Skátinn - 01.02.1970, Side 14
EG HEFI EKKI TIMA - -
Ekkert okkar hefir tíma — við höfum al-
veg yfirfullt að gera.
Það þýðir ekkert að benda á, að vinnu-
tíminn styttist stöðugt — og frítímarnir
hljóti þar af leiðandi að lengjast —- það er
eins og við höfum aldrei tíma — eða rétt-
ara sagt — ekki nógan tíma.
Ég liefi ekki tíma — við heyrum þessa
setningu og við notum hana sjálf. Auðvitað
getur komið fyrir að við séum svo upptek-
in að við alls ekki getum leyst úr því sem
við erurn heðin um — en æði oft myndi
svarið vera: „Eg hefi ekki löngun til þess“.
Það er að segja, ef við færum eftir fyrstu
grein skátalaganna. Eg held að við hljótum
öll að vera sannnála um — í það minnsta
með sjálfum okkur — að ef það er eitthvað,
sem við höfum virkilegan áhuga á, þá er
alltaf einhver snmga. En svona svarar mað-
ur nú ekki — þá er litið á mann sem lata
eða jafnvel illa innrætta persónu, sem ekki
vill hlaupa undir bagga, þegar á liggur. Við
skjótum okkur á bak við þessa öruggu
vörn „ég hefi ekki tíma“ -—- það er traust-
vekjandi afsökun, því það er eitthvað stórt
við það að vera önnum kafinn — vera eftir-
sóttur þjóðfélagsþegn — við blátt áfrarn
njótum þess, „að hafa ekki tíma“.
Það ættu að vera mannleg réttindi, að
mega viðurkenna, að maður hafi ekki löng-
un til að gera hitt og þetta, í frítímum sín-
um, — alveg eins og það ætti að vera fram-
bærileg ástæða fyrir því, að neita boði, —
að einmitt þetta kvöld langaði mann mest
til að eyða kvöldinu í skauti sinnar eigin
fjölskyldu. Að því er ég bezt veit, er okkur
úthlutað að lifa aðeins einu lífi hér á jörðu
og það ætti að vera sjálfsagður hlutur að
hver maður ráðstafaði sjálfur þeim tíma,
sem honum er úthlutað. Og liversvegna þurf-
urn við stöðugt að sjást af samvizkubili yfir
því, að bafa ekki framkvæmt hluti, sem við
14 _ SKÁTINN
teljum okkur skylt að gera, — af tillitssemi
við aðra.
En hvers vegna er það nú, sem að við
liálf mógðumst, þegar einhver segir við okk-
ur, að hann hafi ekki löngun? Ja — það er
sennilega af því, að við höfurn tekið að
okkur verkefni, sem að við þörfnumst hjálp-
ar við að leysa. Ef okkur tekst að tendra
áhuga hjá öðrum, fyrir þessu verkefni, þá
er mikið fengið. En, — ef öðrum finnst, að
þeir megi til með að gera þetta fyrir okkur
eingöngu — held ég að ver sé farið en
heima setið.
Hér á landi eru alltof mörg samtök, þar
sem erfitt er að fá félagana til þess að starfa.
Hvað kemur til? Samtökin ættu að vera til-
komin af sameiginlegri þörf meðlimanna til
þess, að vinna saman að verkefnum sem
einstaklinugrinn er ekki fær um að leysa.
Samtökin verða að vera verkfæri með-
limanna — vera til vegna þeirra og hinna
sameiginlegu áhugamála — en ekki öfugt.
Samtök, sem ekki hafa einhver viðfangs-
efni — eða ekki neina til þess að vinna að
þeim, hafa misst gildi sitt. Alveg eins og
það ætti að vera réttur hvers einstaklings að
segja til hvers hann hefir ekki löngun —
ætti sérhver að finna sig knúinn til þess að
hafa áhuga á einhverju.
Okkur hefir verið trúað fyrir lífi okkar
hér á jörðu — lífi sem okkur ber skylda til
að gera hið bezta úr. Hvern veg gerum við
það? Með starfi — nreð því að yfirvega
gaumgæfilega hvert hugur okkar stefnir —
og síðan að framkvæma.
En livað er það nú í raun og veru, sem
að gerir lífið þess virði að lifa því? Er það
staða í þjóðfélaginu? Er það skrauthýsi eða
bíll.
Þessari spurningu hefir einn gamall og
reyndur skátaforingi svarað eitthvað á þessa
leið: „Ef að ég ætti þess kost að lifa lífi