Skátaforinginn - 01.12.1991, Blaðsíða 24

Skátaforinginn - 01.12.1991, Blaðsíða 24
SKÁTAMÓT í VAGLASKÓGI ’91: TAKK FYRIR MIG! TEXTI: JÓHANNES ÁRNASON MYNDIR: ÁSGEIR HREIÐARSSON Þeui fyrirsögn er of gefnw tilefni. Ég tök aö mér aö vera méts- st|érl á skétaméti f Vagiaskégi/Á grsenni grein** wm verslwnar- mannahelgina. Lfk- lega hefwr métsst|éri á skétaméti aldrei étt |afn éhyggfwlawsan tíma eins og ég á meö- an á wndirbúningi métsins stéö. Það er líka erfitt að ímynda sér mótsstjóra jafn aðgerðarlausan eins og ég var á "Graenu grein- inni". Skátafélagið Klakkur stóð fyrir mótshaldinu og fékk frá- bæra aðstoð frá skátum víða að af landinu. Um 230 skátar voru í almennum búðum á mótinu og um 80 í vinnubúðum. Tókstu eftir þessu: " Áttatfu starfsmenn"? Ennfremur voru um 100 gestir í fjölskyldubúð- um. Margir höfðu efasemdir um það að halda skátamót um verslun- armannahelgi. Það sýndi sig að þetta er mjög góður tími fyrir skátamót. Mörgum foreldrum og unglingum þykir þetta góður valkostur þegar þau ákveða hvert skal halda um verslunar- mannahelgina. Fjöldinn í vinnubúðunum sýnir þetta vel. Skógarverðinum í Vaglaskógi þótti ábyggilega gott að vita að skátar væru "í Skóginum" um þessa helgi sem oft hefúr verið frekar erilssöm fyrir hann og starfsfólk hans. Það sýndi sig líka að stemmningin í Vagla- 24 - SKÁTAFORINGINN skógi bar vitni um að þar færi fólk sem hugsaði um hvað það var að gera. Skátamótið hafði einungis hluta af Vaglaskógi til umráða og á almennu tjaldsvæði voru um 500 gestir auk þeirra sem bjug- gu í hjólhýsum. Skátar höfðu vörslu við hliðið inn í skóginn og þeim sem ekki ætluðu aö fara á skátamót eða í fjölskylduúti- legu var bent á að fara annað. Á grænni grein var venjulegt skátamót þar sem dagskráin var vel skipulögð og allir þátttak- endur höfðu nóg að gera frá morgni til kvölds. Þannig eru skátamót. Það ætti að vera um- hugsunarefni að bera saman skátamót og aðrar samkomur um þessa helgi. Er það ekld æskilegt að foreldrar viti að böm og unglingar eiga kost á verslunarmannahelgi þar sem þau skapa eitthvað sjálf, t.d. snyrtilega tjaldbúð, fræðast, þjálfa sig og fá útrás undir leið- sögn og eftirliti. Það er líka æskilegt að þau geti verið á ein- hvcrjum stað þar sem tryggt er að þeir sem ekki ætla að hh'ta reglum mótsins komist ekki þangað inn. Einn mikilvægasti eiginleiki skátamóts sem samkomu er að þátttakcndur láta vita með löng- um fyrirvara að þeir ætla að koma. Þetta er gmndvöllur þess að skátamót gangi á fyrir- fram ákveðinn hátt. Því miður bar dálítið á því við undirbúning "Grænu greinarinnar" að for- ingjar og farastjórar létu ekki vita með nógum fyrirvara um alla þátttakendur. Ég skora á alla að reyna að fá skáta til að ákveða sig með góðum fyrirvara hvort þeir ætla á skátamót. Þetta er jafn mikilvægt hvort sem um er að ræða almenna þátttakendur eða dróttskáta sem fara í vinnubúðir. Til að hvetja til stundvísi mætti hafa lægra þátttökugjald fyrir þá sem skrá sig f tfma. Yfirskrift mótsins:"Á grænni grein ", vísar til umhverfisins og við tókum mið af því. Til dæmis voru ekki grafnar soögryfjur á tjaldsvæðum heldur var fljót- andi úrgangur látinn í tunnur sem voru við hliðina á sorp- tunnum. Tjaldsvæðin voru svo léleg þegar við skoðuðum þau að okkur þótti varla vogandi að láta grafa gryfjur. Það ætti líka að vera regla að allt skólp og soð fari í holræsi eða rotþrær. Gott tjaldsvæði þarf að hafa skólp- lagnir sem geta tekið við þessum úrgangi. Við gerðum tilraun til þess að láta flokka sorp en það var Ifk- lega ekki nógu vel undirbúið svo að það fór fyrir ofan garð og neðan. Þetta er þó sennilega ekki svo mikið mál ef leiðbein- ingar eru góðar. Þá mætti til dæmis flokka sorpið í: lífrænan úrgang, pappír, plast og óbrennanlegt (málmar og fl.). Dagskrá mótsins var líka að nok- kru leyti helguð umhverfinu. Pappír var endurunninn og skátarnir gátu fræðst um plönt- ur og dýr í skóginum. Hægt var að kynnast afurðum skógarins við að búta niður tré og draga þau út úr skóginum. Ég byrjaði þessa grein á því að lýsa því hve rólega daga ég átti á mótinu. Starfsmenn mótsins stóðu sig alveg einstaklega vel og voru viljugir til að gera það sem gera þurfti. Reynt var að hafa dagskrá fyrir dróttskáta í vinnubúðum og sveitarforingja. Farið var í sund og fleira stóð til boða. Ég var mest hissa á því hve snemma menn fóru að sofa. Ég vona að þau sem tóku þátt í dróttskátadagskránni hafi verið ánægð. í þriðja tölublaði Skátaforingj- ans í ár var grein eftir Reyni Má Ragnarsson og bar hún titilinn "Eftirþankar landsmóts". Þar fjallar hann meðal annars um starfsfólk. Ég er sammála hon- um um það að starfsfólk ætti að borga sem minnst fyrir að koma á mót. Það er þó verjandi að hafa staðfestingargjald og eitt- hvað til viðbótar ef sérstök dag- skrá er fyrir dróttskáta í vinnu- búðum og sveitarforingja. Það þarf að vera eitthvað spennandi sem engir aðrir fá að taka þátt í. Dagskrá fyrir vinnubúðir er hinsvegar háð því að nógu margir fáist til að vinna við mót- ið og að þeir þurfi ekki að vera í vinnu öllum stundum. Á skátamótum þarf að hafa í huga að í skátastarfi er upplifun mikilvæg og einnig þjálfun í ýmsum störfum og leikjum. Ég tel að þeir sem stóðu að skáta- móti "Á grænni grein" hafi starf- að í þessum anda og ég þakka þeim öllum fyrir samvinnuna.

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.