Skátinn - 01.02.1970, Síða 13
Landsmótið og flokksforinginn
ÞEGAR rætt er um hvað taka skuli með á
skátamót, fyrir flokkinn í sameiningu, og
hvað ekki skal hafa með, er erfitt að velja
og hafna. Margir vilja hafa þetta með og
aðrir hitt, og stundum er ekkert hugsað um
sameiginlegan flokksútbúnað. Hér fyrir
neðan verður settur upp smá listi yfir út-
húnað og hjálPargögn, sem gott er að hafa
meðferðis, og nú er það ykkar að ákveða
hvort flokkurinn verður sér til skammar eð-
ur ei.
a) Mátulega mörg tjöld fyrir flokkinn, og
eldhústjald.
b) Prímus og potta. Ef um er að ræða sjö
manna flokk, þá er hæfilegt að hafa tvo
góða prímusa og þrjá potta.
c) Ekki er úr vegi að hafa eftirtalin áhöld
í sambandi við matargerð, ausu, sleif,
stóran gaffal, fat til að færa mat upp á
og eina til tvær skálar til sömu nota.
Uppþvottafat, bursta, þvottalög, viska-
stykki o. fl.
d) Ekki er úr vegi að hafa t. d. krydd (pip-
ar, salt, karry, kanel), rasp, málm-
pappír, plastPoka o. fl.
e) Hlífðartjald fyrir tjöldin, má vera plast,
sem nær þá alveg yfir tjaldið og niður
fyrir skör.
f) Snærishnotu, kaðal, nagla, hamra, nagl-
bít, sleggju, axir (skarexi og venju-
lega), nokkur spjöld úr valborði ca.
30x40 sm. til þess að nota við korta-
gerð, eða til að setja jurta- og steina-
söfn upp á. Títuprjóna, teiknibólur,
grannt seglgarn, og að síðustu vatnsfötu
eða brúsa undir vatn.
g) Teikniblokk, skrifpappír, stílabók á
hvern, blýanta sömuleiðis, liti (túss),
lím og límbönd.
h) Bækur um skátamál, ef til eru, allar
prófhækur og eins er ágætt að hafa eftir-
taldar bækur, ef þær eru til, Flóra Is-
lands, Steinar í litum, Fuglabækur og
bækur þar sem fjallað er um sögu Borg-
arfjarðarhéraðs. Landakort og áttavita,
söngbækur, leikjabækur, Við varðeld-
inn og fleira.
Þetta ætti nú að nægja til að koma ykkur
af stað, en munið að byrja sem fyrst að
undirbúa för ykkar á mótsstað, ef ekki er
hægt að fá þessa hluti keypta vegna Peninga-
leysis hjá flokkum, verður að fá þessa hluti
lánaða heima hjá flokksmönnum, en niunið
að skrá lijá ykkur hjá hverjum hvert og eitt
atriði er fengið að láni. Að lokum er tvennt
sem flokkurinn verð að hafa meðferðis og
er það:
GOTT SKAP OG FÉLAGSANDA.
Bezt er að koma öllu fyrir í kistu flokks-
ins og koma með þetta allt í einu lagi á
mótsstað.
SKÁTINN — 13