Skátaforinginn - 01.06.1991, Blaðsíða 12

Skátaforinginn - 01.06.1991, Blaðsíða 12
TEXTI: KARL EIRÍKSSON OG EGGERT AKERLIE Fjallahjóllö er tlltölu- lega nýr fararskjóti sem býöur upp á ótal mögulelka. Þaö hent- ar elnkar vel vlö íslenskar aöstæður, þar sem auövelt er að ferðast á því um lólega slóða upp um fjöll og firnlndl. SAGA FJALLAHJÓLSINS Segja má að saga fjallahjóLsins hafi hafist á áttunda áratugnum þegar nokkrir hjólreiðaáhuga- menn komu saman og settu breið dekk undir venjuleg reið- hjól. Fyrstu "alvöru" fjallahjólin voru svo sett á markað á árunum 1978-81. Þau voru mjög dýr, svo fáir höfðu efhi á þeim. Frá þess- um tíma hafa fjallahjólin teldð mildum breytingum og lækkað í verði. í dag má fá góð hjól frá 40.000 kr. og upp úr. Hægt er að fá hjól sem líkjast fjallahjólum mjög í byggingu, en hafa oftast nær færri gíra og þyngri stell, eru að sumu leyti óvandaðri, en eru góð til síns brúks innanbæjar. Þau kallast "borgarhjól". Ginnig eru á mark- aðnum hjól sem seld eru sem fjallahjól, en eru aðeins ódýrar eftírhldngar og flest mjög léleg. Þess eru dæmi að slfk hjól hafi aðeins enst í tæpan mánuð. VAL Á HJÓLI Það sama gildir um fjallahjól og flestan annan vaming, að eftír því sem þau eru dýrari, því betri em þau. Þetta er þó ekld algilt og því mikið atriði að vanda valið. Fyrst og fremst ber að athuga stellið, en það er útbreiddur mis- skilningur að þau eigi að vera stór. Besta reglan er sú að hafa fjórar tommur frá slá upp í klof og um leið má nefna á að hæð stýrisins á að vera þremur tomm- um lægri en hnakkurinn, því þannig nýtíst orkan best. Á betri fjallahjólum em stellin úr cro- molid (cr-mo) eða áli, en einnig þekkjast stell úr carbor-fiber og titanium, en þau em mjög dýr. Stærstu framleiðendur cr-mo stella em Tknge, Reynolds, Col- umbus og True Temper, sem framleiða m.a. stell fyrir Trek, Di- amond Back, Muddy Fox og DBS. Merkja þeir firamleiðslu sfna með miða á sætispfpu og framgaffli. Ef ekki em slíkir mið- ar fyrir hendi er líklegt að verið sé að kaupa köttínn í sekknum. Næst ber að athuga gíra- og bremsukerfi. Þau þekktustu em frá Shimano og SunTour og má fá þau í öllum gæðaflokkum, allt frá kerfum fyrir byrjendur upp í hágæða kerfi fyrir atvinnu- og keppnismenn (t.d. Deore XT og Suntour XC-Pro), en öll em þau það dýr að meðal-pyngja lætur sig heldur betur muna um minna. Nær öU fjallahjól á mark- aðnum í dag em 21 gíra og ér það mikiU kostur, því að með þeim fjölda gíra fæst mjög góð breidd. Því er hægt að komast upp og niður bröttustu brekkur án mik- ils trafala. Áður en hjóUð er keypt þarf að hugleiða við hvemig aðstæður ætlunin er að nota það. Ef lengri ferðalög em fyrirhuguð ber að athuga, auk fyrrgreindra atriða, hvort festingar fyrir bögglabera séu tíl staðar að framan og aftan, auk festinga fyrir a.m.k. tvo vatns- brúsa. Þó má bjarga þessu fyrir horn ef svo er ekki, t.d. með klemm um eða með því að "snitta" í stellið. Varast skal að hafa stutt keðjustag, því þá er hætta á að hælamir reldst í aftur- töskumar. Ef nota á hjóUð til keppni er gottað hafa keðjustagið stutt (15- 17,5") til að auka grip afturhjóls- insíkUfri. Síðast en ekki síst þarf hjóUð að vera létt, én það má þó ekki koma niður á gæðum þess. NÝJUNGARÁ MARKAÐNUM Eins og gefúr að skilja er aUtaf heilmildl þróun í útbúnaði hjól- anna. Ein þeirra nýjunga sem nú em að ryðja sér til rúms er fjöðr- un. Höggdeyfum er komið fyrir við firam- og afturdekk, hnakk, hnakkstoð og stýrisstoð, sem ger- ir það að verkum að mun mýkra er að ferðast um ójöfnur. Enn sem komið er em höggdeyfar við framdekk algengastir. Einnigmá nefnavökvabremsur, sem em léttari og öflugri en þær sem hingað til hafia verið á boð- stólum. Á næsta ári er von á 24ra gíra hjólum, sem skiljanlega gefia enn meiri breidd en þau sem nú em seld. Fleira er hugsanlega hægt að tína til, en flestar nýjungamar fela einungis í sér minni þyngd á hinum ýmsa útbúnaði. AÐ FERÐASTÁ FJALLAHJÓLUM Þegar ferðast er á fjallahjóU er aðalatriðið að hjóUð sé í góðu lagi og sá sem á því ferðast sé í góðu líkamlegu formi. Ef svo er ekki er óvíst að ferðin verði jafn ánægjuleg og vonast var til. Að sjálfsögðu verður þyngd búnað- ar að vera í lágmarid líkt og þegar ferðast er gangandi með bak- poka. Skemmtílegra er að taka sér góðan tíma í að skoða umhverfið en að fiara of geyst yfir. Einnig verður alltaf að muna að hafa nóg af vatni á brúsa og gott getur verið að hafa þrúgusykur við hendina (eða í drykkjarvatninu, s. s. Isostar eða sambærilegt). Ef veður leyfir er gott er að vera í þar til gerður hjólastuttbuxum, en annars í t.d. göngu- eða fleeze- buxum. Best er að utanyfirflík- umar séu úr efni sem bæði er vatnshelt og hleypir frá sér svita, t. d. Gore-tex. Eins og aflir vita dugar þó ekkert minna en gúmmígallinn í hellidembu. Þunnir hanskar, vettUngar eða griflflur em með öllu ómissandi og best er að vera í léttum skóm sem lofta vel. Allur er varinn góður og því betra að hafa hjálm á höfðinu. Skátabúðin mun hafa á boðstólum eitthvað af hjólreiðafiatnaði sem hentar við íslenskar aðstæður, en a.m.k. til að byrja með er þó ekkert verra að nota gömlu, góðu útileg- ugræjumar. Mikilvægt er að hafia góðar tösk- ur, því lélegar töskur eiga það bókstaflega til að gufa upp, en því urðu greinarhöfundar ein- mitt fyrir í einni af ferðum sínum. Aftur á móti hafia Kalahari-tösk- urnar frá Karrimor, sem fiást í Skátabúðinni, reynst einstaklega vel í ferðum höfunda um hálendi landsins, þó margt annað hafi gefið eftír í hinum ýmsu óhöpp- um. Nauðsynlegt er að eigandi fjallahjólsins hafi grundvallar- kunnáttu í viðgerð og umhirðu þess og hafi meðferðis eitthvað af 12 - SKÁTAFORINGINN

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.