Skátaforinginn - 01.12.1991, Blaðsíða 23

Skátaforinginn - 01.12.1991, Blaðsíða 23
málin eru útrædd eru þau úr sögunni og ættu ekki að þurfa að hafa eftirmál. Sú hefur stund- um ekki orðið raunin þegar þurft hefur að þvinga fram ákvarðanir sökum tímapressu án þess að allar staðreyndir lægju fyrir. Um útlhátUMr Það sem hér hefur verið sagt á við fjáraflanir og/eða kynningar- mál, sem komið hafa tíl fram- kvæmda. Fiskurinn sem liggur undir steini í grein Tryggva Páls er samt málið um það hvort halda skyldi útíhátíð á Úlfljóts- vatni. Þar vorumvið Tryggvi Páll ósammála. Hugmyndin sem borin var fyrir framkvæmda- stjóm var þessi: Halda skyldi útíhátíð á Úlfljóts- vatni þar sem markhópurinn væri 14-17 ára unglingar. Þar skyldi vera vönduð dagskrá, m.a. gönguferðir og annað í skátastíl, en meginkostnaðurinn yrði samt af dýrum aðkeyptum skemmtikröftum. Aðgangseyrir yrði allhár, allgóða aðsókn þyrfti til að bera fastan kostnað, en ef aðsókn færi vel upp fyrir það yrði af verulegur hagnaður. Auk þess yrði bætt aðstaða á Úl- fljótsvatni. Margt má ræða um það, hvort rétt sé fyrir bandalagið að taka þátt í fjáröflun þar sem fjárhags- leg áhætta er veruleg, og hvort rétt sé að leggja Úlfljótsvatn og gróðurinn, sem verið er að rækta þar upp, undir mörg þús- und manna útíhátíð. En fyrir mérvar mergurinn málsins samt enn annar. Þegar nánar var farið ofan í saumana kom í ljós að þetta átti ekki að vera fjölskyldu- hátíð og það átti ekki amast við áfengisneyslu. Hins vegar yrði góð öryggisgæsla, þannig að títíl hætta væri á að ungviðið færi sér að voða, ef það missti töldn á áfengisneyslunni, í samanburði við það að vera á ósldpulagðri samkomu úti í móum. Foreldrum boðifi upp á falskt ðryggi Þama greinir okkur Tryggva Pál verulega á. Ég tel að þama væri verið að bjóða foreldrum upp á falskt öryggi fyrir böm sín. Það eru margir foreldrar sem telja það ekki sjálfsagt að 14-17 ára unglingar neyti áfengis eftírlits- laust. Foreldrar, sem hafia verið skátar, minnast ofurstrangrar tjaldbúðagæslu á skátamótum og vænta ef til vill svipaðrar reglusemi, en ekki þess að gassl- an beinist að því að gæta þess að unglingamir ofkælist ekld af því að sofna ofurölvi á víðavangi. Skátahreyfingin vill stuöla að heilbrigðum lífsvenjum. Margir þessara unglinga fengju ekid leyfi heima hjá sér tíl að fara á ósldpulagðar samkomur útí í náttúrunni. Þar eru aðallega að verki eldri aldurshópar, sem koma ekki við sögu í þessari um- ræðu. Skátahreyfingin ábyrg uppeldishreyf- Ing í mörgum skólum er unnið mik- ið starf með þó nokkrum ár- angri í þá átt að koma í veg fyrir neyslu áfengis unglinga í grunn- skólum og fyrstu ámm fram- haldsskólanna á hópwamkom- um á vegum skólanna. Öðrum aðilum, sem fást við uppeldi, ber skylda tíl að styðja þá við- leitni. En málið er erfitt viður- eignar. Þótt áfengis sé neytt við margvísleg tækifæri í öllum vest- rænum þjóðfélögum, einnighér á landi, er umræðan hér á því stígi, að það er mjög erfitt að kenna ungviðinu að greina á milli hvenær áfengisneysla er yf- irleitt viðeigandi og gera ungu fólki það skiljanlegt að enginn maður ættí nokkum tímann að stefna að því að tapa ráði og rænu, þegar loks er komið að því að mega hafa vín um hönd. „Enginn tkyldl bæta •ld á eld" Hvenær ættí ungt fólk að mega hafa vín um hönd? Ég leyfi mér að vitna í grein eftir Óttar Guð- mundsson lækni sem er kunnur fyrir störf sín að áfengismálum. Hann segir í grein í Pressunni 24. jútí s.l.: „Drykkjuskapur ungUnga hefur um árabil verið Iandlægur á ís- landi. Fólk hefur sætt sig við að ungt fólk 14-15 ára gamalt sé farið að drekka reglulega um helgar. Sumir foreldrar kaupa vín fyrir böm sín fljótlega efrir fermingu „svo að þau þurfi ekki að fara eitthvað annað”. Þetta er mikil óheillaþróun; áfengi er hættulegt efni sem hefur víðtæk andleg áhrif á neytandann... Það er ekki að ófyrirsynju að löggjafar á öllum tímum hafa reynt að stemma stígu við drykkjuskap unglinga. Plató, grísld heimspekingurinn, bann- aði strákum undir 18 ára aldri að smakka vín „því enginn skyl- dibætaeldáeld” (dryklquskpur stúlkna var óhugsandi). Mér finnst að ekkert foreldri ætti að sætta sig við drykkju fólks undir 18 ára. Áfengiskaup full- orðinna fyrir unglinga eru for- kastanlegur ósiður sem einung- is ber vitni uppgjöf og ræfildómi gagnvart vandamálinu...FuU- orðnir verða auk þess að gefa sér tíma til að ræða mál í róleg- heitum án þess að predika eða æsa sig upp. Það þarf að styðja ungUnginn til að standast þann þrýsting sem kemur frá öðrum ungUngum um að drekka eða neyta vímuefna...Verst er af- sldptaleysið þegar unglingur finnur að enginn skiptir sér af honum og hann fær að haga sér að vild.” Skátahreyflngln vlll stuðla að heilbrigðum lífsven|um Þetta voru orð Óttars Guð- mundssonar læknis og ég vil taka undir þau. Ég hef lagt svo mikla áherslu á þessa umræðu um áfengismál vegna þess að ég tel að nú sé lag í þjóðfélaginu til þess að snúa þessum málum á betri veg og skátahreyfingin hafi þar hlutverld að gegna. Skáta- hreyfingin er eldd bindindis- hreyfing, en hún viU stuðla að heilbrigðum tífsvenjum. Það er sveifla í þjóðfélaginu í átt til nýrra tífshátta. Þróunin um verslunarmannahelgina nú á ár- inu 1991sýniraðfólkviUlátasér annt um böm sín, sækja með þeim útíhátíðir og skemmta sér með þeim á þeim árum sem þau eru á milU vita. Þar bíður hlut- verk okkar skátanna og fáir eru bctur f stakk búnir en einmitt björgunarsveitimar til þess að bjóða fjölskyldum upp á æfin- týralega dagskrá. Ég á þá von að með haustinu fari í gang um- ræða um það hvemig að þess- um málum megi standa á næsta ári. EðUlegur umþóftunartími fáest þá tíl að ákveða megintínur og smærri framkvæmdaatriði án þess að verulegir fjármunir Uggi við að ákvarðanir séu teknar að óathuguðu máU. Framkvæmdastfórn sterk og samheldln Ég vil svo að lokum taka undir það með Tryggva PáU að skáta- hreyfingin er heppin að hafa fengið Gunnar Eyjólfsson til Uðs við sig. Það er mikiU fengur að fá tíl forystu mann sem er skáti að uppruna, getur séð hreyfing- una utan frá ef svo má að orði komast, og er jafn hugmyndarík- ur og áhugasamur og Gunnar er. Samstarf okkar hefur verið með miklum ágætum. Það hefur verið gott að vinna með honum, bæði í málum þar sem við höf- um verið sammála og einnig þar sem skoðanir okkar hafa verið skiptar. Það er mikiU vandi fyrir alla að lenda í þeirri stöðu að þurfa að fylgja sannfæringu sinni gagnvart fólld sem maður virðir og treystír, en er samt ósammála. Framkvæmdastjórn hefur komið sterk og samheldin út úr þeirri glímu. Skátl er traustur félagl og vlnur Mér sýnist einnig teikn á lofri um það að samheldni aðalstjómar sé að aukast. Það tekur sinn tíma að læra á samstarfsfólk sitt. Það fylgir því að vinna að hugsjóna- starfi að sjást stundum ekki fyrir í umvöndunum, þegar heiður og virðing hreyfingarinnar Ugg- ur við. En í skátalögunum segir einnig (samkvæmt nýju orða- lagi): Skátí er traustur félagi og vinur, og mér sýnist að það sé einlægur vilji aðalstjómar að starfa í samræmi við það. Með skátakveðju Kristín Bjamadóttir aðstoðarskátahöfðingi SKÁTAFORINGINN - 23

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.