Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 14. mars 2000 Inngangur. Þá er komið að því enn á ný að fylla út landbúnaðarframtalið. Landbúnaðarframtal er að mestu óbreytt frá fyrra ári en skattframtal er aðeins breytt. Aðeins lögaðilar eru skyldugir til þess að nota nýja formið. Aðrir hafa val. Skattfram- tal má senda um veraldarvefinn fyrir einstaklinga, sem eru ekki með rekstur. Aðeins er hægt að senda einu sinni. Breytingar vegna ársins 1999 Landbúnaðarframtalið má heita óbreytt, en nokkrar breytjngar hafa orðið á skattframtalinu. í kafla 2.3 eru komnar tvær nýjar línur, húsa- leigubætur, félagsleg aðstoð o.fl (197) og styrkir til náms, rannsóknar- og vísindastarfa (131). í kafla 2.6 eru einnig komnar tvær nýjar línur, iðgjald í lífeyris- sjóð, vegna viðbótar lífeyris- VELAR& ÞjéNUSTAHF www.velar.is 1-^-- " - spamaðar (160) og frádráttur frá styrkjum skv. reit 131 (149) A bls 3 eru tvær nýjar línur, kafli 3.2, innstæður í erlendum bönkum (322) og (321) og kafli 3.8, hlutabréf í erlendum hlut- afélögum (324) og (323). Nokkrar eldri breytingar til upprifjunar. 1. Bændur fengu áætlun um væntanlegt búnaðargjald með síðasta álagningarseðli og áttu að greiða þá upphæð á fimm mánuðum, sem var fyrirfram- greiðsla, og nú þarf að fylla út sérstakt eyðublað, sem ber nafnið Framtal vegna búnaðar- gjalds. Þá komast bændur að því hvort þeir eiga inni eða skulda vegna búnaðargjalds. Sjá síðar. 2. Nýtanlegt tap frá fyrri ámm nær nú yfir 8 ár. Tap getur Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 5 800 200, fax 5 800 220 Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1 a þannig nýst í 8 ár á móti hagnaði. A þessari reglu er undantekning. Töp frá 1988 og síðar nýtast árin 1998 - 2000 en ekki lengur. 3. Þannig em nú töp ársins 1987 og eldri töp fallin niður, en töp áranna 1988, 1989, 1990 og 1991 falla ekki niður fyrr en um aldamót, því þá tekur átta ára reglan við. 4. Greiða ber í lífeyrissjóð undan- tekningalaust vegna greiddra launa til einstaklinga sem orðnir em 16 ára eða eldri. Þá er miðað við fæðingardag. Bændum ber að halda eftir 4 % af launum og skila því til viðkomandi lífeyrissjóðs og til viðbótar þarf að greiða 6% mótframlag til lífeyrissjóðsins. Mótframlag færist til frádráttar á landbúnaðarframtal. 5. Óheimilt er að gjaldfæra mútur (kostnaður við laxveiðiferðir!). 6. Heimilt er að fyma keypta viðskiptavild, lágmark 10%, hámark 20%. 7. Hlutafélög geta farið fram á frestun söluhagnaðar af sölu hlutabréfa um tvenn áramót frá söludegi og sama gildir um búrekstur (bréf eignfærð í rekstri). 8. Frádráttur frá tekjum vegna fjárfestingar manna í hluta- bréfum. Nú geta þeir sem hafa hug á að fjárfesta í hlutabréfum lækkað tekjuskattinn. Heimilt er að draga frá tekjum allt að 60% af verðmæti keyptra hlutabréfa. Hámark frádráttar er fyrir einstakling 80.000 kr. og fyrir hjón eða 160.000 kr. Einstaklingur þarf því að kaupa fyrir 133.333 kr og hjón fyrir 266.666 kr. til þess að fá hámarks skattaafslátt, því að 60% af 133.333 kr. em 80.000 kr. Þessi regla gildir í fimm ár. Skilyrði frádráttar er einnig að viðkomandi eigi hlutabréfin í fimm ár. 9. Skila má skattframtali einstak- linga á veraldarvefnum, www.rsk.is 10. Bindandi álit. Leita má til ríkisskattstjóra um álit í skatt- amálum, enda geti mál varðað verulega hagsmuni þess sem eftir slíku áliti leitar. Gmnn- gjald er 10.000 kr. og getur hæst orðið 40.000 kr. 11. Hlutafélög greiða nú 30% í skatt en sameignarfélög 38%. 12. Greiddur arður er ekki lengur frádráttarbær hjá hlutafélagi. Skattalegt hagræði með stofn- un einkahlutafélags er þar með horfið að þessu leyti. Saman- lagður skattur af hagnaði einkahlutafélags er þannig 30% hjá einkahlutafélaginu og síðan 10% af úthlutuðum aðrir og það gerir samtals 40%. 13. Vaxtabætur er nú hægt að fá greiddar fyrirfram ársfjórðungslega. Aðeins þeir sem kaupa é. árinu 1999 og síðar njóta þessa nýja ákvæðis. Sækja þarf um að fá fyrirfram- greiðslu ársfjórðungslega. Fyr- irframgreiðslan er bráðab- irgðagreiðsla. 14. Fjármagnstekjuskattur: Skatt- urinn er lagður á ljármagns- tekjur einstaklinga. Fjármagns- tekjur eru vaxtatekjur, arður, leigutekjur og einnig sölu- hagnaður fyrst og fremst af sölu hlutabréfa. Ekki má mgla þessu saman við söluhagnað af búvélasölu eða annarri sölu frá búrekstri. Það kemur þessu ekkert við. Fjármagnstekju- skatturinn kemur ekki á tekjur sem eru á landbúnaðarframtali. í reynd er það þannig að skatt- urinn er reiknaður og viðkom- andi banki innheimtir hann, en bóndinn fær hann síðan endur- greiddan. Hann þarf þá að færa hann inn á 4. síðu landbúnaðar- framtals og síðan á skattfram- tal. Þetta er fyrst og fremst skattur á einstaklinga og aðra (sjóði og samtök) sem em und- anþegnir almennri skattlagn- ingu. 15. Umsókn um lækkun vegna námskostnaðar bama 16 ára og eldri. Hámarkslækkun er 158.668 kr. miðað við að námsmaður sé tekjulaus. Frá þessi fjárhæð dregst 1/3 af tekj- um námsmanns og fellur alveg niður þegar tekjur hans em omar 476004 kr. 16. Vaxtatekjur skerða ekki lengur vaxtagjöld við útreikninga á vaxtabótum. A móti kemur að vaxtatekjur bera 10% fjármagnstekjuskatt. 17.1 búvömsamningi frá október 1995 var bændum gefinn kost- ur á að selja ríkissjóði fram- leiðslurétt sinn (greiðslumark). Hann er greiddur með bein- greiðslum í tvö til þrjú ár. Litið er á uppkaupin á greiðslumark- inu sem sölu á framleiðslurétti. Helmingur söluverðs kemur til tekna og þar með er málið af- greitt skattalega. Sömu reglur gilda um sölu á framleiðslurétti milli bænda. Aðeins skal telja helming söluverðs til tekna. 18. Söluhagnað, sem myndast við sölu á framleiðslurétti, má fyma undir vissum kring- umstæðum og einnig má fresta honum um tvenn áramót. Ef hætt er búskap má fyma bygg- ingar og aðra fyrnanlegar eign- ir sem lækka í verðgildi. Þeir, sem kaupa íbúðarhús, geta einnig fymt söluhagnaðinn samkvæmt ákveðnum reglum. 19. Upptaka nýrra búgreina. Bændur, sem fara í búháttar- breytingar samhliða sölu fram- leiðsluréttar, mega lækka stofnverð nýrra eigna á móti söluhagnaði, þó þannig að nýja búgreinin sé rekin á jörðinni og tengist afnotum fasteigna á henni. Kaup á gröfu, vömbíl eða þess háttar fellur ekki undir þessa reglu. 20. Nú er heimilt að færa niður verðið einkabifreiða um 10 % árlega. Bifreiðar keyptar 1999 færast til eignar á kaupverði. 21. Tap flyst ekki þegar breytt er um rekstrarform, ef rekstri er breytt. Hér er verið að þrengja möguleika fyrirtækja á að kaupa tap. a. Til þess að tap yfirfærist verður félag að vera með skyldan rekstur. b. Tap flyst ekki með félagi sem á litlar eignir eða hafði engan rekstur með höndum. Leiðbeiningar ríkisskattstjóra, með dæmum, skýra skattframtal mjög vel og því ástæðulaust að fjalla hér um það. Rétt er að benda lesendum á að lesa aðeins þær leiðbeiningar sem tilheyra þeim blöðum, sem verið er að fylla út hverju sinni. Sala á fullvirðisrétti. Sala á fullvirðisrétti milli bænda er nú komin í fast form. Lagagreinin heitir „Niðurfærsla eigna.“ Keypt- ur fullvirðisréttur skal færður niður með jöfnum árlegum fjárhæðum á fimm árum. T.d. keyptur full- virðisréttur að upphæð 500.000 kr. skal færður niður um 100.000 kr. á ári. Hér er því ekki um raunveru- lega fymingu að ræða, heldur niðurfærslu eigna. Ekki má verðbæta þessa eign með verðbreytingarstuðli eins og aðrar eignir á fymingarskýrslu. Einnig færist eignin niður í 0 á fimmta ári. Niðurfærslan verður þar af leiðandi öll árin 100.000 kr. Skatthlutfall og fleira vegna teknal999 Skatthlutfall var í staðgreiðslu 38,34%. (Tekjuskattur 26,41%, útsvar frá 10,07% til 12,04% eftir sveit- arfélögum). Tekjuskattur félaga er 30% en sameignarfélaga 38%. Tekjuskattur bama er 6% af tekjum yfir 81.886 kr. Persónuafsláttur 279.948 kr. (Ónýttur millifærist 80% milli hjóna). Hátekjuskattur er 7% af tekjum yfir 5.655.900 kr. hjá hjónum en af tekjum yfir 3.277.950 kr. hjá ein- staklingi. Eignarskattur. Af fyrstu 3.836.619 kr. greiðist enginn skatt- ur. Af því sem umfram er greiðist 1,2%. Sérstakur eignarskattur, 0,25%, er af eign yfir 5.277.058 kr., ef framteljandi er innan við 67 ára að aldri. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra er 4.162 kr. Tekjumark 730.179 kr. (til 70ára). Fæðisfrádráttur er 440 kr. á dag. Niðurfærsla bifreiða 10% þó ekki af bifreiðum keyptuml999. Bamabætur fyrir árið 1999 (börn fædd 1984 og síðar). Með fyrsta barni eru bamabætur (É’ Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Hótel Selfossi föstudaginn 24. mars 2000 og hefst kl. 14:00 Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 3. mars 2000. Stjórn Sláturfélags Suðurlands Bændur Bændur Greiður aðgangur að Vélum og þjónustu hf í gegnum heimasíðuna okkar. Lítið við á vefnum www.velar.ls. Þar kemstu líka inn á heimasíður t.d. hjá Case IH, Krone, McHale, Stoll o.fl. Þekktlr fýrlr þjónustu í 25 ár Þjónusta 1975

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.