Skátinn - 01.02.1970, Síða 11
Virtum drengskap, vit og snilli,
vinum tryggir, grimmir þó.
Norrænn andi í oss bjó.
Víkingur ég var hér forðum,
vó með sverði og með orðum.
Sigldi út á sæinn víða,
sótti gull til margra lýða.
Nam ég lönd í Norðursænum,
nýja álfu fann.
Hirti ei um boð né bann.
Eg vil gefa ykkur þrá til útlífs og dáða.
Látið drengskap lífi ykkar ráða.
Til heilla fyrir land og lýð lyftið Grettistaki,
ei þið skulið öðrum standa að baki.
Foringinn:
Víkingsandi, vel er mælt,
vertu hjá oss lengi.
Það, sem bezt var þinni öld,
það skal letrað á vorn skjöld
og minna oss á marga góða drengi.
Víkingurinn gengur til þess staðar, sem
honum er ætlaður í hringnum.
1. skáti lítur út af sviðinu og sér riddar-
ann koma. Við skátana:
Einhver er hér enn á ferð,
ítur sveinn með skjöld og sverð.
Foringinn (við skátana):
Eflaust vill hann alla skáta finna.
Riddarinn kemur inn og heilsar með
hurtstönginni.
Foringinn (við riddarann):
Frá hverju vill farandsveinninn inna?
Riddarinn:
Þið hafið fetað í fótspor mín,
fundið í riddaralögunum neistann,
endurvakið minn anda og leyst hann.
A ykkar merki mitt orðtak skín.
VERTU VIÐBÚINN.
Foringinn:
Heill þér kappi horfinna alda.
Heill, og velkominn til vorra tjalda.
Að vera dyggur og vinna með sóma
varpaði á riddarann frægðarljóma.
Hann var ímynd heiðursmanns.
Hann var stolt síns föðurlands.
Riddarinn:
Þið hafið hlotið minn anda í arf,
að efla hann og treysta er ykkar starf.
St. Georg er sigraði drekann sýndi leiðina.
Söðlið hestinn og leggið glaðir á heiðina.
Drekin er tákn þess illa og arga.
Georg þess góða, er öllu vill bjarga.
r
Afram í anda hans.
Foringinn: Vaskir skátar, verum riddar-
ar nútímans.
Skátarnir allir: Fetum í fótspor hans.
Foringinn: Lögin vísa oss veginn.
Riddarinn:
Hátt er þeirra mark og mið,
mark, sem aldrei næst án starfa.
Skátarni rallir:
Vinnum saman þjóð til starfa.
Þú munt veita okkur lið.
Riddarinn (gengur til síns staðar á svið-
inu): Því má treysta, viti þið.
Indíáninn kemur inn á sviðið og heilsar
með uppréttum handlegg):
B. P. þekkti mig þegar
ég vísaði honum til vegar.
Ég sendi áður minn anda
til ókunnra veiðilanda,
með ym ókunnra skóga,
orrustu og veiði nóga.
Ég þekkti sléttuna alla,
og ógn hinna miklu fjalla.
Um tign þeirra, töfra og veldi
við töluðum oft á kveldi,
er sátum við saman hjá eldi.
Riddarinn:
Hvað segir þú oss
um fríin, sem eru vort mesta linoss?
SKÁTINN — 1 I