Skátaforinginn - 01.06.1991, Blaðsíða 17

Skátaforinginn - 01.06.1991, Blaðsíða 17
SKÁTABÚÐIN hefur nú enn aukið á þjónustu sína við skáta því nú eru komnar til sölu skátabuxur, bæðl síðar og stuttar! TEXTI: GUÐMUNDUR PÁLSSON MYND: HELGIEIRÍKSSON sjálísagt eftir. Hinar eru nokkuð ólikar, víðari og síðari og henta þeim vel sem vilja klæðast frjálslegum fatnaði. Reynslan mun síðan leiða í ljós hvort báðar tegundimar verði á boðstólum í framtíðinni - eftirspum verður látin ráða því. Verðið á buxunum er mjög gott og því ættu allir að geta eignast þær. Gaman væri ef skátar tækju nú vel við sér og klæddust þessum nýju buxum strax því búningurinn verður mikLu faL- Legri þegar neðri hlutinn er komin saman við. Það verður mögulegt fyrir skáta í stjórnum og nefndum að fá buxumar úr þynnra efhi ef þess er óskað. ALLar nánari upplýsingar fást i Skátabúðinni. Buxurnar eru, skv. reglugerð BIS um skátabúning, bláar að Lit og er efnið í þeim bæði slitsterkt og þægilegt. Eins og sést á myn- dinni er stór vasi utan á annarri buxnaskálminni á síðu buxunum sem hentar vel undir kort og áttavita og/eða aðra smáhluti. Fyrst um sinn verður boðið upp á tvær tegundir af stuttbuxum. Aðrar eru saumaðar nákvæmlega eftir þeim stuttbuxum sem voru til hér áður fyrr og margir muna UPP MEÐ BUXURNAR! LÍF & FJÖR Skátar hóldu sumardaginn fyrsta hátíðlegan víða um land að venju. í Reykjavík var að venju farið fylktu liði, undir fánaborg, frá Skátahúsinu við Snorrabraut sem Leið liggur niður Laugaveg og upp SkóLavörðustíg, til skátamessu í HaLLgrímskirju. Þar messaði séra fCarl Sigur- bjömsson og PáLL Gíslason, fyrr- verandi skátahöfðingi, predik- aði. Mikið fjölmenni var við messuna, þeirra á meðal forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, einnig var margt gamalla skáta og foreldra skáta. Skátasamband Reykjavíkur veitir árlega gönguverðlaun því félagi sem er með bestu fyiidng- una á sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni var það Skátafélagið Ægisbúar sem hlaut hinn eftir- sótta farandgrip tiL varðveislu næstu 12 mánuði. Skátaforing- inn óskar Ægisbúum til ham- ingju með árangurinn. í Garðabæ var mikdð um að vera. Skátamessa var í Garða- kirkju ld. 11 og flutti Gunnar H. Eyjólfsson, skátahöfðingi, hug- vekju. Þá voru vígðir nýliðar og veittar viðurkenn-ingar þeim skátum sem unnið hafa góð störf. Skrúðganga, skemmtiatriði, þrautabraut, koddaslagur og Lúðraþytur voru á meðal þeirra atriði sem VífiLL bauð Garðbæingum upp á þennan dag. Um kvöldið var svo skáta- og fjölskylduskemmtun í Garðalundi. Það vakti nokkra athygii okkar hjá Skátaforingjanum hve félögin eru Löt við að Láta fjöimiðla vita um þátt sinn í hátíðarhöldinum. Vitað er um fjölmörg félög sem stóðu fyrir skemmtilegheitum þennan dag en aðeins birtust frétta-tilkyn- ningar frá Reykjavík, Hafharfirði og Neskaupstað. Auk þess var skátafélagið VTfiLL bókstaflega í hverju einasta blaði með fréttatilkynningar um þátt sinn í hátíðarhöld- unum. SkátaféLagið VífiLL á heiður sldlinn fyrir vel unnið kynningarátak og sýna það í verid að það er ekkert mál að koma sér á framfæri! SKÁTAFORINGINN - 17

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.