Skátinn - 01.02.1970, Page 19
Það var 15. október 1962 að nokkrir skát-
ar úr Kópavogi undir stjórn Ingólfs Ar-
mannssonar, stofnuðu dróttskátasveitina
Andrómedu, er varð sú fyrsta hérlendis og
nokkurs konar tilraunasveit. Stofnendur
voru ca. 20 skátar af báðum kynjum. Eftir
að Ingólfur lét af störfum sem sveitarfor-
ingi tóku þau Ásrún Davíðsdóttir og Har-
aldur Friðriksson við og núverandi foringj-
ar eru Guðrún Jónsdóttir og Steingrímur
Hauksson.
Sveitin starfar í fjórum föstum nefndum,
útilífsnefnd, skemmti- og fræðslunefnd,
tómstundanefnd og þjónustunefnd. Skipt er
í nefndirnar á 2—3 mánaða fresti á svo-
kölluðu sveitarþingi, þar sem öll sveitin
kemur saman. Þar er einnig kosið í sérstak-
ar nefndir fyrir einstök mikilvæg tilefni.
Stolt sveitarinnar og stærsta verkið hef-
ur verið bygging skála nokkurs í Þverárdal
upp við Esju, en byggingu hans er nú lokið
og var hann vígður síðastliðið sumar og
fékk við það tækifæri nafnið „Þristur“.
Einn meiJkasti atburður Andrómedu og sá
sem markaði tímamót í sögu hennar, er ef-
laust 5 ára afmælið, því þá var sveitin á
góðri leið með að lognast út af. En rétt fyr-
ir afmælið kom allt í einu rokna kraftur í
meðlimi sveitarinnar og afmælið haldið
með glæsibrag og var öðrnm dróttskáta-
sveitum boðið. Síðan hefur sveitin starfað
af áhuga og dugnaði.
Mjög einkennilegur hlutur kom í ljós á
fyrstu árum sveitarinnar, en það var að hún
eignaðist happatöluna 11. Það voru 11 sem
fóru í útilegu, 11 sem fengu forsetamerkið
1967, 11 sem tóku þátt í Hjálp í viðlögum
námskeiði o. s. frv. Nú er þessi tala að sjálf-
sögðu fallin úr, þar sem tala sveitarmeð-
lima hefur margfaldazt með 3 eða 4.
Innan sveitarinnar er gefið út blað er
nefnist Skráargatið. Nafnið lilaut það vegna
þess að fyrsta eintakið misheppnaðist svo í
fjölritun, að lesa það var eins og að kíkja
í gegnum skráargat. En nú er það auðvitað
miklu betra.
I útilegum hafa myndazt nokknr félög,
svona upp á grín, bera þau ýmis skrýtin
nöfn, svo sem, Sveinafélagið, Samlokufé-
lagið og Gleðikonufélagið.
Meðlimir Andrómedu eru flestir sveitar-
foringjar eða í félagsráði, mjög lítið er um
SKÁTINN — 19