Skátaforinginn - 01.12.1991, Blaðsíða 9

Skátaforinginn - 01.12.1991, Blaðsíða 9
AÐALSTJÓRNARFUNDUR Á AKUREYRI: KLAKKUR í ERINDREKSTUR TEXTI: GUÐMUNDUR PÁLSSON MYND: HELGI EIRÍKSSON f skoðunarferð um Kjamaskóg. Frá vinstri: Björk Thomsen, Tryggvi Marinósson, Guðmundur Pálsson, Hattbjörg Þórarinsdóttir, Páll Zóphóníasson, Júlíus Aðalsteinsson, Kristján Guðmundsson, Anna G. Sverrisdóttir, Ólafur Tr. Kjartansson og bílstjórinn okkar. Aöalstiórn BÍS hefur leitast viö aö halda a.m.lc. einn fund á ári utan höfuöborgar- svæöisins. Aö þessu slnni bauö Klakltur á Akureyri st|órninnl heim og var fundur- inn haldin þann 27. september s.l. Fundinn sóttu þau Gunnar H. Eyjólfsson, Páll Zóphóníasson og Kristín Bjamadóttir aðstoð- arskátahöfðingjar, Anna G. Sverrisdóttir formaður al- þjóðaráðs, BjörkThomsen for- maður starfsráðs, Þorsteinn Sigurðsson formaður fjármála- ráðs, Hailbjörg Þórarinsdóttir frá Austurlandi, Tryggvi Marin- ósson frá Norðurlandi, Krist- ján Guðmundsson frá Vest- fjörðum, Ólafur Ásgeirsson Reykjavík og Hafdís Óladóttir Suðurlandi. Sigurður Guð- leifsson sat sem áheymarfull- trúi fyrir Skátasamband Reykjaness og Júh'us Aðal- steinsson sat fundinn fyrir for- ingjaþjálfunarráð. Auk þess sátu starfsmenn BÍS, þeir Helgi Eiríksson og Guðmundur Páls- son, þennan fund. Fundurinn hófet kl. 16.00. Mörg mál voru á dagskrá og lauk fúndi því ekld fyrr en laust fyrir kl. 01.00 eftir miðnætti. Nokkur umræða varð um er- indrekstur og samband BÍS við félögin. Ljóst er að sökum þröngrar fjárhagsstöðu er erf- itt að sinna félögunum sem skyldi. Þó var samþykkt að fela Klakk að annast erindrekstur á Norðurlandi og leitast við að auka útbreiðslu skátastarfe á svæðinu fram að áramótum. Á laugardagsmorgun bauð Klakkur aðalstjómarmönnum í skoðunarferð um framtíðar- útivistarsvæði Akureyringa. Var það mjög fróðlegt og skemmtilegt. Einnig var farið í Kjamaskóg en þar mun næsta landsmót verða haldið árið 1993. Um kvöldið fjölmennti aðalstjóm upp í Fálkafell, einn af skátaskálum Klakks, og tók þar þátt í Fálkafellsvígslu en það er árlegur viðburður hjá þeim Akureyringum. Þá koma eldri skátar saman, þiggja veit- ingar, syngja nokkur lög og rabba saman. Aðalstjóm send- ir Skátafélaginu Klakk sínar bestu kveðjur með þakklæti fyrir glæsilegar móttökur og góðan gjöming. ERINDREKI UMSJÓNARMAÐUR Skátafélag í Reykfavik éskar að ráða starfsmann. Starfiö felur í sér erindrekstur og umsjón meö almennu skátastarfi og foringjaþjálfun. Leitaö er aö skáta a.m.k. 20 ára, meö reynslu í skáta- og foringjastörfum. Gilwellpróf æskilegt. Viökomandi þarf aö hafa gaman af skátastarfi og eiginleika til aö umgangast ungt fólk. Um er aö raeöa u.þ.b. 20-25% starf meö vinnutíma oftast aö kvöldlagi. Ágæt laun, ráöningartími og annaö fyrirkomulag eftir samkomulagi. Umsóknin sendist til skrifstofu Skátasambands Reykjavfkur, Snorrabraut 60,101 Reykjavík fyrir 1. desember merkt: „Rikk-tíkk". KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR HF Kleppsvegi 33 Sími 38383 Fax 91-38598 SKÁTAFORINGINN - 9

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.