Bændablaðið - 03.05.2000, Page 11

Bændablaðið - 03.05.2000, Page 11
Miðvikudagur 3. maí 2000 BÆNDABLAÐIÐ 11 A myndinni eru þær Margrét Þórðardóttir bóndi á Furubrekku í Staðarsveit og Guðný H. Jakobsdóttir bóndi á Syðri-Knarrartungu í Breiðuvík Tvær konur á Snæfellsnesi stunda fjarnám í búfræði frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri: „Mennirnir okkar hafa ekki síflur gagn af bessu en við" Þær Margrét Þórðardóttir bóndi á Furubrekku í Staðarsveit og Guðný H. Jakobsdóttir bóndi á Syðri-Knarrartungu í Breiðuvík hófu í byrjun síðasta árs fjarnám í búfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Bændablaðinu lék forvitni á að vita hvernig námið hefði gengið og hvort þær teldu þetta eiga erindi til bænda sem annars ættu ekki heimangengt. Þær segjast báðar hafa séð kjörið tækifæri til að ná sér í búfræðimenntun þar sem þær gátu ekki tekið sig upp og farið í nám á Hvanneyri. Margrét stundaði reynar nám á Hvanneyri fyrir nokkrum árum en lauk því ekki og sá þama gott tækifæri til að taka upp þráðinn og klára námið. Margrét hefur stundað búskap í 18 ár en Guðný hefur tiltölulegan stuttan búskaparferil að baki. Þær stefna að því að ljúka náminu vorið 2001. Námið fer þannig fram að einu sinni í viku fá nemendumir leið- beiningabréf í tölvupósti og í þeim eru verkefni sem á yfirleitt að skila innan viku. Þær segja námið hafa gengið upp og ofan. „Þetta hefur nú samt alltaf sloppið fyrir hom. Það er miserfitt að taka fögin á þennan hátt. Sum er t.d. varla hægt að læra í gegnum tölvu nema á þijóskunni einni saman, t.d. markaðsfræði sem byggist mikið á skoðanaskiptum og samskiptum milli fólks. Líffræðifög er hins vegar frekar auðvelt að taka á þennan hátt þar sem verið er að kenna staðreyndir.“ Það varð þó ekki nægilega mikið úr námi á fyrstu önninni enda var það í raun og vem reynslutími. „Þá vomm við að kynnast námsefninu og hvort öðm innbyrðis og við vissum í.raun lítið hvað við vomm að fara út í. Við tókum því ekki eins mörg fög og við í raun og veru gátum. En í vetur höfum við tekið helmingi fleiri fög enda vorum við þá betur undirbúnar og vissum hvað við réðum við mikið.“ Þær segjast ráða hversu mörg fög þær taka á hverri önn en þó er mælt með hálfum hraða miðað við hefðbundið nám. Að þeirra sögn hefur það gengið þokkalega að samræma bústörfin og námið. „Það sitja náttúralega ákveðnir hlutir á hakanum meðan verið er að sinna náminu, bæði bústörf og heimilisstörf. En við eigum góða að og með samvinnu er þetta látið ganga.“ Guðný bendir einnig á að það lætur kennumnum misvel að kenna á þennan hátt. „Fjarkennsla er gjörólík hefðbundinni kennslu í skóla og það er ekki sjálfgefið að allir kennarar geti kennt í fjamámi. í kennslu er t.d. hægt að taka dæmi til að útskýra hlutina en það er ekki auðvelt í knöppum texta í tölvupósti. Kennaramir em því að læra á þetta rétt eins og við nemendumir." Fjamemar þurfa líka að taka verklega hlutann rétt eins og aðrir nemar á Hvanneyri. Sá þáttur fer þá fram á búunum sem nemamir búa á og eiga að gera allt það sem verknámsnemar á Hvanneyri eiga að gera. Skiptir þá engu máli þó að nemandinn sé starfandi bóndi, jafnvel til margra ára. Nemamir skila svo skýrslu um þennan námstíma. Margrét hafði lokið því á námstíma sínum á Hvanneyri og slapp því við þetta en Guðný þurfti að ganga í gegnum þetta ferli. Margrét er þeirrar skoðunar að breyta eigi verknáminu. „Mér hefði þótt ákaflega skrítið ef ég hefði verið send í verknám þó að ég hafi 18 ára reynslu af búskap. Vj1 í j Þetta sýnir að mínu mati ákveðna lítilsvirðingu við starf bóndans." Guðný er sama sinnis. „I ýmiss konar starfsnámi færð maður starfsreynslu í viðkomandi grein metna. Það ætti einnig að gilda um búskap. Mér finnst það tímasóun fyrir reynda bændur að vera að eyða heilli önn í verknám.“ Þær benda einnig á að þeir sem hafa stúdentspróf fá það metið inn f skólann. Því skjóti það skökku við að á sama tíma sé áralöng reynsla af búskap á engan hátt metin inni í ijamámið. Margrét saknar þess einnig að ljamemar séu ekki kallaðir saman í nokkra daga eins og tíðkist víða annars staðar í fjamámi. „Maður þekkir ekki kennarann í sjón, hvað þá samnemendur sína. Þetta verður til þess að þegar maður er einn heima að læra er maður fljótur að missa móðinn ef maður þekkir engan. Við erum reyndar svo heppnar að geta haft samskipti hvor við aðra en það búa ekki allir svo vel.“ Guðný er sammála þessu. „Nemendur þyrftu að hafa meiri stuðning hver af öðmm því þeir era að basla í þessu sama. Auk þess eru alltaf sumir hlutir sem kennarar þyrftu að fara í gegnum með nemendunum augliti til auglitis. Ég lít svo á að það að koma saman 1-2 sinnum á hverri önn sé hluti af fjamáminu.“ Margrét vill benda fólki á sem ætlar að stunda fjamám að þó að það borgi sig að taka námið ekki á meiri hraða en menn ráða við verði samt einnig að gæta þess að taka það ekki of hægt. „Hættan er sú að þetta verði óskaplega leiðingjarnt. Munurinn tímalega séð á því að taka tvö fög eða ljögur er ekki svo mikill og ég tel að ef fólk tekur þetta á of löngum tíma gefist það frekar upp.“ Þær eru sammála um að mæla með þessari aðferð fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Þetta er í raun eina aðferðin fyrir fólk sem kemst ekki í skóla og þetta virkar ágætlega. Fólk verður hins vegar að gera sér grein fyrir því að þetta er mjög mikil vinna og það þarf að skipuleggja tímann vel. En fjar- námið hefur lítið þróast ennþá og það verður að vinna að því áfram og sníða af vankantana til þess að það detti ekki uppfyrir." Þær em þó báðar á þeirri skoðun að í þessu námi séu fög sem allir bændur ættu að taka og nefna áburðarfræði sem dæmi. „Ég held að mennimir okkar hafi ekkert síður haft gagn af þessu en við og þó hafa þeir báðir lokið búfræðiprófi," segja þær að lokum. Við flytjum! Lánasjóður landbúnaóarins opnar nýjar skrifstofur þann 8. maí næstkomandi á Austurvegi 10, Selfossi. Frá sama tíma veróur símanúmer sjóðsins 480 6000 og faxnúmer 480 6001. Jafnframt mun sjóðurinn opna nýja heimasíðu og verður slóðin www.llb.is. Af þessu tilefni veróur opið hús fyrir vióskiptavini og velunnara sjóðsins milli kl. 10 og 12 á Austurvegi 10 þann 9. maí næstkomandi Það verður heitt á könnunni og allir velkomnir. Lánasjóður landbúnaðarins Hvað þarf til að stunda fjarnám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri Áhuga á að fræðast og notfæra sér þægilega tækni til þess Tölvukost sem hér segir: Vélbúnað • Tölvu (Pentium a.m.k. 100MHz eða samhæfða Macintosh) • Módem (minnst 28,8 Kbps) og netfang Hugbúnað: • Windows 95 eða 98 • Tölvupóstforrit • Ritvinnslu og töflureikni (nú miðað við Word og Excel 97) • Vafra t.d. Internet Explorer eða Netscape (4,0 eða nýrri) Hafa samband við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og fá nánari upplýsingar og til að innrita sig Sími: 437 0000 Fax: 437 0048 Netfang: edda@hvanneyri.is A Alfa Laval Agri Sjálfvirkur kjarnfóðurvagn Fjárfesting sem borgar sig! • Allt að 15% betri nýting á fóðri • Einstaklingsfóðrun • Allt að 10-15% meiri nyt • Tekur 1-4 gerðir fóðurs • Gefur kjarnfóður allt að 10 sinnum á sólarhring • Færri vinnustundir við fóðrun • Hentar vel í þrönga fóðurganga • Mál: L-670 mm VÉLAVERf B-626 mm H-1079 mm • Fæst í tveimur útgáfum Alpro og Stand aione Reykjavík: Lagmúli 7 Sími 588 2600 Akureyri: Dalsbraut 1e Sími 461 4007 www.velaver.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.