Skátaforinginn - 01.12.1991, Blaðsíða 20
FRA STARFSRAÐI:
••
VORÐUSPJOLD
HANDA ÖLLUM
TEXTI: GUÐMUNDUR PÁLSSON
Nú um áramótin
koma út nokkrar ný|-
ungar frá starfsráði.
Hér or um að rseða
vorkofnaspiöld og
voggsp|aid som or
•Inskonar békhalds-
sp|ald til að hafa yfir-
lit yfir þau grunn-
námsvorkofni s«m
skátarnir vinna.
Gefin verða út spjöld sem allir
skátar fá og á spjöldin líma
þeir einn límmiða fyrir hvert
grunnnámsverkefiii sem þeir
leysa af hendi. Grunnnáms-
verkefnaspjöldin eru níu tals-
ins, þrjú fyrir hverja grunn-
námsverkefnabók. Þegarskát-
inn hefur fyllt út hvert spjatd
má hann taka það með sér
heim og hengja upp á vegg til
staðfestíngar á góðu starfi
hans.
Þessum spjöldum fylgja einnig
veggspjöld tíl notkunar fyrir
sveitarforingja yngstu skátana
og flokksforingja eldri skáta.
Inn á þessi spjöld getur foring-
inn fært nöfh skátanna í lóð-
réttan dálk. Efst á spjaldinu
eru svo einkennistafir allra
grunnnámsverkefnanna
(N.1..N.2. o.s.frv.) og foring-
inn getur merkt inn á spjaldið
hvaða skátar hafa lokið hvaða
verkefnum. Þessum vegg-
spjöldum verður vafalítíð vel
tekið af foringjum því mikið
hefurverið beðið um eitthvert
kerfi tíl að halda utan um þessi
mál.
Að lokum koma einnig út
starfsverkefnaspjöld. Hver
skáti faer eitt slíkt í hendur og
fyrir hvert starfsverkefni sem
hann vinnur með flokknum
sínum eða sveitinni faer hann
einn límmiða á spjaldið.
Það er von starfsráðs að þess-
um nýjungum verði vel tekið
og foringjar drífi nú í að taka
þær strax í notkun enda eru
þær til þess fallnar að virka
hvetjandi á skátana að vinna
sín grunnnáms- og starfsverk-
efni.
FÁVISKA?
TEXTI: SIGURJÓN VILHJÁLMSSON
í tölubla&i Skátaforing]ans númer 3/91 birtist
grein eftir Tryggva Pál Friöriksson þar sem hann
ræðlr um ýmsar þeer misfellur, sem honum
finnst vera á skátastarfi í landinu.
í kaflanum „Fáviska eða hvað”
er farið nokkrum orðum um
mig, ekki þó með nafni, heldur
dylgjað um fremur ósæmilega
framkomu mfna í garð aðal-
stjómar með því að neita að
mæta á fundi þar sem mér hafði
ekki verið boðið að vera við-
stöddum við afhendingu For-
setamerlds nú síðast að Bessa-
stöðum.
Svo sem oft vil verða þegar
menn fara cinungis eftir því sem
þeim er sagt en leita ekld sjálfir
eftír staðreyndum geta komið
fram missagnir. Þetta þyrfti
T.P.F. að athuga ef hann skrifar
blaðagrein aftur í geðvonsku-
kasti. Það er rétt að ég tilkynntí
skátahöfðingja með símbréfi
sama dag og halda áttí aðal-
stjómarfund að ég sæi ekki
ástæðu tíl að mæta á fund þenna
fremur en við ofangreinda af-
hendingu.
20 - SKÁTAFORINGINN
Þetta var ekki gert af hrokahætti
eins og T.P.F. lætur í slana held-
ur einungis tíl að reyna að opna
augu höfðingjans fyrir því skipu-
lagsleysi og vanstjóm, sem á
skrifstofu BÍS hefur ríkt undan-
farið því þetta er ekld eina tilfell-
ið sem láðst hefúr að boða mig
eðaaðraáfúndi. Þvímiðurvirð-
ist þetta hafa verið misskilið eins
og margt annað. Aftur á mótí
minnist T.P.F. ekki á heimildir
fyrir grein sinni, fróðlegt væri að
hann upplýsti hvar hann fékk
upplýsingar sínar - trúnaðarmál
frá aðalstjómarfundum BÍS, en
kannski getur framkvæmda-
stjóri BÍS frætt okkur um þetta.
Það getur vel verið að ég eigi
ekki heima í þessum hópi en
þess ber einnig að geta að ég
sóttist ekki eftir því að vera þar
heldur var ég beðinn um að taka
að mér formennsku í stjóm
Skátasambands Reykjaness, sem
ég gerði, og þar með sæti í aðal-
stjóm BÍS. Á hinn bóginn er
það mesta fáviska hjá T.P.F. að
halda því fram að skátahöfðing-
inn ætti að reka alla úr stjóm BÍS
sem ekki eru á sömu skoðun og
hann og þannig gera sér starfið
auðveldara. Lýðræði er ennþá í
gildi hjá skátahreyfingunni og
fulltrúar sambanda og félaga
eru kosnir í trúnaðarstöður af
fullgildum aðilum skátafélag-
anna. Þetta hélt ég að hefði ekki
getað farið fram hjá nokkrum
manni.
Vel á minnst, í lögum BÍS kemur
fram að skátar skuli starfa í anda
Baden-Powells. Samt fannst
mér skátaandann vanta hjá
þeim sem unnu við að koma
Þjóðþrifum á laggirnar á sínum
tíma, eða hvað finnst T.P.F. um
það? Þar sem fjálglega er talað
um skátaandann í títtnefndri
grein er ekki nema eðlilegt að
leitað sé eftir skilgreiningu höf-
undarins á hvað skátaandinn er.
Sá á ekki að kasta steini, sem í
glerhúsi býr.
Með skátakveðju og þökk fyrir
birtinguna.
Signrjón Vilhjálmsson.