Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. mars 2000 BÆNDABLAÐIÐ 7 Samningur um IramleiOslu sauðfiOrafurða Landbúnaðarráðherra fyrir hönd ríkis- stjórnar Islands og Bændasamtök Islands, gera samkvæmt 30. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvör- um með síðari breytingum, með sér eftirfar- andi samning um framleiðslu sauðíjáraf- urða, sem hefur það að markmiði: að styrkja sauðjjárrœkt sem atvinnu- grein og bœta afkomu sauðfjárbœnda. að ná fram aukinni hagrœðingu í sauð- fjárrœkt. að sauðfjárrœkt sé í samrœmi við um- hverfisvemd, landkosti og ceskileg land- nýtingarsjónarmið. að halda jafnvœgi milli framleiðslu og sölu sauðfjárafurða. að efia fagmennsku, þekkingu og þróun í sauðfjárrœkt. Þessum markmiðum hyggjast samnings- aðilar ná með því að beina stuðningi í ríkari mæli að gæðastýrðri framleiðslu, viðhalda því kerfi sem gildir um útflutning sauðfjáraf- urða, efla rannsóknir, kennslu, leiðbeiningar og þróun greinarinnar, vinna að sátt um mat á landnýtingu og aðstoð við þá bændur er vilja hætta sauðfjárframleiðslu. 1. gr. Hugtök 1.1. Beingreiðslumark Tiltekin fjárhæð, sem ákveðin er í 2. gr. og skiptist milli lögbýla eftir greiðslumarki þeirra. 1.2 Jöfnunargreiðslur Tiltekin fjárhæð sem greiðist á framleiðslu umfram 18,2 kg á ærgildi skv. skilyrðum sem fram koma í gr. 3.1. 1.3 Alagsgreiðslur Tiltekin ijárhæð sem greiðist á gæða- stýrða framleiðslu, sbr. gr. 3.2. 1.4 Greiðslumark lögbýla Greiðslumark lögbýla er tiltekinn fjöldi ærgilda, sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli, sbr. gr. 2.2 og veitir rétt til beingreiðslu úr rikissjóði. 1.5 Ærgildi Við útreikning greiðslumarks til ærgilda er miðað við 18,2 kg kjöts. 1.6 Vetrarfóðruð kind Ær, hrútar, sauðir og lömb sem sett eru á vetur og talin fram á forðagæsluskýrslu. 1.7 Útflutningsskylda Sameiginleg ábyrgð framleiðenda sauð- fjárafurða á að hluti framleiðslu verði fluttur úr landi. 1.8 Gœðastýrð sauðfjárframleiðsla Dilkakjöt sem framleitt hefur verið eftir kröfum um skilgreindan framleiðsluferil, hollustu og umhverfisvemd. 2. gr. Greiðslumark 2.1 Beingreiðslumark Beingreiðslur til framleiðenda sauðfjár- afurða verða kr. 1.740 milljónir á ári og skiptast hlutfallslega milli framleiðenda eins og beingreiðslur gerðu á árinu 2000. Bein- greiðslur taka breytingum til samræmis við uppkaup ríkisins skv. gr. 2.3. og einnig frá árinu 2003 til samræmis við álagsgreiðslur á gæðastýrða framleiðslu skv. gr. 3.2. 2.2 Greiðslumark lögbýla Greiðslumark er bundið við lögbýli og skal skráð í einu lagi, nema um fleiri sjálfstæða rekstraraðila sé að ræða, sem standa að búinu. Beingreiðsla greiðist úr ríkissjóði til framleiðenda á samningstímanum. Bein- greiðslur verða kr. 4.399 á hvert ærgildi fyrsta og annað árið en lækka árlega eftir það skv. ákvæðum í gr. 3.2. Til þess að fá fullar beingreiðslur þarf sauðfjárbóndi að eiga að minnsta kosti 0,6 vetrarfóðraðar kindur fyrir hvert ærgildi greiðslumarks. Nái ásetningur ekki þeirri tölu skerðast beingreiðslur hlutfallslega. Asetningshlutfall þetta skal endurskoða ár- lega af Framkvæmdanefnd búvörusamninga. Greiðslumark getur flust milli lögbýla við; a) sameiningu jarða, b) ef eigandi jarðar sem hefur búið og stundað framleiðslu s.l. tvö ár flytur á annað lögbýli og c) ef eigandi að sérskráðu greiðslumarki flytur á annað lögbýli. Þessi ákvæði gilda þar til heimilt verður að framselja greiðslumark milli lög- býla án framangreindra takmarkana en það verður í síðasta lagi 1. janúar 2004. Sé ábú- andi annar en eigandi þarf samþykki allra fyrir framsali greiðslumarks. Réttur til beingreiðslna flyst milli aðila innan lögbýlis við; a) ábúendaskipti, og b) breytingu skráningar ef um hjón eða sambýlisfólk er að ræða. Á jörðum þar sem búfjárbeit kemur í veg fyrir eðlilega framkvæmd uppgræðslu eða veldur of miklu álagi á beitiland, er Framkvæmdanefnd búvörusamninga heimilt að lækka ásetningshlutfall að fenginni umsögn Landgræðslu ríkisins og/eða Skógræktar ríkisins, enda verði samhliða ráðist í að bæta beitarskilyrði. Heimilt verður að skerða eða fella niður beingreiðslur ef sauðfjárbóndi gefur rangar upplýsingar um ásettan fjölda sauðfjár eða stundar ólöglega sölu eða dreifingu á kjöti af heimaslátruðu sauðfé. 2.3 Uppkaup á greiðslumarki I hagræðingarskyni skal stefnt að upp- kaupum á greiðslumarki. I þeim tilgangi verður öllum greiðslumarkshöfum gert eftir- farandi tilboð um kaup á greiðslumarki: a) Fyrir þá sem semja fyrir 15. nóvember 2000 gilda eftirfarandi skilmálar: Greiddar verða kr. 22.000 fyrir hvert ærgildi greiðslumarks eins og það var skráð 1. janúar 2000. b) Fyrir þá sem semja fyrir 15. nóvember 2001 gilda eftirfarandi skil- málar: Greiddar verða kr. 19.000 fyrir hvert ær- gildi greiðslumarks eins og það var skráð 1. janúar 2001. c) Fyrir þá sem semja fyrir 15. nóvember 2002 gilda eftirfarandi skilmálar: Greiddar verða kr. 16.000 fyrir hvert ær- gildi greiðslumarks eins og það var skráð 1. janúar 2002. d) Fyrir þá sem semja eftir 15. nóv- ember 2002 gilda eftirfarandi skilmálar: Greiðslumarkshafi fær greiðslur sem svarar til þriggja ára beingreiðslna en þó aldrei lengur en til loka samningstímans. Gjalddagar verða sömu og um beingreiðslur væri að ræða. Samningshafar undir stafliðum a, b, c og d skulu undirgangast kvaðir um að framleiða ekki sauðíjárafurðir á samningstímanum. Þeim er þó heimilt að halda allt að 10 vetrarfóðraðar kindur enda séu afurðir þeirra til eigin nota. Greiðslur skv. a, b og c lið skal inna af hendi með eingreiðslu eftir að samningi hefur verið þinglýst á lögbýlið ásamt kvöð um tímabundið íjárleysi. Heimilt er þó að semja um að greiðslur dreifíst á annan hátt þó að hámarki til þriggja ára. Framkvæmdanefnd búvörusamninga getur tekið ákvörðun um að hætta uppkaupum greiðslumarks eftir að 45.000 ærgildi hafa verið keypt. 2.4 Framsal greiðslumarks Þegar ríkissjóður hefur keypt upp 45.000 ærgildi en þó ekki síðar en 1. janúar árið 2004 verður framsal á milli lögbýla á þeim hluta rikisstuðnings sem bundinn er greiðslumarki heimilt. Framsal greiðslu- marks skal taka gildi 1. janúar ár hvert og beingreiðslur greiðast framsalshafa frá sama tíma. Tilkynna skal Bændasamtökum Is- lands framsal fyrir 15. janúar ár hvert vegna greiðslna fyrir viðkomandi ár. 2.5 Beingreiðslur eftir búskaparhlé Falli beingreiðslur niður án þess að gerður hafi verið samningur um búskapar- lok, sbr. gr. 2.3 heldur viðkomandi lögbýli greiðslumarki á samningstímanum. Til að fá beingreiðslur að loknu hléi, þarf að tilkynna um búskaparáform fyrir upphaf fram- leiðsluárs. 2.6 Skráning greiðslumarks Bændasamtök Islands skulu halda skrá yfir rétthafa greiðslumarks, staðfesta þær breytingar sem á henni kunna að verða og skrá þær jafnóðum. 2.7 Eftirstöðvar beingreiðslna Beingreiðslur sem lausar eru án samninga, m.a. vegna þess að greiðslu- markshafi uppfyllir ekki skilyrði til að hljóta fullar beingreiðslur, getur Framkvæmda- nefnd búvörusamninga ákveðið að nota í önnur verkefni. 3. gr. Jöfnunar- og álagsgreiðslur 3.1 Jöfnunargreiðslur Til að bæta stöðu þeirra framleiðenda er nýlega hafa hafið sauðfjárrækt, hafa haft miklar og vaxandi afurðir eftir hverja á eða hafa stækkað bú sín á undanfömum árum, verða nýttar allt að kr. 60 milljónir á ári í sérstakar jöfnunargreiðslur. Greidd verður jöfnun, að hámarki 100 kr/kg á greiðslu- grunn, sem reiknast með eftirfarandi hætti: finna skal það meðalinnlegg dilkakjöts tveggja ára af þremur síðustu sem er umfram 18.2 kg á hvert ærgildi lögbýlisins eins og það var skráð við hver áramót þar á undan. Reikna skal 30% álag á framleiðslu júní- og júlímánaða og 12% álag á framleiðslu ágúst- mánaðar. Sala líflamba vegna fjárskipta skal talin til framleiðslu. Þeir einir njóta jöfnun- argreiðslna sem skiluðu árlega í afurðastöð að reiknuðu meðaltali meira en 1.250 kg dilkakjöts á árunum 1997, 1998 og 1999. Skilyrði til að hljóta jöfnunargreiðslur er að innlagt dilkakjöt á árinu fari ekki niður fyrir 18.2 kg á hvert ærgildi greiðslumarks og að innlagt dilkakjöt árið á undan sé að lágmarki 18.2 kg eftir hverja vetrarfóðraða á. Frá og með árinu 2003 verður framleiðslan að vera gæðastýrð. Jöfnunargreiðslur verða ekki framseldiH' eða uppkeyptar. 3.2 Alagsgreiðslur vegna gœðastýringar Gerð hefur verið sérstök áætlun um upp- byggingu gæðastýringar í sauðfjárrækt. Þeir bændur sem taka þátt í því verkefni fá greiðslur sem nema að hámarki 100 kr/kg á ákveðna gæðaflokka dilkakjöts. Nánari lýsingu á verkefninu er að finna í fylgiskjali 1. Til þessa verkefnis verður árlega, frá og með árinu 2003, varið ákveðnum hundraðshluta beingreiðslna eða sem hér segir: Ár 2003 2004 2005 2006 2007 Hlutfall 12,5% 15% 17.5% 20% 22,5% Beingreiðslum sem svara til fyrstu 25.000 ærgildanna sem ríkið kaupir upp, skal varið til að greiða álag á framleitt dilka- kjöt fyrstu tvö árin. Eftir það nýtast þær til álags á gæðastýrða framleiðslu. 3.4 Verklagsreglur Framkvæmdanefnd búvörusamninga setur nánari verklagsreglur um framkvæmd jöfnunar og álagsgreiðslna, m.a. um mat á framleiðslu þeirra sem skorið hafa niður vegna riðu. 4. gr. Framleiðsla og uppgjör 4.1 Framleiðsla og ráðstöfun Innlegg og afurðauppgjör er óháð greiðslu- marki sem ákveðið er skv. 2. gr. Áður en slátur- tíð hefst verður gerð áætlun um framleitt magn af kindakjöti. Jafnframt verði áætlað hvemig haga megi afsetningu framleiðslunnar og þá tekið mið af birgðastöðu við upphaf sláturtíðar. Sláturleyfishöfum og sauðljárframleiðendum verði kynnt áætlun um útflutningshlutfall fyrir 1. júní ár hvert. Fyrir 1. september ár hvert verði tekin endanleg ákvörðun um það magn kindakjöts sem flytja skal á erlendan markað. Uppgjör við sauðQárframleiðendur skal tryggja að þeir taki þátt í útflutningi með sama hlutfalli af framleiðslu sinni. Undanþegnir útflutningi eru einungis þeir sem hafa 0,7 vetrarfóðraðar kindur eða minna á hvert ærgildi greiðslumarks og skal það hlutfall taka breytingum í samræmi við breytingar á sölu kindakjöts á innlendum markaði reiknað frá 7.000 tonna árlegri sölu. Fer þá öll framleiðsla þeirra til innanlandssölu, enda liggi fyrir sauðfjártalning búfjáreftirlits- manns staðfest af öðrum trúnaðarmanni. Fram- leiðendur skuldbindi sig jafnframt til þess að leggja aðeins inn afurðir þess fjár. 4.2 Uppgjör á afurðum Hver sauðfjárbóndi fær séruppgjör frá sláturleyfishafa fyrir kjöt framleitt fyrir innanlandsmarkað og séruppgjör fyrir kjöt framleitt til útflutnings. Verð fyrir fram- leiðsluna er samningsatriði milli sauðfjár- bænda og sláturleyfishafa. 4.3 Slátrun Sláturleyfishafa er skylt að leggja til kjöt í útflutning í hlutfalli sem ákveðið er skv. lið 4.1., semja um skipti á kjöti við sláturleyfis- hafa með heimild til útflutnings eða gera verktakasamning við útflutningshús um slátrun þess hluta innleggs hússins sem flytja þarf úr landi. 4.4 Þjónustu- og þróunarkostnaður Ráðstöfun þjónustu- og þróunarkostnað- ar er í umsjón bænda. Auk þess að mæta vaxta- og geymslukostnaði skal nota hluta gjaldsins til hagræðingar og vöruþróunar og til að örva slátrun utan hefðbundins slátur- tíma, enda dragi sú slátrun úr þörf á birgða- haldi. Framlög ríkissjóðs vegna þjónustu- og þróunarkostnaðar verða kr. 235 milljónir á ári. 4.5 Niðurgreiðslur á ull Ráðstöfun fjár til niðurgreiðslna á ull er í umsjón bænda. Framlög ríkissjóðs vegna niðurgreiðslna á ull verða kr. 220 milljónir á ári. 5. gr. Kennsla, rannsóknir og leiðbeiningar 5.1 Framlag til fagmennsku í sauðfjár- rœkt Á samningstímanum skal árlega veija kr. 35 milljónum til að efla fagmennsku í sauðljár- rækt. Þær verða nýttar til að styðja kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greininni og til stuðnings átaksverkefnum á sauðijárrækt- arsvæðum. Heimilt er að leita samráðs við Framleiðnisjóð landbúnaðarins við ráðstöfun á hluta þessa ljármagns. Uppbygging gæðastýr- ingar verður studd af þessum lið. 6. gr. Ymis ákvæði 6.1 Birgða- og sölumál Ávallt verði unnið að því að halda jafn- vægi í birgðum sauðfjárafurða m.a. með markvissum markaðsaðgerðum innanlands og með útflutningi. 6.2 Greiðslutilhögun Allar fjárhæðir í samningi þessum skulu miðaðar við verðlag 1. mars 2000 og taka breytingum þaðan í frá samkvæmt vísitölu neysluverðs. Stefnt skal að því að greiðslu- flæði innan ársins sé sem jafnast og sam- bærilegt við það sem verið hefur undanfarin ár. Álags- og jöfnunargreiðslur hafa sömu gjalddaga og beingreiðslur. Uppgjör greiðslna vegna jöfnunar- og álagsgreiðslna miðast við áramót. 6.3 Endurskoðun Aðilar samnings þessa geta hvor um sig óskað eftir viðræðum um endurskoðun á ein- stökum atriðum hans. Að þremur árum liðn- um skulu samningsaðilar gera úttekt á fram- kvæmd samningsins með tilliti til markmiða hans. Skal þá sérstaklega hugað að hvemig til hefur tekist með undirbúning og fram- kvæmd gæðastýringar og endurskoðað hve stór hluti stuðnings skuli greiddur út á gæða- stýrða framleiðslu. I framhaldi af því skal hefja undirbúning viðræðna um áframhald- andi stefnumörkun á þessu sviði. Samnings- aðilar geta tekið ákvörðun um aðra skiptingu fjármuna milli verkefna og ára en í samningi þessum segir. 6.4 Framkvœmd og gildistími Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur umsjón með framkvæmd samnings þessa. Samningurinn gildir frá I. janúar 2001 til 31. desember 2007. Reykjavík, 11. mars 2000 F.h. Bœndasamtaka fslands Með fyrirvara um samþykki í almennri atkvæðagreiðslu Ari Teitsson, form. Aðalsteinn Jónsson Ásbjöm Sigurgeirsson Gunnar Sæmundsson Jóhannes Ríkharösson Öm Bergsson F.h. rfkisstjómar fslands Með fyrirvara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra Geir H. Haarde fjármálaráðherra

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.