Skátaforinginn - 01.12.1991, Blaðsíða 26

Skátaforinginn - 01.12.1991, Blaðsíða 26
SPENNANDI ALÞJÓÐASTARF TEXTI: HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR Haffiö þið einhvern tímann leitt hug- ann aö því að taka má þátt í spennandi alþjáða- starffi án þess aö ffara af landl brett? Ekki það? En staðreyndin er nú samt sú að það er mjög einfalt. Til dæmis má skriff- ast á við erlenda skáta eg hægt er að eignast vina- flokka eða sveitir erlendis ffrá. Auk þess er á mjög skemmtilegan hátt hægt að setja upp spennandi ffundi með mat, verkefnum og þjáðlegum siðum ffrá öðrum löndum. I samband við íslenska slcála A hverju ári kemur fjöldinn allur af erlendum skátahópum hing- að til lands, ýmist til þess að taka þátt í íslenskum skátamótum eins og þau gerast best eða til að ferðast um landið á eigin vegum og kynnast landi og þjóð. Marg- ir þcssara hópa hafa mildnn áhuga á því að komast í sam- band við íslenskar skátasvcitir tíl að skrífast á við fyrir ferð og hitta þegar þeir koma svo loks til draumalandsins. í sumum til- fcllum er bara um að ræða að hittast t.d. eina kvöldstund á kvöldvöku eða einhverju slíku. Sumir viLja fá tslenska skáta til að fara með sér í styttri eða lengri ferðir. Og enn aðrir hafa nokk- urs konar skiptí í huga, þ.e. við tökum á mótí þeim og í staðinn taka þeir á móti okkur í sínu heimaLandi. 26 - SKÁTAFORINGINN Erlendir skálahópar á leiðinni ÓUkt okkur íslendingum skipu- leggja margir erlendis ferðir af þessum toga Langt fram í tímann og nú þegar hafa borist upplýs- ingar um nokkra hópa sem hyggjast Leggja land undir fót og ferðast um ísland næsta sumar. Sumir þessara hópa hafa ítrekað borið fram óskir um að komast í samband við íslenskar skáta- sveitír. Má þar t.d. nefna sveit frá Svíþjóð sem býður íslenskri sveit tíl síns heima næsta sumar gegn því að sú hin sama sveit tald á mótí þeim á sömu skilmál- um sumarið 1993. Önnur sveit frá Þýskalandi hefúr áhuga á sams konar skiptum nema hvað hún kemur hingað tíl Lands næsta sumar og í staðinn er möguleild á að íslensk sveit sæld Þjóðverja heim síðar. Að lokum má nefna sveit frá Bretlandi sem hyggur á íslandsför næstkom- andi sumar og hefur rnikinn áhuga á að hitta íslenska skáta í þeirri heimsókn. Grípið tsekifærlð! Samskipti af þessum toga geta verið mjög fróðleg og skemmti- leg. Við hvetjum því aliar sveitir tíl að hugsa nú málið, athuga hvort þetta sé ekld eitthvað fyrir þær og hafa svo samband við Huidu í síma 91-671228 eða skrifstofu BÍS, sími 91-23190, til skrafs og ráðagerða. Grípið tækifærið tíl að Lífga upp á skáta- starfið á meðan það gefst og tak- ið þátt í öðruvísi alþjóðastarfi. FRA FORINGJAÞJALFUNARRAÐI: RÍFANDI AÐSÓKN Á NÁMSKEIÐIN TEXTI: JÚLÍUS AÐALSTEINSSON Aðsókn skátaffélaganna á námskeið foringjaþjálfun- arráðs heffur verið með besta máti það sem af or haustinu. Nýtt fyrirkomulag Það nýja fyrirkomulag sem foringjaþjálfunarráð er nú að reyna virðist falla vel í kramið hjá skátafélögunum þvf að- sókn hefur verið mjög góð á öll námskeið. Þetta nýja fyr- irkomulag byggir á því að dagsetningar námskeiðanna eru ákveðnar með löngum fyrirvara og taldst allt sem skyldi verður þeim dagsetn- ingum ekki breytt héðan í frá. Þannig geta félögin gengið að því sem vísu að t.d. Fiokksfor- ingjanámskeið 2 er alitaf í boði þriðju heLgina í október, hugmyndanámskeið fyrir sveitarforingja fyrstu helgina í nóvember o.s.frv. Byr|unarörðugleikar Nokkur vandamál hafa þó skapast sökum þess hve seint félögin skrá þátttakendur á námskeiðin. Vogabúar í Reykjavík hafa komið sér upp ágætu fyrirkomulag en félag- ið hefur skipað einn foringja úr félaginu sem umsjónar- mann foringjaþjálfunar. Hann hefúr það verkefni með höndum að kynna námskeið- in fyrir foringjum og foringja- efnum og sér um að skrá þá tilþátttöku. Þetta hefur gefist ágætlcga og ættu fleiri félög að taka þennan sið upp. Félögunum er ekki nokkur vorkun í því að ákveða hvaða skátar fari á hvaða námskeið með a.m.k. tveggja vikna fyr- irvara. 140 á námskeið í október Eins og fyrr sagði hefur þátt- taka verið mjög góð og má sem dæmi um það nefna að í október sóttu 140 skátar flokksforingja- og sveitarfor- ingjanámskeið. Þetta er frá- bær þátttaka og mjög jákvætt í alla staði því undirstaða skátastarfsins eru jú vel þjáif- aðir foringjar. Það er von okkar í foringjaþjálfunarráði að aðsóknin verði jafn góð í framtíðinni.

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.