Skátaforinginn - 01.06.1991, Blaðsíða 6

Skátaforinginn - 01.06.1991, Blaðsíða 6
BYKO & OTTÓ á landsmóti. ÚTILEGA Á SKAUTASVELLI Skátafólag Akraness er fólag sem hefur ver- IA starfandi í ailmörg ár og er alltaf aö efl- ast. Þar starfa nú 60- 65 skátar, sem skipt er nlttur í þrjár sveltlr; smáskátasvelt, skáta- sveitlna Skógarbúa og dróttskátasveltina Orl- on. Starfið í sveitun- um er mlsjafnt eins og greinir frá hór á eftir. UMSJÓN: GUÐMUNDUR ZEBITS A FERÐ UM LANDIÐ RÆÐUMENNSKA OG DORG I okkar frábæru dróttskátasvcit Orion eru starfandi um 15 virkir félagar. Því hefur starfið verið með eindæmum gott; farið hefur verið í tvær útilegur ogýmis nám- skeið haldin. Þau fjölluðu m.a. um ræðumennsku, bjargsig, skautun og dorg gegn um ís. Eins og gefur að skilja gengu námskeiðin misjafnlega fyrir sig, Rassálfar 1 útilegu í skála skátafélagsins í Skorradal. (Það má skjóta þv( að svona til gamans að skátafélagið hefur unnið skemmtilegt skipulag fyrir svœðið umhverfis Skorradalsskála þannlg að það megi nýtast enn betur sem útiltfs- og „skátasvæði”. Þau félög sem eru að hugleiöa skipu- lagningu á hliðstæðum landssvæðum ættu að setja sig f samband við þá Skagamenn og fá að skoða þeirra hugmyndir og teikningar. Innsk.: GuðmPéls). en sem betur fer hlaut enginn alvarlegan skaða af - nema þá helst foringjamir Eiríkur og Guð- mundur GREIN. ÚTILEGA Á SKAUTASVELLI Eins og fyrr kom fram hefúr Ori- on einnig farið í tvær útiiegur. Þær voru aðeins farnar til skemmtunar og heppnuðust í allastaði mjögvel. Önnurþeirra var farin í okkar aldeilis frábæra skála í Skorradal (þetta er ekld bara mont), en hin á vélfrysta skautasvellið í stórborginni. DUGLEGIR SMÁSKÁTAR Smáskátamir hafa verið mjög duglegir í vetur og farið í nokkrar dagsferðir og þess háttar. f sveit- inni em alls 30-35 krakkar. SKÓGARBÚAR Þá er röðin komin að hinum óútreiknanlegu Skógarbúum. í þeirri sveit em starfandi fjórir flokkar, sem allir standa sig vel á sinn hátt og em ekki á leiðinni að breyta því. Þessir annars ágætu flokkar heita Tjaldbúar, Náttfar- ar, Rassálfar og Jeríkóar. Þessir flokkar hafa farið í tvær vel heppnaðar útilegur og stefna á fleiri, því í útilegum er alltaf svo gaman. Sveitin hefur unnið að ýmiss konar flokkakeppnum í vetur. Ein þeirra fólst í því að taka myndir af starfinu, sem svo voru til sýnis á sumardaginn fyrsta. 20 VÍGÐIR Á árinu sem er að líða vom um 20 skátar vígðir inn í félagið. Það telst bara gott af svo litlu félagi að vera. SAMVINNA VIÐ BORGNESINGA Félagið hefur tekið upp á því að stofna til samvinnu við Skátafélag Borgamess og hefúr það gengið alveg ágætlega. Sameiginlega höfúm við haldið kvöldvöku og farið í útilegu. Að okkar mati fór það allt saman mjög vel fram. ALLIR Á SKÁTAMÓT! Að lokum vill Skátafélag Akra- ness benda öllum öðmm skátum t landinu á að mæta hress á sem flest mót í sumar. Það ætlum við svo sannarlega að gera. 6 - SKÁTAFORINGINN

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.