Skátaforinginn - 01.06.1991, Blaðsíða 4

Skátaforinginn - 01.06.1991, Blaðsíða 4
TEXTI & MYNDIR: HALLDÓR TORFI TORFASON Þaö er komlö sumar, sól í helöi skín. Vetur burtu ffarlnn, tllveran er ffn... Jæja elskumar, þá er sumaríð loks að bresta á efdr veturlangt vor. Sumarið er sá tími sem hvað auðveldast er að stunda útih'f, hvaða nafni sem það kallast. Maður þarf ekki annað en að grípa stafinn sinn og mafinn sinn og svefnpokann og prímusinn og tjaldið sitt og stökkva svo af stað. Og þó. Það væri nú ágætt að skipuleggja sumarið svofitið fyr- irfram, hvort heldur það er fyrir okkur sjálf, klíkuna, flokkinn, sveitina eða íélagið. Þá er spumingin: Hvemig ætl- um við að ferðast? Höfúm við áhuga á fjallgöngu, léttum dags- ferðum eða tengri ferðalögum með allt á baldnu? Hvað með hjóltúra? FjallahjóL eru orðin mjög algeng og alls ekkert að því að nota þau í údfifinu, til stuttra sem langra ferðalaga. Best er að byrja ekki of skart, ætla sér ekki of mikið, heldur fara styttri ferðir fyrst og lengja þær síðan smám saman. Það er hægt að byrja á að hjóla stutt út fyrir bæjarmörkin um fáfarna og skemmtilega slóða. Það má rölta á hrúgumar í nágrenninu, sígilt markmið er að ganga á öll fjöllin í fjallahringnum, það fer svo vel á pappír, eða á eitthvað ákveðið fjall sem er alltaf að fiækjast fyrir. Nú svo má fara í lengri ferðir, helgar eða vikuferð á hjólum, lengri labbitúra með leiðsögu- mönnum eða fjallaferðir í bíl og gera svo út frá einhverjum ákveðnum punkti á næsta ná- grenni eða jafnvei að labba til byggða. Passið ykkur bara á því að setja markið ekki of hátt. Reyn- ið að skipuleggja ferðimar þann- ig að þær standi eftir í minning- unni, t.d. með óvæntum uppá- komum og munið að erfiðar ferðir gleymast síður og eru skemmtilegri eftirá en auðveldar. Síðan er rétt að benda að Ferða- félag íslands, Útivist og önnur ferðafélög em með sldpulagðar ferðir fyrir almenning, bæði stuttar og langar, dýrar og ódýr- ar, með alvitrum fararstjórum. Upplýsingar um þessar ferðir er hægt að fá á skrifetofum ferðafé- laganna, á umferðamiðstöðvum og öðrum túrhestastöðum. Hér hafa aðeins verið raktar nokkrar hugmyndir að sumarúti- fifi en margt fleira mætti nefna eins og siglingar, klifur, hesta- mennsku og margt fleira. Aðal málið er bara að nota höfúðið, vera frumleg og skemmtileg. Munið bara að þið búið á Í& landi og það er allra veðra von. Það getur snjóað, rignt, blásið og skinið iðulausu sófeldni hvenær sem er. Munið! VERSLUNARMANNA- HELGI í VAGLASKÓGI / söludeildum Pósts og síma býöst þér gott úrval af vönduðum símtœkjum auk alhliða símaþjónustu Söludeildir Pósts og síma um land allt bjóða eingöngu viðurkenndan úrvalsbúnað og orugga viðgerðar- og viðfialdsþjónustu. Hjá okkur færðu gott úrval af allskyns símtækjum og aukabúnaði á góðum greiðslukjörum. PÓSTUR OG SÍMI Póst- og símstöðvar um land allt og söludeildir Kringlunni, Kirkjustræti og Ármúla 27.

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.