Skátaforinginn - 01.06.1991, Blaðsíða 16

Skátaforinginn - 01.06.1991, Blaðsíða 16
Nú er landsmótl nýlok- 16 og tókst þaö í alla staöi mjög vel. Veörlö haföl sitt aö segja; lóttl lundina og auö- veldaöl öll störf. Elnn- Ig hjálpaöl aöstaöan á Utfljótsvatnl, en hún er góö til mótshalds og tel óg því ekkl fráleitt aö halda öll landsmót þar. EFTIRÞANKAR LANDSMÓTS TEXTI: REYNIR MÁR RAGNARSSON MYNDIR: HELGI EIRÍKSSON LANDSMÓTIN Á SAMA STAÐ Mildll spamaður væri að halda landsmótin alltaf á sama stað, bæði hvað snertir peninga og vinnu. BYGGING SKEMMU Byggja þyrfti skemmu þar sem ýmis útbúnaður yrði geymdur milli móta. Mín reynsla er sú að töluverðar fjárhæðir fara t að kaupa hluti, sem hægt væri að nota aftur og aftur, fyrir lands- mót. UPPBYGGING TJALDBÚÐASVÆÐA Tíl að gera aðstöðuna betri á Úlfljótsvatni er nauðsynlegt að skipta túnunum niður í fimm 600-800 manna tjaldbúöasvæði. Einnig þarf að gera varanlega göngustfga um svæðið, planta trjám til skjóls og prýði milli tjaldbúðasvæðanna og reisa þvottastæði og lítil salcrnishús við hvert tjaldbúðasvæði. AUKIÐ RÝMI Ulfljótsvatnsráð þyrfti að fá hluta af túni bóndans; þann hluta sem notaður var á lands- mótinu. Þessa aðstöðu yrði síð- an hægt að nota fyrir smærri mót og útilegur, jafnvel opna aðstöðu fyrir almenning. Þetta kostar að vísu sinn pening, en með góðri fjáröflun er hægt að safna fyrir þessu á fáum árum. RAUÐHETTA Á ÚLFLJÓTSVATNI Þótt Rauðhetta hafi verið um- deild á sínum tfma skilaði hún mörgum milljónum í hagnað og var aðstandendum til sóma fyrir 16 - SKÁTAFORINGINN gott skipulag og vandaöa dag- skrá; hún fékk góða umfjöllun hjá almenningi og var vinsæl. Með þvf að halda tvær til þrjár slfkar skemmtanir væri hægt að fjármagna þessar framkvæmdir og rúmlega það. Nú er bara að ræða hlutina án allra fordóma, teikna upp svæðið, skipuleggja og halda góða fjáröflun. Fram- kvæma síöan þessa hluti og gera Úlfljótsvatn að besta útilegu- svæði iandsins. Verum bjartsýn og kraftmildl. AUKA ÞÁTTAKA STYRKTARAÐILA Hingað tíl hefúr verið litið á landsmót sem fjáröflun fyrir BÍS. Þetta er röng stefna. Landsmótá að vfsu að standa undir sér, en stefnan á að vera sú að fá alla skáta á landsmót með þvf að hafa þátttökugjaldið sem lægst; helst ekkert. Þetta er hægt. Á síðasta landsmótí var fariö út í það að fi styrktaraðila. Það tókst vel, en hefði verið hægt að fá fleiri. Með því að ráða mann á prósentum tíl að fá styrktaraðila á tilteknum tíma ári fyrir mót má fá styrki í peningum og vörum, sem stæöu að miklu eða öllu leyti undir kostnaði við mótíð. Duglegur aðili getur safnað mörgum styrkt- araðilum; reynslan frá síðasta landsmótí sannar það. STARFSFÓLK Á síðasta landsmótí vantaði tíl- finnanlcga starfsfólk, en það var aðallega mótsstjórninni að kenna. Tvenn mistök voru gerð; í fyrsta lagi að hækka aldur starfs- fólks ffá því sem verið hefúr og í öðru lagi að láta starfsfólkið borga fyrir að vinna á mótínu. Lágmarksaldur á að vera 15 ára. Það hefur sýnt sig á liðnum árum að kjami starfsfólks er 15-18 ára. Hefur þetta fólk skilað góöu starfi og því engin ástæða tíl að útíloka það frá starfsmannabúð- um. Það, að vinna á landsmótí, er í flestum tilfellum erfið vinna og vinnuframlagið því nóg greiðsla tíl mótsins; það ættí að vera ástæðulaust að láta starfs- fóLldð borga með sér. LANDSMÓT Á AÐ BÆTA SKÁTASTARFIÐ Landsmót á að halda á fjögurra ára fresti; landsmót á að auka og bæta skátastarfið í landinu. Þau á að tengja meira starfinu, bæði fyrir og eftír mót. Þaðerhægtað gera á margan hátt. Ein aðferðin er sú að senda félögunum fram- kvæmdaáætíun sem byrjar tveim- ur árum fyrir mót og saman- stendur af beinum undirbún- ingsverkefnum og starfsverkefn- um fyrir sveitír og flokka. Hægt er að hugsa sér þriggja til fimm manna verkeínisstjóm hjá BÍS, sem sldpuð yrði þremur ámm fyrir mót. Fyrsta árið færi í und- irbúnings- og skipufagsvinnu, út- sendingu gagna og kynningu. Hin tvö árin notaði hún tímann í eftírlit og aðstoð í formi heim- sókna og fjölmiðlunar. Áætíunin stæði líka á eftir mót; sá tími yrði notaður til að viðhalda þeim áhuga og eldmóði sem lands- mótí fylgir. Þessu yrði fylgt eftir með verkefnum fyrir sveitír og flokka eins og fyrir mót, frágangs- verkefnum fyrir félögin og end- urmatí á landsmótínu, bæði hvað varðar mótíð sem slíkt og undir- búning og fararstjóm félagsins. Verkefnisstjómin skilaði síðan af sér eftír fjögur ár og nýstjóm yrði sldpuð. TÖKUM HENDUR ÚR VÖSUM Tökum nú hendur úr vösum, skipuleggjum Úlfljótsvatn sem framtíðar landsmótsstað, tengj- um landsmótið meira starfinu, gemm landsmótíð að enn meiri hápunktí starfeins og reynum að tryggja eins vel og við getum að allir skátar komist á landsmót. Ég vona að þessi grein veki upp umræður og að þær síðan leiði af sér framkvæmdir.

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.