Skátaforinginn - 01.12.1991, Blaðsíða 6

Skátaforinginn - 01.12.1991, Blaðsíða 6
JOTA ’91: 34. ALHEIMSMÓT SKÁTA í LOFTINU: SKATAR A OLDUM UÓSVAKANS TEXTI: GUÐMUNDUR PÁLSSON LJÓSM.: ANDRÉS V. ÞÓRARINSSON & GUÐMUNDUR PÁLSSON Á hverju ári er haldíð 34. alheims- mót skáta á öld- um Ijósvakans. Mótin eru haldin á sama tíma ár hvert, þriðju helg- ina í október. Fjórar stöðvar Sérstaklega vel var staðið að þátttöku íslenskra skáta í mót- inu að þessu sinni en settar voru upp fjarskiptastöðvar á fjórum stöðum á landinu: Álftanesi, Ak- ureyri, Neskaupstað og á Út- fljótsvatni. Umsjónarmenn fjarsldptanna að þessu sinni voru þeirAndrés V. Þórarinsson (Úlfljótsvatni), Birgir Thomsen (Alftanesi), Jóhann Zöega (Nes- kaupstað) og ?? ??son (Akur- eyri). Hvað er JOTA? JOTA (Jamboree On The Air) felst í því að skátar um aiian heim setjast niður við fjarskipta- tæki og hafa samband við skáta í öðrum löndum. Hver skáta- flokkur fær ákveðin tíma í einu til að nota fjarskiptatækin og þegar samband hefur náðst byrja menn á því að kynna sig og jafnvel að skiptast á heimilis- föngum. Síðan eru máLin rædd vítt og breitt og svo er auðvitað sungið og ekki má gteyma skáta- hrópunum sem hljóma kröftug- lega landa á milli. JOTA á Úlfliótsvalni Andrés V. Þórarinsson var móts- stjóri á Úffljótsvatni en þar voru starfræktar tvær stöðvar. Þátt- takendum á Úlfljótsvatni gafet kostur á ýmsum dagskrártilboð- um í tengslum viðJOTA. Boðið var upp á sundferðir, göngu- ferðir um næsta nágrenni, kvöldvökur, firæðslu af ýmsu tagi og mikil griilveisla var hald- in á laugardagskvöld. Að sjálf- sögðu var flokkakeppni í gangi með fjölbreyttum verkefnum og var það skátaflokkurinn Fanný og Fossbúamir sem sigruðu í henni. Um 90 skátar tóku þátt í JOTA á Úlfljótsvatni og voru þeir allir sammála um að þetta hefði verið mjög skemmtilegt og ætla þeir allir að mæta aftur næsta ár. GEIRI.f Skeifan 13, 108 Reykjavík ________________Sími 91 -814775 - 91 -677660 6 - SKÁTAFORINGINN ^64 13 13 ágpMhtsLfotiMidsL ^ HÓPFERÐIR

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.