Tónlistin - 01.03.1942, Side 23
TÖNLISTIN
35
Tónlistarlíf
Reykjavíkur.
Hljómleikatími starfsársins '41—'42
hófst meö því, aö Páll ísólfsson hélt af-
mælishljómleika sína í Dómkirkjunni.
í 25 ár hefir Páll gegnt forystustarfi í
íslenzkum tónlistarefnum og flutt marg-
ar og merkilegar nýjungar hingað lieim
í fásinnið. Hann hefir þar meö hafið
starf, sem á eftir að skapa íslenzkri tón-
menntun lifvænleg þroskaskilyrði í
frámtíðinni.
Efnisskráin birti mynd af veiga-
miklum áföngum í sögu orgeltónsmíð-
anna fram á miðja 18. öld. Verk suð-
ræns of norræns anda mættust þar að-
greind hjá Frescobaldi og Buxtehude
og sameinuð hjá stórmeistaranum Bach.
Með krystalskærri raddgreiningu og
stílbundinni tilfinningu fyrir formi og
innihaldi lék Páll verk þessi og endaði
með yfirburðaleikni og guðmóði í
„Toccata og fúga“ í d-molll eftir Bach.
Rögnvaldur Sigurjónsson hélt sónötu-
kvöld i október. Rögnvaldur er nú þegar
orðinn ,,fær í flestan sjó“, og virtist hon-
um ekki ofviða að leika þrjár langar
sónötur og kröfumiklar. Rögnvaldur er
mjög yfirlætislaus i leik sínum, svo að
stundum nálgast „nonchalance“, en
teknisk kunnátta bjargar honum yfir
blindsker dauðra punkta. Bezta verkið
var sónata Beethovens í Es-dúr. Var
það ljúflega leikið (scherzo) og frísk-
lega. Að sjálfsögðu verður það ávallt
einstaklingsljundið, hve ítarlega ómælis-
dýpt tónverksins verður könnuð, en
þessir hljómleikar sýndu, að þar er um
framför að ræða frá síðasta vetri.
inn svarar (Nikisch var orðlagönr
fyrir sérslaklega skarpa heyrn):
„Sérðu, liann liefir heyrt þetta; og
ég lield, að liann sé hara hreykinn
af því!“
Margrét Eiríksdóttir lét til sín heyra
í október. Lék hún verk eftir Bach,
Beethoven og nútima-tónskáld. Eins og
svo oft áður, bar Beethoven af í með-
ferð Margrétar, enda hæfir þróttmikill
ásláttur og dirfð honum einna bezt.
Hinsvegar á Margrét til þýðleik og
söngrænu í ’ viðkvæmasta pianissimo-
leik. — Valið á nútímaverkefnunum
tókst ekki sem bezt. Glazounow er ákaf-
lega mishittur höfundur, og tilbrigði
hans, er Margrét lék, sýna ekki aðal-
kosti hans, eins og t. d. fiðlukonsertinn.
Sama er að segja um kennara Margrét-
ar, Bowen; lag hans var of innihalds-
dauft fyrir konsertsal, of „salon“-kennt.
Aftur á móti var Medtner af öðrum
„skóla“; þar er tilþrifamaður að verki,
höfundur, sem kann að íklæða hugsanir
sínar því gerfi, sem áheyrilegt er.
Dómkirkjukórinn flutti í nóvember
dánarmessu (requiem) Cherubinis í dóm-
kirkjunni. Kórinn er heldur fáliða, þegar
gríjia á til stærri verka,og kom það í ljós,
að hann varð í þetta sinn að taka stund-
um „fullnærri sér“, og bar þá nokk-
uð á misvægi milli raddanna. Þetta
verk er mjög aðgengilegt, þegar við
fyrstu kynni; það er látlaust og alþýö-
legt í góðum skilningi og gjörsneytt list-
fræðilegum heilabrotum. Kórinn gerði
verkefninu skiþeinsog efnistóðu til,und-
ir mynduglegri og formtraustri hand-
leiðslu Páls ísólfssonar. Dr. Urbant-
schitsch annaðist orgelundirleikinn af
vandvirkni og lék auk þess einn prelúdíu
og fúgu eftir Bach með smekkvíslegri og
hóglátri raddnotkun.
Hljómleikar Björns ólafssonar og
Árna Kristjánssonar í nóvember, sem
voru 7. hljómleikar Tónlistarfélagsins,
voru auðugir að stílrænni fjölbreytni,
þar sem svo ólikir höfundar, sem César
Franck og Beethoven, héldust í hendur.
Franck-sónatan sækir höfuðmátt sinn til
hljómfræðilegrar leikni, slungin ísætum
niundarhljómum og í-sjálfum-sér-hvíl-
andi „Tristan-hljómum“. Sjálfrátt form-
leysi hennar verður ekki tilfinnanlegt
vegna hinnar „rhapsodisku“ fegurðar, og