Skátinn - 01.02.1970, Síða 3
r
Útgefendur og ritstjórn:
Dróttskótaflokkur COMANCHE,
Akueyri.
Abyrgðarmaður:
Jósef L. Marinósson.
1. ÁRGANGUR — Febrúar 1970 — 1. TBL. — Verð kr. 50,00
ÞAÐ GETA verið skiptar skoðanir um það, hvort dreifa skuli
starfskröftum skáta til blaðaútgáfu, hvort eigi sé vænlegra að
beina starfsorku þeirra að einu almennu skátablaði heldur en að
gefa út mörg. En það er mikið átak að gefa út skátablað og bend-
ir ótvírætt til grósku í skátastarfi félags, sem tekst slíkt á hendur.
Því fagna ég framtaki ykkar, skátar á Akureyri, og óska blaði
ykkar góðs gengis.
í félagsstörfum öllum skiptast á skin og skúrir, allt gengur vel
í dag, verr á morgun. En þótt á móti blási á stundum ber okkur að
horfa fram á við, athuga vel hvar veilurnar eru og ráðast gegn
þeim. Utgáfa skátablaðs miðar að þessu, miðar að því að örva og
hvetja skáta til starfa.
Það veitir heldur ekki af að herða róðurinn á þessu nýbyrjaða
ári, þar sem landsmót skáta að Hreðavatni í sumar verður mikil-
vægur þáttur sumarstarfsins, og það veltur á miklu, að þar takist
allt vel.
Skátastarf á Akureyri hefur oft verið með miklum ágætum og
vakti mikla athygli fríður hópur dróttskáta þaðan, er fosetamerk-
ið var veitt í fyrsta sinn að Bessastöðum.
Þá hafa skátamót í Vaglaskógi, a. m. k. þau, sem ég hef sótt,
verið til fyrirmyndar.
Það er því von stjórnar BIS að skátar frá Akureyri og aðrir
norðlenzkir skátar fjölmenni á landsmót í sumar og hefji nú þegar
nauðsynlegan undirbúning.
Ég flyt skátum á Akureyri, ugum og öldnum, þakkir fyrir mikil-
væg skátastörf á liðnum árum og forystu á ýmsum sviðum, svo sem
í vetrarskátun. Jafnframt þakka ég fyrir hönd BÍS bæjaryfirvöld-
um Akureyrar veigamikinn stuðning við skátafélögin á Akureyri,
en sá stuðningur hefur verið skátum mikil hvatning til starfa.
Með skátakveðju,
SKÁTINN — 3