Bændablaðið - 03.05.2000, Page 17

Bændablaðið - 03.05.2000, Page 17
Miðvikndagur 3. maí 2000 BÆNDABLAÐIÐ 17 Skoðaðir mismunandi heilfóður- vagnar í Danmörku. Heilfóður gefið. Kjarnfóður og kartöflur blandast fyrst! HeilióOumgn kominn II íslands Síðastliðin misseri hafa nokkrir aðilar skoðað hvort ekki megi nota heilfóður til að fóðra íslenskar mjólkurkýr með rétt eins og gerist víða erlendis. Um miðjan mars var farin kynnisferð til Danmerkur, en erindið var að finna hvaða tegund heilfóðurs- vagns hentaði best við íslenskar aðstæður. í kynnisferðina fóru Louise Mdlbak frá Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri, Grétar Hrafn Harðarson tilraunastjóri á Stóra-Armóti, Lárus Pétursson frá Bútæknideild RALA og Finnbogi Magnússon frá Bújöfri-Búvélum Selfossi. Leitað var eftir heilfóðurvagni sem gæti saxað niður gróft hey og blandað því við það hráefni sem bætt væri við. Með þessu var unnið að því að fá vagn til landsins sem gæti virkað við íslenskar aðstæður. Niðurstaðan var að kaupa vagn frá Lydersen með láréttum snigli með hnífum á (eins og sjá má á mynd) sem fluttur var inn á vegum Bújöfurs-Búvéla. Vagninn saxar og blandar fóðrinu saman, þar sem sniglamir ýta fóðrinu inn að miðju vagnsins. Vagninn er útbúinn með vigt þannig að hægt er að fylgjast með hversu mikið er sett í hann. Lúga er á miðjum vagninum og fer fóðrið þar út. Fyrst um sinn verður gerð athugun á notkun hans en síðar verður gerð formleg til- raun með fóðrun mjólkurkúa þar sem Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Rannsóknastofnun Landbúnaðarins vinna saman að framkvæmd verkefnisins. Fyrsta prófun var gerð nú rétt fyrir páska, 18. apríl, á Stóra - Armóti og var sett í vagninn kjarnfóður, kartöflur, 2 vallarfox- grasrúllur og 1 blaut hafrarúlla. Þetta saxaðist allt niður og blandaðist undravel saman. Hei- lfóðrið var svo borið fyrir kýmar og vom þær til að byrja með ansi hissa en tóku svo vel í þetta og létu vel af heilfóðrinu. Laufey Bjarnadóttir Louise Mdlbak Landbúnaðarháskólan um Hvanneyri Hagþjónusta landbúnaðarins Rekstrarfræðingur Staða rekstrarfræðings hjá Hagþjónustu landbúnaðarins á Hvanneyri er laus til umsóknar. Starfið felst í vinnu við gagnaöflun og hagskýrslugerð á sviði landbúnaðar og skyldum verkefnum. Rekstrarfræðimenntun eða önnur menntun á háskólastigi er áskilin. Búfræðimenntun eða reynsla í landbúnaði æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Starfið verður veitt frá og með 1. júlí 2000. Umsóknir er greini námsferil og fyrri störf sendist Jónasi Bjarnasyni forstöðumanni Hagþjónustu landbúnaðarins, Hvanneyri, 311 Borgarnes, fyrir 3. júní n.k. Hagþjónusta landbúnaðarins er ríkisstofnun sem starfar á grundvelli laga nr. 63/1989 og hefur aðsetur á Hvanneyri í Borgarfirði. Hún er ein af stofnunum landbúnaðarráðuneytisins og býr við sjálfstæðan fjárhag samkvæmt framlögum á A-hluta fjárlaga. Landbúnaðarráðherra skipar stjórn stofnunarinnar samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka íslands, háskóladeildar Bændaskólans á Hvanneyri, Þjóðhagsstofnunar og Hagstofu ís- lands. Verkefni greinast í eftirtalin fjögur svið: (1) Búreikningasvið; (2) hagskýrslugerð; (3) hagrannsóknir í land-búnaði (þ.m.t. kennsla við háskóladeild Bændaskólans á Hvanneyri) og (4) vinnslu sérhæfðra verkefna (m.a. í samvinnu við Þjóðhagsstofnun , Hagstofu íslands og fyrir Verðlagsnefnd búvara samkvæmt þar að lútandi lögum). Til afgreiðslu strax Öflugir, vandaðir tindatætarar með packerrúllu og hnífatindum * 1. eða 6. hraða gírdrif. * Vinnslubreidd 200 - 500 cm. * Aflþörf 70-120 hö. * Tvöfaldar burðarlegur. * Jöfnunarborð aftan. Sérlega sterkbyggðir hnífatætarar * 1. eða 4. hraða gírdrif. * Vinnslubreidd 185 - 285 cm. § * Aflþörf 50-150 hö. Hliðardrif með tannhjólaniðurfærslu. Leitið nánari upplýsinga! ORKUTÆKNI Tvöfaldar hnífafestingar, 6 vinkilhnífar á kraga, 14 mm, 10.9 hnífaboltar. Rillutenging öxla við tannhjól. Hyrjarhöfða 3 112 Reykjavík Sími 587 6065 Fax 587 6074 Smá- %\i auglýsinga _J- síminn er ^ 563 0300 Ryðfríir hitakútar með 30 ára frábærri reynslu Einföld uppsetning. Blöndunar- og öryggisloki fylgja meö. Fást einnig ryðfríir að utan. Eigum einnig úrval olíufylltra þilofna á lager. Hagstætt verð. m- Einar Farestveft &Cahf. Borgarlúni 28 - Sími 562 2990 - 562 2901 Sturtuvagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Sturtuvagnar og flatvagnar Einnig þak og veggstál Stálgrindahús. Margar gerðir, hagstætt verð. H. Hauksson hf. Suðurlandsbraut 48 Símí: 588-1130. Fax. 588-1131. Heimasími: 567-1880

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.