Skátinn - 01.02.1970, Síða 7
dagana 27. júlí
til 3. ógúst
Eins og öllum íslenzkum skátum mun nú
vera kunnugt, verður næsta landsmót haldið
að Hreðavatni dagana 27. júlí til 3. ágúst
næstk.
Að undirbúningi hefur þegar verið starf-
að frá því í sumar og gengur hann vel.
Rannni mótsins að þessu sinni er regnbog-
inn. Allir vita, að undir enda regnbogans
leynist pottur með gulli, en ékki er auðvelt
að komast þangað, það höfum við sjálfsagt
flest reynt.
A mótinu verður að leysa margar þrautir
til þess að kornast þangað, en við trúum því
að það takist með dugnaði. Gaman verður
að sjá, hvernig skátunum tekst að nota regn-
bogahugmyndina við uppbyggingu og
skreytingu tjaldbúða sinna.
Allt verður gert til þess að liafa dagskrá
fjölbreytta og vonandi finnst eitthvað við
allra hæfi á hverjum degi. Ymsar ferðir
verða farnar bæði langar og stuttar.
Undirtektir skáta um land allt hafa verið
nokkuð góðarog má gera ráð fyrir að mikill
fjöldi skáta safnist saman að Hreðavatni í
sumar.
Undirtektir erlendra skáta hafa verið
einstaklega góðar. Þegar þessar línur eru
skrifaðar er vitað um níu þjóðir, sem boðað
hafa þátttöku, þar á meðal má búast við
milli eitt og tvö hundruð frá Bretlandi.
A mótsstað verður allt tilbúið til að taka
á móti þátttakendum lielgina 25. og 26.
júlí, en reiknað er með að félögin noti þá
helgi til þess að koma upp búðum sínum og
verði því verki lokið fyrir mótsetningu, sem
mun fara fram um kl. 14,30 mánudaginn
27. júlí. Þá eiga einnig að vera komin upp
Fró afhendingu aðaltjaldbúðaverðlauna 1966. Tryggvi
Þorsteinsson tekur við úr hendi Ingólfs Armannssonar.
öll mannvirki og oinberar byggingar móts-
ins, svo sem símstöð, pósthús, banki, vatn,
rafmagn og þess háttar, að hliðunum ó-
gleymdum. I ráði er að bjóða út til félag-
anna ýmis verkefni, og gætu þeir sem hafa
áhuga fyrir einhverju ákveðnu verkefni
sótt um það strax til „Landsmót skáta
1970“. Pósthólf 1247, Reykjavík.
Mótsgjaldið hefur verið ákveðið kr.
2.300 og skal greiða kr. 500 í tryggingar-
gjald með umsókn, en afganginn fyrir 1.
júlí. Ymsum hefur þótt þetta gjald nokkuð
hátt, en það skal tekið frarn að hækkunin
frá síðasta móti gerir varla að vega upp
þær verðhækkanir, sem orðið hafa síðan.
Er því mótsgjald raunverulega aðeins
lægra nú en þá. Sú nýbreytni hefur verið
tekin upp í sambandi við greiðslu móts-
gjaldsins, að samið hefur verið við Lands-
bankann og útibú hans, sem tékur á móti
greiðslu upp í mótsgjaldið og gefur kvittun
fyrir. Getur því skáti, sem á kr. 100 í dag
lagt þær inn í bankann sem greiðslu upp í
mótsgjald. Vonandi verða margir til þess
að notfæra sér þessa leið til að spara saman
fyrir mótsgjaldinu.
Takmarkið er að hvert einasta skátafélag
á landinu eigi fulltrúa á landsmótinu 1970.
Allir á landsmót í sumar.
Marinó Jóhannsson,
mótsstjóri.
SKÁTINN — 7