Skátinn - 01.02.1970, Side 12
Indíáninn (bendir út yfir landið):
Sjáið að í þessu landi
býr mikill og eilífur andi.
Farið þið hann að finna
fáu er þarfara að sinna,
þeim er í borgum búa,
bragnar mega því trúa.
Gangið um firnindi og fjöllin,
finnið álfana og tröllni,
reynið á mátt og megin,
markið þið skátar veginn.
Foringinn:
B. P. benti okkur á sporið
út í sumarið, haustið, svellkaldan veturinn
sólina — og vorið.
1. skáti:
Skátalífið er leikur, sem laðar alla,
og lokkar æskuna uPp til fjalla.
Drengur (kemur inn á sviðið):
Sælir skátar. Eg sá hérna reykinn.
Svo heyrði ég til ykkar. Mig langar í leikinn.
Ég er leiður á bæjarþrasinu,
aðgerðaleysinu og öllu masinu.
En hvert er takmarkið?
Hvað er ykkar mark og mið?
Foringinn:
Vertu velkominn þá,
og svar skaltu fá.
Skátareglan á takmark á tindi háum,
og til þess að ná því er aðferðin,
sem við fáuri.1
SKÁTALÍF, æfing í glöðum æskuleik.
Takmarkið er að temja skátann,
laða hann til starfs og láta liann
verða góðan og göfugan mann,
sem ávallt reynir að halda heitið,
HEITIÐ, sem ungir vinnum við.
Allir skátarnir fara með heitið í kór: Ég
lofa, að gera það sem í mínu valdi stendur
til þess, að gera skyldu mína við guð og ætt-
jörðina, að hjálpa öðrum, að halda skáta-
lögin.
12 — SKÁTINN
Allir viðstaddir syngja:
Orðtak allra skáta,
VERTU VIÐBÚINN,
sé greipt í huga þinn
og greipt í huga minn.
Það varðar okkar leið
á lífsins gönguför
til lokadags, er þrýtur fjör.
Tryggvi Þorsteinsson.
I
ferðar-
byrjun
Ritstjórn „Skátans“ vill taka það fram í
ferðarhyrjun, að blað þetta er gefið út af
leikmönnum, sem litla eða enga reynslu
hafa í blaðaútgáfu. En þar sem við teljum,
að skátastarf almennt á íslandi sé í öldu-
dal, datt okkur í hug að gefa þetta blað út,
ef það gæti orðið að einhverju liði á hinni
hröttu brekku, sem framundan er.
Um efni blaðsins er ekki ætlunin að fjöl-
yrða, en þökkum aftur á móti þeim fjöl-
mörgu, sem hafa látið okkur í té efni, ekki
sízt skrifstofu Bandalags íslenzkra skáta,
sem aðstoðaði okkur á margan liátt. Þá
þökkum við prófarkalesara og Prentsmiðju
Björns Jónssonar, Akureyri, sem vann verk
sitt fljótt og vel. Eins þökkum við öllum
þeim fyrirtækjum, sem auglýstu í hlaðinu,
til styrktar útgáfunni.
Að lokum óskum við þess af heilum hug,
að skátastarf á Islandi fari nú að leita á
brattann og verði komið sem næst hápunkt-
inum um Landsmót í sumar og haldist þar
um langa framtíð.
Með skátakveðju
Ritstjóm.