Skátaforinginn - 01.06.1991, Blaðsíða 25

Skátaforinginn - 01.06.1991, Blaðsíða 25
ISHÆK '91 Dagana 23. - 27. mars fór fram ÍSHÆK 91. Þa6 voru 15 skátar úr skátafólaglnu Klakkl sem tóku þátt í þetta sinn. Gengið var á skíð- um um Flateyjardal sem er á skaganum milli Eyjaf jarðar og Skjálfanda. Dalur þessl hefur verið ÍS- HÆKAÐUR áður en í þetta slnn var brugðlð á það ráð að slgla á staðinn. Hór frásögn elns skátans, Jónínu Guðjónsdóttur, af ævin- týrinu. TEXTI: JÓNÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR MYNDIR: ÁSGEIR HREIÐARSSON, KANDERSTEGFARI SJÓVEIK í ÍSHÆKI Það er hálf ankannalegt að byrja ÍSHÆK á því að verða sjó- veikur. Það gerði ég. Þannig er nefnilega mál með vexti að á þessum árstíma er ekld hægt að komast á staðinn sem við lögðum upp frá nema siglandi eða á tveimur jafnfljótum. Eftir að hafa eldð til Húsavíkur stigum við um borð í tvær trillur sem tóku síðan stefnuna norðvestur yfir SkjáLfandaflóann. Siglingin tók um tvo klukkutíma. Á leiðinni héfdu flestir eðlilegum andlitslit, við hin vorum svona misgræn, en það gleymdist fljótt. ENGINN SNJÓR! Þegar komið var út í mynni Flat- eyjardals vorum við selAutt í land á lítilli plastskel. Þar létum við það verða okkar fyrsta verk að fá okkur vel að borða, snæddum hádegisverð þarna í fjörunni - með kletta á aðra hönd, sjó á hina og hvergi nokkum snjó að sjá. Þegar þamavar komiðvarég alveg búin að gleyma því að ég væri í ÍSHÆKI. VINNUSVIK Eftír matínn bröltum við upp úr fjömnni og fundum snjóinn sem þrátt fyrir vinnusvik Vetrar kon- ungs virtist vera nóg af (ekki mik- ið-ennóg). Svo var rölt af stað. Nú fóru hlutimir að færast í eðli- legt ÍSHÆKShorf. Röð skíða- skáta silaðist suður dalinn, með vindinn í fangið, í átt tíl Heiðar- húsa. Þangað komum við svo seinnipart annars dags. BIKARKEPPNI SKÍÐA- SAMBANDSINS Arviss bikarkeppni skíðasam- bands skáta var haldin þriðja daginn í misjafnlega blautu en annars góðu veðri. Keppnin kostaði eitt par af skíðum, en það hefði nú verið hálf svekkjandi að bera varaskíðin til einslds! Bikar- meistari í ár varð Sigurður Sæ- mundsson, Júh'us Ámason hrep- ptí annað sætið og Margrét Aðal- geirsdóttir það þriðja. HÚSIÐ HRUNDI Á meðan að við dvöldum í Heið- arhúsum tóku nokkrir sig tíl og byggðu igloo-snjóhús. Þarlögðu þeir sig síðan til svefns sama kvöld. Vfeðurguðimir voru hins- vegar ekki alveg á því að þetta myndarlega igloo fengi að standa því nú byrjaði að rigna. Iglooið stóð fram undir morgun en vakti þá fbúana með því að hrynja ofan á þá. Hetjumar okkar létu það nú ekld á sig fá, grófu sig bara út úr rústunum, fóm inn í hesthús og héldu áfram að sofa. Þegar á daginn leið hafði regnið komið því svo fyrir að engin merki sáust um snjóhúsagerðina. POPP-PARTY í SNJÓHÚSI Á fjórða degi skíðuðum við áfram í suðurátt. Umkvöldiðvar tjaldað en þeir sem ekki höfðu þá þegar gefist upp á snjóhúsagerð grófu sig inn í næsta skafl. Þar gerðu þeir stærðarinnar snjóhús og buðu þvínæst öllum í popp- partý (sem ég svaf reyndar af mér). BEINT í SUND Síðasta daginn röltum við sem leið lá að bænum Þverá í Dals- mynni. Þangað vomm við sótt og skutlað beinustu leið í sund þar sem bílstjómnum líkaði víst ekld af okkur lyktín. Eftír sundið var haldið heim á leið, sólbmnn- ir skátar með brotin og rispuð skíði, skakkir og skældir skátar - þreyttír en ánægðir eftír ÍSHÆK ’91. SKÁTAFORINGINN - 25

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.