms, einkum hveitis og byggs og valda oft miklu tjóni. Þeir dreifast eingöngu með rótarhlutum, en fjölga sér mjög þegar kom er ræktað ár eftir ár á sama stað. Engin ráð em þekkt gegn þeim önnur en sáðskipti og víða er talið óráðlegt að rækta bygg oftar en sjötta hvert ár í sömu spildu. 2. Sveppir sem lifa af veturinn á hálmleifum í akri, en sýkja ofanjarðarhluta koms. Til þessa flokks telst sveppurinn Rync- hosporium secale sem veldur sjúkdómi sem við höfum kosið að nefna augnflekk (norska; grá ójeflekk, sænska; sköldflacksjuka). Meira verður fjallað um hann hér á eftir. 3. Sveppir sem lifa á vetrarkomi sem helst grænt yfir veturinn, en sýkja svo vorkom á sumrin ekki síður en vetrarkom. Til þess flokks telst sveppurinn sem veldur mjöldögg. Hann veldur miklu tjóni erlendis og berst hratt yfir og víða; til dæmis með vindi yfir Eystrasalt frá Þýskalandi til Svíþjóðar. Gegn honum er helst notað, auk úðunar, arfbundið ónæmi og til skamms tíma bann við ræktun vetrarbyggs til dæmis í Danmörku. Halldór Sverrisson plöntusjúk- dómafræðingur á Rannsóknastofn- un landbúnaðarins leitaði í sumar er leið að hugsanlegum rótarsýk- ingum á byggi hérlendis og fór víða um land í þeim tilgangi. Skemmst er frá að segja að hann fann ekkert sjúklegt neðanjarðar í þeim ferðum. ísland er því líklega eina komræktarlandið í heiminum þar sem ekki finnast rótarsjúk- dómar á byggi. Sjúkdóma í þriðja flokki er lflca hægt að klára í einni setningu því að þeir hafa aldrei fundist hér, enda er hér ekki ræktað vetrarkorn og langt er til annarra landa. Einn sveppur er hér þó til mikillar óþurftar og reyndist sér- lega skæður í vætutíðinni sunnan- lands í sumar er leið. Það er sveppurinn sem veldur augn- flekknum og áður var minnst á. Hann er landlægur hér og ekki ljóst hvenær hann hefur borist hingað. í byggi kemur sýkingin fram sem gráir, þurrir blettir með dökkbrúna rönd í kring (sjá mynd). Hafi nóg verið af smitefni og plantan mótstöðulaus étur svepp- urinn blöðin öll og hanga þau eftir það niður grá og visin og flekkir sjást á stöngli og deplar á títum og þar með er ljóstillífun plöntunnar lokið um aldur fram. Smitið lifir veturinn í hálmi í akrinum. Komið smitast þegar það kemur upp, en lítið ber á einkenn- um meðan plantan er í hröðum vexti. Um skrið hafa blöð komsins lokið vexti og í kyrrstöðunni sem því fylgir lætur sveppurinn til sín taka. Til þess að sveppurinn geti borið gró og breiðst út um eigin hýsilplöntu og víðar um akurinn þarf hann votviðri og meira en tíu stiga hita. Áramunur er að því hversu ágengur sveppurinn er. Sumarið 1998 kom hann lítið við sögu á Suðurlandi, en sást þá á korni bæði í Húnavatnssýslu og í Skagafirði. Sumarið 1999 olli hann aftur á móti verulegu tjóni á Korpu og var mjög áberandi sunnanlands. Mun hann ásamt tíðarfarinu eiga sök á því hversu uppskera varð lítil þar í héraði þetta árið. Erlendis er það vitað að sexraðabygg er næmara fyrir sjúk- dómum en tvíraðabygg. Það kom vel fram í tilraunum á Korpu í sumar er leið. Þar varð sýkingar vart í sexraðayrkjunum Arve og Olsok strax um skrið í síðustu viku júlí. Þá var hlý vætutíð í marga daga. Hálfum mánuði síðar var sexraðabyggið allt undirlagt, blöðin að visna og títan orðin brún. Þá sáust fyrstu merki sýkingar í tvíraðabyggi og var engu líkara en að smitið breiddist út frá sexraða- bygginu. Tvíraðabyggið missti blöðin aldrei alveg, en var orðið talsvert sýkt í septemberbyrjun. Sveppasmitið varð svona illvígt í ökrum þar sem kom hafði verið árin á undan. Einn akur var sá á Korpu þar sem ekki hafði verið ræktað kom frá 1995. Þar sást ekki augnflekkur. Uppskera varð þar betri en í öðmm ökmm á staðnum, en hæpið er að bera saman uppskem af mismunandi spildum. Nær er að bera saman þúsundkomaþungann. Þegar borin vom saman sömu yrkin þá var hann 36 grömm þar sem komið var sýkt, en 41 gramm þar sem komið var heilbrigt. Sam- kvæmt því hefur augnflekkurinn valdið 12% uppskerurýmun á tvíraðabyggi í sýktum ökmm. Ráð til að draga úr skaða af völdum augnflekks er fyrst og fremst að hirða hálminn og plægja stubbinn vel niður. Næsta ráð er að sneiða hjá sexraðabyggi því að það fer verr út úr sýkingu en tvíraðakom og breiðir smitið bein- línis út. Þetta á fyrst og fremst við sunnanlands, en líka má vara Norðlendinga við einhliða ræktun sexraðakoms því að vætusumur getur líka gert þar. Og svo er ráðið sem áhrifaríkast er og það er að skipta ört um komræktarland og rækta ekki korn nema svona tvisvar á hverjum stað. Mögulegt er líka að úða með sveppaeitri, en ekki mælum við með því að svo komnu því að það er nokkuð kostnaðarsamt og auk þess óskemmtilegt að vaða með vélar yfir akra rétt fyrir skrið. Jónatan Hennannsson, RALA Bændur Bændur Vélar og Þjónusta hf er stærsta þjónustufyrirtækið á sínu sviði á íslandi. 25 ára reynsla gefur okkur aukið forskot. Þakktlr fýrlr þjónustu í 25 ár VELAR & Járnhálsi 2, Reykjavík, | ^ sími 5 800 200, fax 5 800 220 H Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a Þjónusta í www.velar.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.