Skátaforinginn - 01.12.1991, Blaðsíða 28

Skátaforinginn - 01.12.1991, Blaðsíða 28
€ m I u m i <YN NIR Að upplagi er maðurinn hitabeltisvera, sem er það eiginlegt að lifa í hlýju lofts- lagi. Hitastig líkamans er um 37 gráður og kálni líkaminn það mikið að hitastig hans f alli, er hætta á fferðum, sem í versta falli dregið mann til dauðs. En maðurinn hefur löngum verið þrjásk vera og hefur ekki látið óblíð veðurfarsskilyrði aftra sér búsetu eða ferðalögum. Hann hefur jafnan neitað að horfast í augu við upp- runa sinn og tekið sér bólfestu á álíklegustu og óbyggilegustu stöðum jarðarinnar, stöðum sem beinlínis ögra tilveru hans. Til þess að geta storkað náttúrunni þá heffur hann þurft að læra að einangra sig frá kulda, það er að gera sér fatnað og híbýli. NÆRFOT Helsti óvinur ferða- mannsins eru systkinin þrjú, Bleyta, Kuldi og Vmdur og að verjast þeim er einmitt eitt hclsta vandamálið. En bleytan kemur ekki bara utanfrá, hún kem- ur cinnig innanfrá. Við alla líkamshreyfingu, eins og gönguferðir, (jaligöngur, hlaup, klif- ur eða að hjóla, mynd- ar líkaminn hita og til að kæla sig gefur hann frá sér raka eða svita. Þessi uppufun leitar út í andrúmsloftið, en oft- ast þéttist megnið af honum í fötunum áður en hann nær því. Svit- inn er eitt aðal vanda- mál ferðamannsins. Ef raki liggur næst húð- inni er næsta víst að á því augnabliki sem stoppað er, læðist að manni hrollur og manni verður fljótlega kalt. Það er í besta falli óþægilegt, en í versta falli banvænt. Þess vegna er nauðsynlegt að sá fatnaður scm mað- ur ber na»t sér sé þann- ig að hann einangri vel og leiði jafnframt rak- ann frá líkamanum. NÁTTÚRULEG EFNI Einangrun byggist upp á hæfileika efnis að halda lofti kyrru. Að þessu leyti er ullin er efalftið eitt besta efnið sem maður fær í undir- fatnað. Ullin er mjög góður einangrari og heldur einangrunareig- inleikum að mestu þótt hún blotni. Ullarefni inniheldur um 80% loft, en aðeins 20% eru þræðir. UU getur bund- ið vökva upp í aUt þriðj- ung af eigin þunga án þess að vera vot eða rög viðkomu og án þess að tapa einangrunareig- inleikum sínum. Hið sama er e$dd hægt að segja um bómull. Þcgar bómullin blotnar tapar hún að mestu einangr- unareiginleikum sínum (um 95%) og er því vita gagnslaus. Helstu ókost- ir ullarinnar eru að hún er frekar dýr, þung og fyrirferðamikil og svo eiga sumir eiga erfitt með að bera hana næst sér. Þá hefur silki lengi ver- ið nota í nærfatnað. Silkið er bæði góður einangrari og þægilegt að bera næst sér, en stenst þó uU ekki sam- jöfnuð hvað snertir rakaþol. Þá er silldð dýrt og ekld sUtsterkt. GERVIEFNA- BLÖNDUR Á síðustu árum hafa komið fram margar nýj- ar tegundir af undirfatn- aði þar sem annað hvort er blandað saman náttúrulegum efhum, eins og ull og og bóm- ull og gerviefnum eða þá fatnaður úr fiber- þráðum. Hvorttveggja hefúr gefist mjög vel. Verður hér getið nokk- urra tegunda: Fatnaður blandaður uU og polyester hefur not- ið vinsælda nú í seinni tíð. Þar eð ulUn er frek- ar dýr má ná verðinu nokkuð niður með því að blanda saman sam- an við hana gerviefn- um. UUarþræðimir eru styrktir með gervigarni og þannig faest út mjög góð efnablanda, sem hefur einangrunareigin- leika ullarinnar og jafn- framt aukið sUtþol. Dæmi um slíkan fatnað er Ullfrotte undirfötin, en í þeim er 60% ull (merínó uU) og 40% gerviefni (polyamid). Þá eru einnig vinsæU nærfatnaður gerður úr polyproylen, polyamid og bómuU. Efnið er þannig byggt upp að ytraborðið er slétt og í því er bómuU, en frotte að innan úr polyamid og polypropylen. Gervi- efnin leiða rakann burt frá líkamanum og í bómulUna. Þannig ligg- ur raki aldrei næst húð- inni. Dæmi um slíkan fatnað eru Thermo und- irfötin, en í þeim er 70% polypropylen, 24% bómull og 6% polyam- id. Þá em á einnig á mark- aðnum undirföt úr fí- bertrefjum. Fíberinn er mjög góður einangrari (þræðimir holir að inn- an) og heldur einangr- unareiginleikum sínum að mestu þrátt fyrir að raki komist í hann. Þá hrindir fíberinn frá sér raka, en heldur honum ekki í sér eins og t.a.m. bómuUin. Aðrir kostir fí- berfatnaðar er að hann er léttur og lyktarlítill því að svitabakterían nær síður að fjölga sér en í öðrum fatnaði. Það þýðir að lykt ætti að vera minna vandamál en í öðrum fatnaði. Þá em margir framleiðend- ur sem hafia hannað "fjölskyldu" af fíberfatn- aði, þannig að öll þrjú einangrandi lögin sem æskilegast er að klæð- ast, em úr fíber. Innsta lagið, nærfötin (bolur og buxur), em úr þunnu efni, millilagið úr aðeins þykkara efni og hvomtveggja fííkin með rennilás þannig að auðveldara ætti að vera að tempra hitann. Þriðja eða ysta einangr- andi lagið er svo jakki úr sama efni. Klæðnað- inn má svo nota eftir því sem við á. í köldum veðmm notar maður gjaman öll þrjú lögin, en síðan getur maður sleppt öðm hvom innra laginu, eftir því sem veður segir til um eða áreynsla. Dæmi um slíkan fatnað er Polar- tek frá Karrimore. 28 - SKÁTAFORINGINN

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.