Skátaforinginn - 01.06.1991, Blaðsíða 19

Skátaforinginn - 01.06.1991, Blaðsíða 19
Hór á eftir er hugvekja sem Guttni Gíslason flutti að Bessastöðum við af- hendingu Forsetamerklsins. Forseti íslands, skátahöfð- ingi, góðir skátar. Þegar maður stendur á svo virðulegum stað sem þessum, þá finnst manni einhvem veginn að það sé skylda manns að segja eitt- hvað mjög gáfulegt og að þið áheyrendur góðir viljið heyra eitthvað shkt. En þá fer maður að hugsa um það hvað sé gáfulegt. Einu sinni fannst mér allt sem sagt var, og ég ekki skildi, mjög gáfulegt. Það var áður en ég varð skáti. Þegar ég gerðist skátí eða réttara sagt ylfingur, hættí ég að reyna að skilja og fór að upplifa. Og ég gerði meira en að upplifa það sem raunverulegt var, ég fór líka að upplifa það sem ekki var tíl. Ég fór með öðmm orðum að láta mig dreyma. Svona gekk þetta lengi, þangað tíl blákaldur taunveruleikinn fór að bíta í mig. Mér fór að finnast dagdraumar og ævintýramennska hálf heimskuleg fyrirbæri. Þama tók við tímabil þar sem ég, skátínn, fór að taka hlutina alvarlega. Ég fór að læra á áttavita, elda á prím- us, tjalda og nota dálk. Þetta fan- nst mér gáfulegt. En það voru ekki allir á sama máli og ég. Nokkrir félagar mínir furðuðu sig á því að ég væri skáti, skildu alls ekki hvað mér fyndist svona skemmtílegt að elda útí á primus þegar hægt var að láta mömmu gera þetta fyrir sig heima í eld- húsi. Enn Uðu árin og UtU ylfing- urinn var orðinn síðhærður dróttskátí með grænt bindi. Þá fómm við fyrst að gera eitthvað gáfulegt. - Hvað, ég var ekki að gera eitthvað gáfulegt þegar ég var óbreyttur skátí. Nú fór maö- ur að vcrða efins um það hvað væri gáfúlegt og hvað ekki væri gáfúlegt. Af hverju er ég að tala um þetta? Jú, ég vildi bara útskýra að það getur verið mjög erfitt að segja eitthvað gáfulegt þegar maður sjálfur er ekki viss um hvað sé gáfulegt og hvað ekki. En hvað kemur þetta skátastarfi við? Dróttskátí góður, þetta kemur skátastarfi heilmikið við. Sem dróttskátar emm við oft dóm- hörð og vitum nákvæmlega hvemig við ekki viljum hafa hlut- ina. Það sem við viljum ekki gera er aUs ekki gáfulegt. Þar kom þetta með gáfulegheitin aftur. MáUð er einfaldlega þetta: Oft finnst okkur það sem við gerð- um, þegar við vomm yngri, alls ekkert gáfulegt og það er ofúr eðUlegt. Þetta sýnir aðeins að við emm sífeUt að þroskast. Og þeg- arvið fömm að U'ta yfir farinn veg með raunsæjum augum þá kom- umst við að því að við vomm aUtaf að gera eitthvað gáfulegt, dæmt eftir þroska á hverjum tíma. Þess vegna vil ég álykta: AUt sem við gemm er gáfulegt á meðan við gemm ekki eitthvað rangt og ég læt það þitt verk að dæma hvað sé rangt og hvað sé rétt. Nú þegar þú, kæri dróttskátí, hefur unnið tíl þess að fá forseta- merldð þá er skátahreyfingin líka að sleppa af þér hendinni. Það má segja að þú hafir á þínum ámm sem dróttskátí haldið í Utla fingur skátaforingjans en nú eigir þú að ganga einn og óstuddur. Hvernig þér gengur að ganga einn og óstuddur fer eftir því hvemig þú hefur Ufað þínu U'fi og hvernig þú hefur stundað þitt skátastarf. Sem sjálfstæður og óstuddur einstaldingur verður þú, nú kom- inn með Forsetameridð á barm- inn, eilítíð montínn af sjálfum þér og er það af hinu besta á meðan þú heldur báðum fótum á jörðinni og þekldr líka þínar veiku hliðar. Þetta mont getur þú nú notað tíl gagns fyrir aðra. Nú getur þú sýnt hvað í þér býr og teldð í hönd lítíls einstakUngs og stutt hann á hans vegi. Ekki halda á honum, þú mátt ekki hjálpa of mildð, hann viU læra að ganga óstuddur eins og stóri skátínn sem leiðir hann. Þessi UtU einstaldingur gætí alveg eins verið skátahópur, allt eftír því hversu mikið þú, dróttskátí góð- ur, treystír sjálfum þér tíl þess að takast á við og hversu hæfur ein- stakUngur þú ert orðinn. Nú hefur skátahreyfingin fært þér mörg skemmtíleg ár og þú ert mikilli reynslu ríkari. Nú bíða margir ungir einstakUngar eftír að fá svona tækifæri eins og þú fékkst. Þín ferð hingað að þess- um merka stað hófst á þeirri stundu er þú gekkst tíl Uðs við hreyfinguna. Vilt þú hjálpa ein- hverju hinna fjölmörgu barna sem vilja fá að uppUfa það sama og þú, vilt þú hjálpa þeim að rata hingað að Bessastöðum? Að lokum vil ég óska ykkur allr- ar hamingju á komandi árum og að þið verðið skátahreyfingunni og sjálfum ykkur tíl mikils sóma með aUt, sem þið taldð ykkur fyr- ir hendi. Gleðilegt sumar. SKÁTAFORINGINN -19

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.