Skátaforinginn - 01.12.1991, Blaðsíða 10
SUÐURLANDSMOT:
GUFFI í GALTALÆK
TEXTI: ÁGÚSTA MARGRÉT ÞÓRARINSDÓTTIR MYNDIR: HANNA KR. SIGURÐARDÓTTIR
Helgina 7.-9. |úní s.1.
var haldið f Oaltalaek)-
arskögi skátamót
þrigg|a skátafélaga á
Suéurlandi. Skátafé-
lögln voru Strákur
Hverageröi, Fossbúar
Selfossi eg Birklbeinar
Eyrarbakka.
Syng|andl
kynningarleikur
Félögin þrjú komu á staðinn um
sex leytið á föstudag og var
tjöldum slcgið upp. Eftir það
var kynnisleikur sem fólst í því
að flokkamir fengu bút úr lagi
og áttu svo að finna annan flokk
sem var með samskonar lag og
áttu þessir flokkar að syngja
þetta lag á kvöldvökunni seinna
um kvöldið. Svo var mótið
formlega sett og eftir setningu
var svo hressileg kvöldvaka.
Líflfnukast og
steinagreining
Klukkan 10.00 á laugardags-
morgun hófust svo p>óstaleikir
sem stóðu yfir allan daginn. Var
þetta keppni milli flokka og
póstamir sem flokkamir gátu
valið á milli voru úr ýmsum átt-
um og voru hver öðrum
skemmtilegri. Þeirra á meðal
voru póstar eins og rötun, að
þekkja fjöll, steinagreining, veð-
urathugun, vatnasafarí, skyndi-
hjálp, súrringar, líflínukast,
straumhraðamælingar, meta-
p>óstar og margir fleiri. En vin-
sælasti pósturinn var vatna-
hlaup þar sem flokkurinn átti að
bera einn meðlim flokksins yfir
drullu og vatn og var þessi með-
limur í tilbúnum sjúkrabörum.
Hlaupa átti svo með hann yfir
net sem var fest yfir vatni og
þegar það var búið átti að láta
„sjúklinginn” í spelkur og fara
með hann upp tröppur. Póstur-
inn endaði svo með því að allir
í flokknum áttu að hlaupa í ís-
köldum læknum og skulfu flest-
ir er þeir komust á leiðarenda -
allir þó með bros á vör! Pósta-
leikjadagskránni, sem var í
höndum dróttskáta, lauk svo
um sexleytið og fóru þá flestir
að huga að grillum sínum því þá
um kvöldið var haldin grillveisla
og brögðuðust réttimir ákaflega
vel.
Smúskútar málaöir
í framan
Um kvöldið var kvöldvaka þar
sem miláð var sungið og boðið
var upp á skemmtiatriði frá fé-
lögunum. Að lokum fengu allir
kakaó og kex áður en þeir gengu
til náða. Það var vaknað
snemma á sunnudagsmorgnin-
um því von var á smáskátum í
heimsókn. Það voru eldri skátar
sem undirbjuggu þennan
skemmtilega heimsóknardag.
Nokkrir eldri skátar fóru einnig
í gönguferð upp að Heklu og var
mjög gaman að sjá fjallið í ná-
vígi. Þegar gönguskátar komu
úr gönguferðinni voru smáskát-
ar að klára sína dagskrá sem
fólst í póstaleik sem var mjög
vinsæll. T.d. voru allir skátamir
málaðir í framan. Þegar leið á
seinni htuta dagsins var kveiktur
varðeldur þar sem viðurkenn-
ingar voru afhentar fyrir tjald-
búð, póstaleiki, þema mótsins
og mótssöng. Snæuglur Foss-
búum fengu viðurkenningu fyr-
ir mótssönginn, Skröltormar
Fossbúum fengu viðurkenn-
ingu fyrir þema mótsins: „Guffi
í Galtalæk” og Birkibeinar á Eyr-
arbakka fengu tjaldbúðaverð-
laun fyrir báða dagana. Fyrir
póstaleik smáskáta fengu Álfa-
böm Fossbúum viðurkenningu
og fyrir póstaleiki eldri fengu
Blágrýti Birkibeinum viður-
kenningu.
Vel heppnað
skátamól
Mótsstjóri var Þórarinn Olafs-
son, Guðbjörg Dóra Sverris-
dóttir var dagskrárstjóri, varð-
eldastjóri var Agnes Snorradótt-
ir, Hanna Kr. Sigurðardóttir,
Hafdís Sæmundsdóttir og Guð-
jón S. Jónsson vom varðelda-
stjórar. Gæsla á svæðinu var í
höndum Hjálparsveitar skáta
Hveragerði og hún sá einnig um
skyndihjálparp>óst. Að lokum
vil ég segja að þetta var mjög
skemmtilegt og vel heppnað
mót og ekki skemmdi fyrir sá
góði skátaandi sem þar ríkti og
átti sinn þátt í að skapa góða
stemmningu.
10 - SKÁTAFORINGINN