Skátaforinginn - 01.12.1991, Blaðsíða 14

Skátaforinginn - 01.12.1991, Blaðsíða 14
Það hefur lengi verii slefna Bandalags íslenslcra skáta ai korna upp sterku styrktarfélagakerfi. Nútfma tölvubúnaður gerir þat mun auð- veldara að bygg|a slílct kerfi upp og halda því við en áður var mögulegt. Styrktarpinni BÍS 1991. Pinnann hannaði Guðraundur Pálsson. Tugþúsundir skúta Tugþúsundir cinstaklinga hafa verið virkir skátar í gegnum árin og flestir þeirra eiga þaðan ljúf- ar og skemmtilegar minningar. Margir þeirra hafa sýnt skáta- hreyfingunni velvilja sinn á marga vegu löngu eftir að hafa horfið úr starfi, en fjölmargir hafa ekki vitað hvemig bera ætti sig að m.a. þar sem ekkert styrkt- arfélagakerfi hefúr verið til stað- ar. Styrktarpinninn '91 Nú á að ráða bót á þessu. Safnað hefúr verið saman nokkur þús- und nöfnum eldri og "gamalla" skáta. Sumir eru ennþá í starfi en flestir eru orðnir nokkuð fjarlægir hinu almenna skáta- starfi. Hannað hefur verið merki og framleiddur smekklegur pinni sem sendur var öllum þessum einstaklingum í októb- er. Þessi pinni heitir Styrktar- pinni Skáta 1991. Pinninn er sendur öUum tii eignar en með honum fylgir gíróseðiil að upp>- hæð kr. 1.400,- og er það styrirt- argjald fyrir þetta ár. Síðan er meiningin að framleiða nýjan pinna árlega og senda til þessa hóps, en sennilega verður hann sendur út fyrr á árinu í framtíð- inni. Skátahöfðingi, Gunnar H. Eyj- ólfsson, afhentí forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta styrktarpinna skáta en forsetínn er vemdari íslensku skátahreyf- ingarinnar. Styrktarsveit BÍS Þessum styrktarfélagahóp var gefið nafnið EITT SINN SKÁTAR - ÁVALLT SKÁTAR og myndar Styrktarsveit BÍS. Ekki stendur 14 - SKÁTAFORINGINN Forseti ísiands, Vigdís Finnbogadóttir vemdari skátahreyfingarinnar fékk fyrsta Styrktarpinnann. EITT SINN SKÁTAR - úvallt skátar. TEXTI: ÞORSTEINN SIGURÐSSON til að nein starfssemi fari fram á vegum þessarar sveitar, en þeg- ar fram h'ða stundir standa þó vonir tíl að efna mætti til einnar árlegrar uppákomu þar sem þessir aðilar gætu átt góða stund saman. Tll eflingar skútastarfi Miklar vonir em bundnar við að verkefni þetta komi sem best út og að viðtökur merkisins verði góðar. Auðvitað er þetta um leið fjáröfiun til efiingar starfssemi BÍS. Þá er hér með skorað á alla að næla pinnann í sig og bera hann dags daglega. Láttu heyra í þér! Styrktarfélagaskrá BÍS er alls ekki fúUkomin og enn vantar þúsundir nafna sem í skránni ættu aðvera. Efþú ert 18áraeða eldri og færð Styrktarpinnann ekki sendan hringdu á skrifstofú BÍS s.91-23190 og pinninn verð- ur sendur þér um hæl. Einnig ef þú veist um aðra eldri eða "gamla" skáta sem ekki fengu pinnann, endilega láttu vita svo hægt verði að koma nafninu inn f skrána.

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.