Bændablaðið - 03.05.2000, Page 1

Bændablaðið - 03.05.2000, Page 1
8. tölublað 6. árgangur Miðvikudagur 3. maí 2000 ISSN 1025-5621 Lagttilaðdregið verði úr takmörhunum á slátrun lambliráta Guðjón Þorkelsson hefur lagt fram tillögur þar sem hann legg- ur til að dregið verði úr tak- mörkunum á slátrun lambhrúta og vitnar í niðurstöður nokk- urra rannsóknaverkefna því til stuðnings. Samkvæmt þeim bendir flest til að tegund fóðurs, aldur og ástand lambanna við slátrun ráði bragði og óbragði í dilkakjöti, þannig að hrútadag- urinn 20. okt. standist ekki ef hann byggi eingöngu á rökum um hrútabragð. Stjórn LS ræddi þessar tillögur Guðjóns á fundi sínum fyrir skömmu. Ymsar breytingar í umhverfl og eðli lambanna á haustin auka líkur á bragðgöllum í kjöti, má þar nefna beit á ræktað land og jafvel grænfóður, aðstæður í fjárhúsum, aflegging hrúta þegar líður að fengitíð og að lömb komi eldri til slátrunar. Kjötið verður bragð- sterkara og lyktarmeira með aukn- um aldri og þroska lambanna og kjöt af hrútlömbum verður bragð- sterkara en kjöt af gimbrum og geldingum. En munurinn er ekki svo afgerandi að það réttlæti að flokka kjöt af 6 mánaða gömlum hrútlömbum með kjöti af full- orðnum hrútum og verðleggja það sem slíkt. Þótt lagt sé til að seinka hrútadeginum er mælt með því að slátra hrútlömbum eins snemma í sláturtíð og kostur er. Guðjón leggur því til stuðst verði við norskar reglur, þannig að hrútar verði ekki verðfelldir fyrr en eftir l. nóvember, þó með sveigjanleika, þ.e. að kjötmatsmaður geti ákvarðað verðfellingu skrokka sem hafa greinilegt vaxtarlag þroskaðra hrúta, eru í mikilli aflögn, hafa dökka fitu eða ólykt af kjötinu. Stjóm LS var einróma samþykk tillögum Guðjóns og fól formanni og framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir við yfirkjötmat og landbúnaðarráðuneyti. Bændablaðið kemur næst út 16. maí. Nánast allir nemendur 7. bekkjar grunnskólanns fara í skólabúöir að Reykjum í Hrútafirði. Hluti af náminu þar er að heimsækja bæinn Tannstaðabakka og fá að fræðast um lífið í sveitinni. Bændablaðið var á ferð í Hrútafirði um daginn og hitti þá þessa myndarlegu unglinga sem voru að skoða lömbin. Það er Margrét Guðrún Gunnarsdóttir úr Breiðholtsskóla sem heldur á lambinu og vinkona hennar, Birna Hólm Björnsdóttir, horfir hugfangin á. Bak við þær stendur Pétur Freyr Jónsson sem er nemandi í Skútustaðaskóla í Mývatnssveit. Sjá nánar á bls. 14 og 15. Félag kúabænda I Skagaflrði íhugar magninnkaup á kálfafóslrum Það er mikilvægt að huga að ýmsum smáatriðum í rekstri búsins sem eru í raun stórmál þegar grannt er skoðað. Kúabúin stækka mjög hratt um þessar mundir og því mikilvægt að huga að framtíðinni. Framtíð mjólkurframleiðandana liggur í smákálfunum sem oft á tíðum verða hornreka vegna plássleysis og milkillir vinnu á búunum. A síðasta stjómarfundi félagsins ákvað stjórnin að gangast fyrir bættri umhirðu og eldi smákálfa með því hvetja til þess að bændur fái sér svokallaðar kálfafóstrur til að annast um ungviðið. Stjórnin er nú að kanna verð á þessum tækjum hjá innflytjendum með magninnkaup í huga og eru línur að skýrast í þeim efnum. Félagsmönnum verða svo kynnt tilboðin þegar þau liggja fyrir. Nokkrir möguleikar eru í boði og er mismunandi hvað hentar hverjum. Fóstrunar eiga sér það sammerkt að: 1. Hver kálfur er einstaklingfóðraður 2. Stiglaus aukning og minnkun mjólkurmagns 3. Staðlað hitastig á mjólkinni Helstu kostir þessara tœkja eru: 1. bœttur aðbúnaður - afslappað umhverft 2. betri vöxtur 3. betri nýting mjólkur - sýrð umframmjólk geymist dögum/vikum saman 4. lítil sem engin vinna við gjafir og þrif 5. auðvelt er að lœra á tcekin og þau taka li'tið pláss Einfaldast er að nota sýrða mjólk í fóstrurnar (t.d. 20 ml maurasýra í 10 lítra mjólk), það minnkar þrif á tækjunum og gefur mjólkinni langan geymslutíma. Mysa er ódýrt fóður og þeir bændur sem hafa aðgang að mysu geta notað hana allt að 50% í bland við mjólkina og er mysan þá sýrð á sama hátt og mjólkin. Sú blöndun gefur kálfinum um 30% af orkunni úr mysunni en það er hámark vegna þess hve hátt mjólkursykurinnihald mysunnar er. Notkun mysu til að drýgja mjólkina getur dregið verulega úr uppeldiskostnaði kálfanna auk þess sem það er umhverfismál að nýta mysuna sem fóður. /Félag kúabænda í Skagafirði Aksturs- og ferðakosmaður dýralækna I samræmi við ákvæði 13. gr. laga nr. 66/1998 hefur landbún- aðarráðherra sett reglur um greiðslur ríkisins á aksturs- og ferðakostnaði vegna vitjana dýralækna, og tóku þær gildi 1. janúar sl. Bændasamtök Islands annast framkvæmd þessara greiðslna. Samkvæmt reglunum greiðir ríkissjóður, meðan fjárveiting nægir, þann aksturs- og ferðakostnað dýralæknis sem er umfram 60 km í hverri ferð, og koma þær því til framkvæmda þegar fjarlægð frá aðsetri dýralæknis er yflr 30 km. Skömmu fyrir sl. áramót voru öllum starfandi dýralæknum á landsbyggðinni sendar reglur þessar og eyðublöð til útfyllingar vegna þessara greiðslna. Hafa margir bændur nú þegar kynnst blöðum þessum, þar sem þeir þurfa að staðfesta heimsókn dýra- læknis með undirskrift. Enn hafa ekki borist reikning- ar frá nokkrum dýralæknum sem vitað er að nær eingöngu þjóna bændum. Bændur sem ekki hafa verið beðnir um að kvitta fyrir heimsókn dýralæknis og telja sig falla undir framangreindar reglur vegna fjarlægðar, ættu því við heimsókn að spyrja dýralækni sinn um akstursdagbók þá sem þeir útfylla og senda BI. Hér er um að ræða umtalsverðan sparnað fyrir bændur, einkum þá sem búa langt frá föstu aðsetri dýra- læknis./JÓ LðnasjöOor- inn flytur n Selfnss Lánasjóður landbúnaðarins flytur starfsemi sína til Selfoss í þessum mánuði. Með lögum sem sett voru í mars 1999 var ákveðið að aðsetur sjóðsins skyldi vera á Selfossi og í kjölfar þeirr- ar lagasetningar var hafist handa um að útvega sjóðn- um húsnæði á Selfossi. Sjóðurinn hefur nú fest kaup á efri hæð hússins á Austurvegi 10 og áformað er að hefja starfsemi þar 8. maí næstkomandi. Búið er að gera nauðsynlegar endur- bætur á húsnæðinu og verið er að tengja tölvukerfi og leggja síðustu hönd á allan nauð- synlegan undirbúning flutn- inganna. Þá mun sjóðurinn einnig opna við þetta tækifæri heimasíðu og verður slóðin www.llb.is I tilefni flutninganna verður opið hús hjá sjóðnum þriðjudaginn 9. maí milli kl. 10 og 12. Heitt verður á könnunni og allir eru velkomnir.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.