Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 14. mars 2000 BÆNDABLAÐIÐ 23 Smáauglýsingar Bændablaðsins Smáauglýsingar - sími 563 0300 - fax 552 3855 - netfang bbl@bondi.is Til sölu Til sölu Veto 1000 ámoksturstæki m/festingum fyrir Zetor og IH. Uppl í síma 431-4404. Til sölu Ifor Williams gripakerra. Tekur 4-6 hesfa. Ný. Uppl. í síma 487-8720. Til sölu Case 1494 árg. ‘85 4x4 meö tækjum. Case 1394 árg. ’87. New Holland L-75 árg. ‘98 meö tækjum og Eberle saxblásari. Uppl. í síma 487-8720. Til sölu Zetor 3511, 40 hö. með ámoksturstækjum, lyftir rúllum, í góðu lagi, snjókeðjur fylgja. Rúlluvagn, tvöföld dekk á vörubílsgrind, tekur 11 rúllur. Heyblásari og súgþurrkunar- blásari. Uppl. í síma 438-1558. Til sölu Mitsubishi L-300 8 manna árg. ‘81, diesel 2,5. Uppl í síma 861-7090 Marinó. Ámoksturstæki. Öflug iðnaðar- tæki til sölu. Þriðja svið. Uppl. í síma 464-4268. Kári. Útvega lambamerki í sauðfé. Merkt eftir óskum kaupenda. Uppl. í síma 487-8720. Til sölu endur, varpfuglar og ung- ar. Uppl. í síma 424-6750. Til sölu Bergsjö tvívirk ámokst- urstæki m/ festingum fyrir MF- 185 og 165, Kuhn snúningsvél árg. ‘78 og Fella sláttuvél 1,88 m árg. ‘91. A sama stað óskast vél úr Ursus 335. Uppl. í síma 478- 1068 eftirkl 20. Arni. Til sölu Kverneland 7512 pökkunarvél árg. ‘92, Wicon 5 hjóla rakstrarvél og Land-Rover árg. ‘68 ógangfær.Uppl í síma 451-2933._________ Til sölu Pajero diesel Turbo lang- ur, árg. ‘86. Skipti á fólksbíl koma til greina. Uppl. í síma 464-3909 eða 855-3209^ Til sölu Grimme kartöflu- upptökuvél árg. ’89, í lagi, alltaf geymd inni. Súgþurkunarblásarar H-12. Baggatínur, duks bagg- afæriband 6 m, traktorsdrifið. Deutz-Fafr heyþyrla 6,3m. Allt vélar í lagi. Einnig Land-Rover diesel árg. ‘71 ekki á skrá, heil- legur en þarfnast lagfæringar aðallega á rafkerfi. Tilboð. VW Golf árg. ‘85 ekinn 170.000 km, sumar- og vetrardekk á felgum, tilboð. Uppl. í síma'487-1307. Óska eftir Óskum eftir bújörð til leigu eða vinnu á kúabúi. Uppl. í síma 482- 3229.______________ Óska eftir jörð til leigu fyrir hesta eða hluta af jörð. Jörð í fullum rekstri kemur til greina. Helst á Vesturlandi en athuga líka jörð sem þarfnast viðhalds. Uppl. í síma 431-2476. ________ Óska eftir ódýrri dráttarvél (60-80 hö) m/ tækjum. Helst 4x4. Uppl. í síma 568-3198 eftir kl 19. Óska eftir Case 1494 til niðurrifs. Uppl í síma 465-2208. Óska eftir að kaupa greiðslumark í mjólk Upplýsingar í síma 898- 1566 Fjárjörð óskast til kaups. Jörðin þarf að vera í rekstri og hafa framleiðslurétt. Uppl í síma 587- 8881 og 891-9921. Óska eftir 10.000 lítra greiðslu- marki í mjólk. Staðgreiðsla. Uppl í síma 487-4761 eftir kl 20. Óska eftir ódýrri dráttarvél með tækjum. Staðgreiðsla fyrir réttu vélina. Uppl. í síma 486-8803. Bændur athugið. Óska eftir að kaupa heyþurrkunarblásara af tegundinni Wild 100. Uppl. í síma 483-3013 og 896-8115. _ Massey Harris Pony dráttarvél óskast til kaups. Árg ‘48 eða ■yngrii.Uppl. í síma 473-1527 eftir kl 20. Atvinna Starfsmaður óskast í sveit á Suðurlandi við venjuleg útistörf. Við búum við kýr og hesta. Uppl. í síma 486-8918. Ert þú á leiðinni suður? Okkur vantar hresst og stundvíst fólk í kjötvinnslu Nóatúns. Erum miðsvæðis. Framtíðarstörf hjá framsæknu fyrirtæki. Nánari upplýsingar gefa Teitur Lárusson í síma 585-7037 og Sólmundur Oddsson í síma 588-9600 eða 899-3414. Sauðfjárbændur athugið Þeir einir hafa kosningarétt um nýjan sauðfjársamning sem eru aðilar að Bændasamtökum íslands gegnum búgreina- félög eða búnaðarfélög/búnaðarsambönd og eru aðilar að búum með 50 kindur eða fleiri. Frestur til að ganga í aðildarfélög vegna atkvæðagreiðslunnar er til 20. mars nk. Bændasamtök íslands Landssamtök sauðfjárbænda ,,,,,,, Fyrír hesta og hestamenn Ávaltt íleidinni og ferðar virði GIRÐINGAREFNI SÁDVÖRUR HESTAVÖRUR MRbúöin Lynghálsi 3 Sími: 5401125 «Fax: 5401120 Smá- auglýsinga jj síminn er ^ 563 0300 ** Jörð til sölu Tilboð óskast í jörðina Hellu. Jörðin er staðsett utarlega á Árskógsströnd, í um 9 km fjarlægð frá Dalvík og 35 km frá Akureyri. Á jörðinni er íbúðarhús steinsteypt, byggt 1960, 628 m3, mikið endurnýjað,vélaverkstæði 180m2, fjárhús (stálgrind) fyrir ca 270 fjár og hlöður. Geymsluhús 1190 fm byggt 1986.(Stálgrind). Ræktað land ca 25 ha og mikið óræktað land, allt afgirt. Jörðin er án fullvirðisréttar. Allar nánari upplýsingar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar sími 462-4477, eða eiganda í síma 466-1976. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skila fyrir 15. apríl nk, til Búnaðarsambands Eyjafjarðar Óseyri 2, 600 Akureyri. Til Sölu - Jörðin Hlíðskógar - Jörð ásamt útihúsum og 339,5 ærgilda kvóta. íbúðarhús steinsteypt árið 1984 Fjárhús fyrir 500 fjár eru á jörðinni auk annarra útihúsa. Allar frekari upplýsingar veittar á Fasteignasölunni BYGGÐ Strandgötu 29, Akureyri S: 462-1744 og 462-1820. Jörð til sölu Jörðin Atlastaðir í Svarfaðardal er til sölu. Á jörðinni er framleiðsluréttur fyrir um 92.700 lítra mjólkur og 44 ærgildi í sauðfé. Fjós er fyrir 30 kýr og lausaganga, fjárhús fyrir 50 fjár, hlöður um 1600 m3 og geymsla 100 m2. Ræktun er ca 35 ha. Tilboð í aila jörðina ásamt bústofni og vélum eða einstaka hluta skulu hafa borist til Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir 7 apríl n.k. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofntíma í síma 462-4477 eða á netfang aeh@bondi.is. Kornbændur í vfking! Landssamband kornbænda hyggur á fagferð til Skandinavíu dagana 14. - 20. ágúst næstkom- andi. Farið verður í heimsóknir á tilraunastöðvar í korn- og grasrækt og skoðaðar jarðræktartilraunir, heimsótt ýmis fyrirtæki sem tengj- ast komrækt, grasrækt og naut- griparækt, korn- og nautgripa- bændur heimsóttir og farið á fleiri áhugaverða staði. Flogið verður til Osló, ferðast um Noreg og Svíþjóð en ferðinni lýkur í Danmörku og flogið heirn þaðan. Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu Landssamb- ands kúabænda, s: 5630300. Áhugasamir hafi samband sem fyrst þar sem sætaframboð er takmarkað. Slegið á þráðinn Til Hannesar Hafsteinssonar, matvælarannsóknum Keldnaholti Hafa bœndur hugað nógsam- lega að vöruþróurí?- á þetla við um allar búgreinar eða einhverjar öðru fremur? Þegar þessi mál eru rædd koma alltaf upp spumingar um það hver á að sinna vömþróun, hver hagnast á henni og hver á að greiða kostnaðinn. Það leikur eng- inn vafi á því að mjólkurgeirinn hefur unnið öflugasta starfið á þessu sviði hér á landi. Þar hefur vöruþróunin verið í höndum af- urða- og sölufyrirtækja. Ef vel tekst til við vömþróun þá em það bæði bændur og af- urðastöðvar sem hagnast. Stærð búanna er þannig að ekki er hægt að ætlast til þess að t.d. sauðfjárbændur sem einstaklingar séu að sinna vömþróun. Aftur á móti er það eðlilegt og sjálfsagður hlutur að samtök þeirra beiti þrýstingf ög vi'nhí áð þvfáð'á'vánf sé öflugt vömþróunarstarf í gangi. Enda hefur sú verið raunin undan- farin ár. Það er ekki hægt að svara þeirri spurningu hvort bændur hafi ekki gætt nógsamlega að vöruþróun hér á landi. Vöruþróun er einfaldlega þannig að hún verður alltaf að vera í gangi og það skiptir ekki máli hversu mikið er gert, það má alltaf gera meira. Má segja að t.d. sauðfjár- bœndur hafi sofnað á verðinum hvað þetta varðar? Það getur enginn leyft sér að fullyrða að sauðfjárbændur hafi sofnað á verðinum. Á undanföm- um ámm hefur mikið verið unnið að vömþróun í greininni. Það má að vísu alltaf gera betur og ef gagnrýna á þetta starf þá má segja að starfið hefði mátt vera mark- vissara og að heildarskipulag hefði mátt vera í fastari skorðum. ~Mún rékjánléikrvorú skiþfá ' framtíðinni? Framtíðarmöguleikar íslenska lambakjötsins felast fyrst og fremst í því að markaðssetja það sem gæðavöm. Kröfuharðir neyt- endur munu kreíjast rekjanleika. Með aukinni áherslu á vistvæna framleiðslu verður krafan um rekj- anleika æ þýðingarmeiri. Má segja að gœðastýring hjá ITórídánuTn'siréiKn mik'dvœgásíi þátturinn í vöruþróun samtímans? Vöruþróun byggir á jöfnum og stöðugum gæðum hráefna. Þess vegna er gæðastýring nauðsynleg í fmmframleiðslunni. Gæðastýring verður samt alltaf að taka mið af þeim möguleikum, sem bóndinn hefur. Hún má ekki vera svo flókin og ítarleg að hún íþyngi framleiðandanum. Rannsóknir skipta máli - erí hvernig gengur aðfáfé til rann- sókna? Það má segja það sama um fé . til rannsókna og um vömþróun. Það má gera meira, starfið á að vera markvissara og heildarskipu- lag mætti vera betra. Rannsóknir em oft forsenda vöruþróunar, þ.e. ekki er hægt að vinna að ákveðn- um vöruþróunarverkefnum, nema að undangengnum rannsóknum. Vandinn, sem menn standa frammi fyrir varðandi rannsóknir er sá að það líður oft talsverður tími frá því að þær hefjast og þar til þær skila áþreifanlegum ávinn- ingi. Þeir sem útvega fjármagn til 'ránrisðkria ve'rðá áð gét'a'réttlæll gerðir sínar með því að geta bent á árangur. Þetta er skiljanlegt sjónarmið, en því miður verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að íjöldi rannsóknaverk- efna tekur 3-5 ár. Vöruþróun kostar peninga og íslensk fyrirtœki eru smá. Erhœgt að œtlast til þess af þeim að þau ástundi samskonar vöruþróun og œtla má að gerist ytra lijá stórfyr- irtœkjum - sem síðan sœkja á islenskan markað? Geta m.ö.o. íslensk fyrirtœki keppt við þessa erlendu risa? Þetta fer allt eftir því hvers eðlis vömþróunin er. Stóm fyr- irtækin erlendis em sum hver með þróunardeildir, sem hafa á að skipa um eða yfir eitt þúsund starfsmönnum. Við keppum ekkert við slík fyrirtæki. Aftur á móti get- um við gert marga góða hluti á ákveðnum sviðum og við eigum að leyfa erlendu risunum að finna upp hjólin, sem við síðan setjum undir okkar vagna.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.